Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Leifsgata 4B, Reykjavík, fnr. 200-8778 , þingl. eig. Guðmundur Páll
Ólafsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og
Skatturinn, þriðjudaginn 29. júní nk. kl. 10:00.
Hverfisgata 56, Reykjavík, fnr. 200-4725 , þingl. eig. Vigdís Ósk
Sigurjónsdóttir og Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, gerða-
rbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 29. júní nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
24 júní 2021
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs til slita á sameign, á eftirfarandi eign,
verður háð á henni sjálfri, sem hér segir:
Brautarholt 16, Reykjavík, fnr. 201-0735 , þingl. eig. Jóhanna Kristín
Björnsdóttir(db.Björns Jónassonar), gerðarbeiðendur Arnfríður
Jónasdóttir og Bára Sigfúsdóttir, þriðjudaginn 29. júní nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
24 júní 2021
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Sjókvíaeldi Fiskeldis Austfjarða hf. í
Stöðvarfirði. Framleiðsla á 7.000 tonnum af
laxi á ári
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum skv.
lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgar-
túni 7b, Reykjavík. Álitið, matsskýrslu og viðauka við matsskýrslu Fisk-
eldis Austfjarða hf. er einnig að finna á vef stofnunarinnar
www.skipulag.is
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-15.
Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um
hverfið kl. 10.40, höldum áfram að plokka.Tæknilæsi kl. 9-12 og 13-16.
Kundalini jóga kl. 12.50 með Sigrúnu Höllu, allir velkomnir.
Samsöngur kl. 13.30, allir velkomnir. Opið kaffihús kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Kundalini jóga kl. 10-10.45. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Bíósýning 13-15. Opin Listasmiðja kl. 13-15.30.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl.
9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Ganga fyrir fólk m/göngugrind fer
frá Jónshúsi kl. 11. Hjólað með Vigni Snæ kl. 13.
Gjábakki Föstudaginn 25 júní verður myndin Undir trénu sýnd í
Gjábakka, léttar veitingar í boði.
Gullsmári Þrjú skáld lesa upp úr bókum sínum mánudaginn 28. júní
kl. 14.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10.30.
Jóga með Sigrúnu kl. 11.
Korpúlfar Gönguhópur alla föstudaga kl. 10. gengið frá Borgum.
Bridds hópur Korpúlfa alla föstudaga kl. 12.30 í Júni. Leikfimi med
Hönnu kl. 11.15 annan hvern föstudag í allt sumar á móti jóganu, leik-
fimi í þessari viku. Líka er pílukast kl. 9.30 alla föstudaga í Borgum.
Allir velkomnir á Borgir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni um morguninn, allir
velkomnir í morgunkaffi. Boccia í setustofu 2. hæð kl. 10.30.
Föstudagshópurinn hittist kl. 10.30 í handverkstofu. Dansleikfimi með
Auði Hörpu kl. 12.50, hressir og skemmtilegir tímar sem henta öllum.
Bingó í sal kl. 13.30-14.30, spjaldið kostar 250 krónur og eru frábærir
vinningar í boði. Vöfflukaffið er á sínum stað kl. 14.30.
Verið hjartanlega velkomin.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9. Pútt á flötinni við
Skólabraut kl. 11.
Smá- og raðauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Chrysler Pacifica Touring Hy-
brid. 12/2018 ekinn aðeins 12 þ.
Km.7 manna. Uppgefin drægni 53
km. á rafmagni.Leðursæti.
Rafdrifnar hurðir og skott lok. Ofl
fol.Verð: 6.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Látin er í hárri
elli elskuleg frænka
okkar, Ingunn
Halldórsdóttir,
Inga frænka.
Hún fæddist og ólst upp hjá
foreldrum sínum og eldri bróður
á myndarbúinu Skaftholti í
Gnúpverjahreppi. Á bænum var
oft margt um manninn, mörg
verk að vinna og tók vinnufólk
og ættingjar virkan þátt í bú-
störfunum. Börn vina og vanda-
manna komu og dvöldu hjá
hjónunum í Skaftholti sumar
eftir sumar en faðir okkar, Ein-
ar Hjaltested, dvaldi þar lengur.
Það var hans gæfa og þar með
okkar að hann var sendur til
Halldórs og Steinunnar í Skaft-
holti árið 1950, þá 11 ára gamall,
eftir að heimili hans í Reykjavík
var leyst upp. Það var vel tekið
á móti ungum dreng og þar
hlaut hann gott atlæti. Án þess
að nokkur vissi var þar lagður
grunnur að þeim órjúfanlegu
fjölskylduböndum sem hafa ver-
ið okkur ómetanleg alla tíð.
Ingunn
Halldórsdóttir
✝
Ingunn Hall-
dórsdóttir
fæddist 16. sept-
ember 1925. Hún
lést 9. júní 2021.
Útför Ingunnar
fór fram 22. júní
2021.
Fjölskyldan í Skaft-
holti varð föðurfjöl-
skylda okkar systk-
inanna. Hjónin í
Skaftholti brugðu
búi árið 1955 og
fluttu til Reykjavík-
ur, í Nökkvavoginn.
Með í för voru
Inga, Ranka, Hall-
dór, einkasonur
Ingu, og faðir okk-
ar. Lífið hafði sinn
gang. Ranka fluttist seinna til
bróður síns, gömlu hjónin létust
og faðir okkar stofnaði fjöl-
skyldu. Inga frænka og Halldór,
sonur hennar, Haddi, frændi
okkar, héldu heimili í Nökkva-
voginum fram til ársins 2011
þegar þau fluttu á Sléttuveginn.
Það var ævintýri líkast fyrir
barn að koma í heimsókn í
Nökkvavoginn. Við systkinin
sóttumst eftir því að fá að gista
og tók Inga frænka okkur ætíð
opnum örmum, ástrík og um-
hyggjusöm. Alltaf var góður
matur á borðum og var vel veitt
hjá þeim mæðginum, sérstak-
lega á stórhátíðum og afmælum.
Inga var vandvirk og handlagin,
prjónaði og saumaði. Það var
ekki nóg að sauma náttkjól á
litla frænku, heldur varð dúkkan
hennar að fá á sig saumaðan al-
veg eins kjól. Á heimili hennar
átti allt sinn stað og var Inga
frænka alltaf vel tilhöfð. Heim-
ilið bar þess merki að þar réð
fagurkeri ríkjum jafnt innan-
dyra sem utan. Garðurinn var
ævintýraheimur Ingu og eru til
ófáar ljósmyndir af bleiku rós-
inni hennar. Eins og við systk-
inin naut rósin umhyggju Ingu
og blómstraði ár eftir ár til-
komumeiri rósum en árið áður. Í
Nökkvavogi var alltaf tími til að
setjast niður og bjóða upp á
heitt súkkulaði. Inga frænka
fylgdist vel með hvar í heim-
inum við vorum stödd hverju
sinni, vildi fá fréttir, helst sent
kort. Sumar frænkur eru líka
ömmur. Að baki er löng og far-
sæl ævi. Við minnumst Ingu
frænku með þakklæti og hlýhug
og þökkum fyrir allt og allt.
Einar Kristinn Hjaltested
og Margrét Theódóra
Hjaltested.
Elsku Inga frænka mín er dá-
in. Þegar ég var lítil átti Inga
frænka dótakassa sem hún tók
alltaf fram þegar við komum í
heimsókn, það þótti mér svo
gaman. Vettlingarnir hennar og
hosurnar voru engu lík, allt svo
vel prjónað og þægilegt. Okkur
systkinunum hefur alltaf liðið
best í vettlingum frá Ingu
frænku. Ég vildi að ég gæti
hjólað með pabba til hennar í
kvöld, við myndum fá okkur
heitt kakó saman og ég færi
súkkulaðimolasödd heim aftur.
Inga frænka átti alltaf til mola
handa mér.
Þín
Katrín Eva.
Æskuvinkona
okkar Aðalheiður er
látin eftir erfið veik-
indi. Við minnumst
hennar með sökn-
uði. Við kynntumst henni sjö ára
gamlar, þegar Addý hringdi
dyrabjöllunni á Snorrabraut 65, í
nýju grænu kápunni sinni, og
spurði okkur frænkurnar hvort
við vildum leika við hana. Það var
auðsótt. Upp frá því urðum við
þrjár góðar vinkonur, sem aldrei
bar skugga á. Við urðum fljótt
heimagangar á Snorrabraut 69,
þar sem stórfjölskyldan hennar
bjó. Addý var yngst af sínum
systkinum og við frænkurnar
vorum svo heppnar að næsta
kynslóð var fædd í húsinu og við
fengum að passa litlu börnin með
henni. Eins kom hún með okkur
nokkur sumur í sumarbústað í
Haukadal og minntist hún oft á
það með gleði.
Addý átti mjög gott með að
læra og var henni margt til lista
lagt. Til dæmis kunni hún heilu
ljóðabálkana utanbókar, sem hún
var beðin um að fara með á
Snorrabraut 65, öllum til ánægju.
Eins var hún mjög liðug og
stundaði fimleika og við munum
eftir því þegar hún fór á handa-
hlaupum út í Þorsteinsbúð til að
versla. Hún hafði einnig áhuga á
skák og átti það til að banka upp
á til að tefla. Addý kenndi okkur
frænkunum að ferðast með
strætisvögnum og okkur er
minnisstætt þegar við heimsótt-
um hana við afgreiðslustörf í ný-
lenduvöruverslun í Vesturbæn-
um.
Eftir að leið á unglingsárin
fækkaði samverustundunum
enda lá leið okkar hverrar í sína
áttina. En er líða fór á fullorðins-
árin náðum við þó saman aftur og
höfum haldið vinskap okkar síð-
Aðalheiður
Sigvaldadóttir
✝
Aðalheiður
fæddist 20. júlí
1943. Hún lést 8.
júní 2021.
Útför Aðalheiðar
var gerð 22. júní
2021.
an. Addý var
skemmtileg og ynd-
isleg kona og henn-
ar verður sárt sakn-
að. Við vottum
Gunnari og ástvin-
um hennar innileg-
ustu samúð.
Blessuð sé minn-
ing Aðalheiðar Sig-
valdadóttur.
Sigríður og
Laufey.
Látin er Addý, mín kæra vin-
kona, og vil ég minnast hennar í
fáum orðum.
Á þessum tímamótum kemur
margt upp í hugann. Samfylgdin
löng frá
barnaskóla, menntaskóla og í
kennaranámi. Þannig kynntist ég
vel mannkostum hennar og ein-
stöku trygglyndi. Fjölskylda
hennar á Snorrabraut var sér-
lega samheldin og er mér
ógleymanlegt sex vikna upplestr-
arfrí fyrir stúdentspróf, þar sem
við vinkonurnar lásum námsefnið
í friði og ró uppi í risi og Guð-
munda móðir hennar beið svo
með hressingu í borðstofunni.
Allt í föstum skorðum.
Addý var ávallt glaðlynd og
var margt brallað á þessum
æskuárum sem liðu hratt við leik
og störf. Gæfa hennar var að
kynnast Gunnari eiginmanni sín-
um, sem svo sannarlega hefur
sýnt hvern mann hann hefur að
geyma í langvarandi veikindum
hennar. Þau voru einstaklega
samrýnd hjón og voru oft nefnd í
sama orðinu, Addý og Gunnar.
Börnin og síðar barnabörnin
fengu að njóta elsku og um-
hyggju á þeirra fallega menning-
arheimili.
Við Gylfi vottum Gunnari og
allri fjölskyldunni samúð okkar
og þökkum samfylgdina.
Valgerður Ólafsdóttir.
Í dag kveðjum við enn einn
bekkjarfélagann úr D-bekk MR
sem útskrifaðist 1963, Aðalheiði
Sigvaldadóttur. Addý var glöð
ung stúlka, vinmörg og fé-
lagslynd. Það var oft ansi kátt í
bekknum okkar. Við, sum okkar,
létum stundum hátt og vorum
kannski ekki alltaf til fyrirmynd-
ar en Addý hélt sínu striki, prúð
og skyldurækin, en það var stutt
í hláturinn.
Við bekkjarsystkinin héldum
vel saman, fórum saman til út-
landa, til Ítalíu margoft og sigld-
um milli eyja um Eyjahafið á
stórfurðulegri skútu með enn
skrítnari áhöfn. Þá var gaman,
sólin skein og mildur vindur lék
um kinnar okkar. Með vínglas í
hendi var oft skálað, fyrir hvert
öðru og lífinu. Ógleymanlegar og
verðmætar minningar.
Addý var líka lánsöm í einka-
lífinu, þau lífsförunautur hennar,
Gunnar, eignuðust þrjú heilbrigð
börn, barnabörn og barnabarna-
barn, sem veittu þeim báðum
ómælda gleði. Það er óhætt að
segja að Addý hafi lifað ríkulegu
og hamingjuríku lífi. Alveg fram
undir það síðasta sóttu þau hjón
tónleika og var fallegt að fylgjast
með þeirri umhyggju sem hún
naut hjá Gunnari og börnum
þeirra við þau tækifæri sem önn-
ur.
En söknuðurinn ristir alltaf í
hjartað og nú syrgja þau öll eig-
inkonu,
móður, ömmu og langömmu.
Við bekkjarsystkinin sendum
þeim öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd D-bekkjar MR
1963,
Ingunn Ingólfsdóttir
og Jón Eiríksson.
Aðalheiður móðursystir okkar
er fallin frá. Á svona stundu
vakna góðar minningar í samtöl-
um okkar systkinanna. Mæður
okkar voru líkar á margan hátt,
gildismat þeirra, réttsýni og af-
staða til lífsins var með sama
hætti. Addý var yngst í stórum
systkinahópi, en ávallt sjálfstæð
og ákveðin og fylgdi eigin sann-
færingu. Systraböndin voru
sterk og allt undir hið síðasta
fagnaði Addý móður okkar er
þær hittust.
Addý var mikil félagsvera og
naut þess að ferðast, syngja og
dansa. Hún umlukti óðum stækk-
andi fjölskyldu sína með hlýju og
væntumþykju. Addý var mikill
mannþekkjari og í starfi sínu sem
kennari var henni mjög annt um
nemendur sína. Hún lagði mikla
áherslu á að allir fyndu sér starf
eða menntun við hæfi. Verknám
væri jafn mikilvægt og bóknám.
Mikilvægast væri að maður fyndi
út hvar hæfileikarnir og áhuga-
sviðið lægi og þannig gæti maður
ræktað hæfileika sína sem best.
Þau Addý og Gunnar voru stór
hluti af lífi okkar systkinanna og
settu mark sitt á lífssýn okkar.
Við dvöldum ófáar stundir á
heimili þeirra enda börn þeirra á
sama aldri og við systkinin. Það
er til marks um væntumþykju
okkar til þeirra að enn í dag get-
um við fundið lyktina og munað
hvern krók og kima á heimilum
þeirra, fyrst í Safamýri og síðar í
Logafold. Það var ávallt sérstakt
tilhlökkunarefni okkar systkin-
anna að koma til Reykjavíkur frá
Vestmannaeyjum þar sem við
bjuggum í bernsku. Á leið í bæ-
inn var iðulega sett fram sterk
krafa um að stoppa strax í Safa-
mýrinni áður en áfangastað var
náð, sem þó var ekki langt undan.
Stundum var pressan slík að
þetta var látið eftir okkur.
Addý og Gunnar nutu þess að
ferðast og stunda útivist af ýmsu
tagi og var litla systir ólík þeirri
eldri að því leyti. Við systkinin
nutum góðs af þessu og skíða-
ferðir með þeim í Bláfjöll og
Skálafell eru eftirminnilegar.
Fyrir tíma aukins umferðarör-
yggis og bílbeltanotkunar var
einnig auðvelt að taka nokkur
aukabörn með sér í sumarbú-
staðaferðir sem voru uppspretta
ævintýra og gleði.
Gunnari, Önnu, Gumma, Elínu
og fjölskyldum þeirra vottum við
innilega samúð okkar. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með hve
samhent þau voru hin síðari ár og
sinntu Addý af mikilli væntum-
þykju og ást. Það má með sanni
segja að Addý hafi notið ávaxta
uppskerunnar.
Lífið er ferðalag og á kveðju-
stund þökkum við systkinin
Addý fyrir samfylgdina, góðu
stundirnar og þær erfiðu,
gleðina, sönginn, hláturinn og
allt það sem við fengum að njóta
saman.
Ólöf Hrefna,
Guðríður Margrét og
Torfi Kristjánsbörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar