Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur gert sam- komulag við Adana Demirspor í Tyrklandi. Birkir mun gera tveggja ára samning við félagið. Adana Demirspor vann B- deildina á síðustu leiktíð og leikur því í efstu deild Tyrklands á kom- andi tímabili. Tyrkneska útgáfa Go- al.com greinir frá að Birkir hafi samþykkt samningstilboð félagsins og aðeins eigi eftir að skrifa undir. Birkir er 33 ára og lék með Brescia í ítölsku B-deildinni á síð- ustu leiktíð. johanningi@mbl.is Birkir sagður á leið til Tyrklands Morgunblaðið/Eggert Tyrkland Birkir Bjarnason gæti verið að yfirgefa Ítalíu. Trae Young átti þvílíkan stórleik í liði Atlanta Hawks þegar Atlanta vann fyrsta leikinn gegn Milwau- kee Bucks í úrslitum Austurdeild- arinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtu- dagsins en liðin áttust við á heima- velli Milwaukee. Young skoraði 48 stig sem eru sjaldséðar tölur þegar svo langt er komið inn í úrslitakeppnina. Hann gaf auk þess 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Young tryggði Atl- anta sigurinn á vítalínunni á loka- sekúndunum. sport@mbl.is Skoraði 48 stig fyrir Atlanta AFP 48 stig Trae Young var í ham. Það var hér um bil ómögulegt að samgleðjast ekki Dönum þeg- ar þeir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knatt- spyrnu karla með frábærum 4:1- sigri gegn Rússlandi í loka- umferð B-riðils keppninnar á mánudaginn. Mótlætið sem danska liðið hefur lent í hefur verið með nokkrum ólíkindum. Mótið byrj- aði á því að Christian Eriksen fór í hjartastopp í leik gegn Finn- landi og óttuðust samherjar hans réttilega um líf hans. Betur fór en á horfðist hjá Eriksen en Dönum voru settir þeir stór- furðulegu afarkostir á leikdag að halda annaðhvort leiknum áfram síðar þann dag eða í hádeginu daginn eftir. Af tvennu illu völdu þeir að halda áfram leiknum nokkrum klukkutímum síðar og töpuðu honum, eðlilega ekki upp á sitt besta. Danir töpuðu svo naum- lega gegn ógnarsterku liði Belga í annarri umferð en svo kom sig- urinn á mánudag. Með hjálp Belga, sem unnu Finna, komust Danirnir áfram með aðeins þrjú stig. En af hverju ætti að vera svona erfitt að samgleðjast Dön- um? Nú leyfi ég mér að alhæfa, en danski hrokinn á það til að ganga fram af manni, og er þá sama hvar fæti er drepið niður. Danir eru einfaldlega bestir í öllu, að minnsta kosti að eigin mati. Ég hef kosið að líta fram hjá hrokanum á mótinu enda end- urspeglaði þessi leikur gegn Rússum allt það sem ég, og ef- laust flestir aðrir, kunna að meta við knattspyrnu. Hugarfar og samheldni Dana eftir allt mót- lætið, falleg mörk, stress, óvissa og hrein og tær gleði leikmanna, stuðningsmanna og starfsliðsins þegar ljóst var að þeir væru komnir áfram. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Fjögur úrvalsdeildarlið úr Reykjavík, Valur, KR, Víkingur og Fylkir, kom- ust áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbik- ars karla í knattspyrnu en fjórir leikir voru spilaðir í 32 liða úrslitum keppn- innar í gær. Áður höfðu Keflavík, KA, FH, ÍA, HK, Vestri, ÍR, Fjölnir, KFS, Þór frá Akureyri, Völsungur og Haukar tryggt sér sæti í 16 liða úrslit- um. Á Hliðarenda mættust tvö úrvals- deildarlið en þar hafði Valur betur gegn Leikni úr Breiðholti 2:0. Guð- mundur Andri Tryggvason og Sverrir Hjaltested skoruðu fyrir Val á 8. og 75. mínútu. KR lét nægja 2:1 sigur gegn Kára á Akranesi. Kári var raunar 1:0 yfir lengi vel á móti KR en Skagaliðið er í 12. og neðsta sæti í 2. deild eða þriðju efstu deild Íslandsmótsins. Marinó Hilmar Ásgeirsson skoraði fyrsta markið á 40. mínútu en KR-ingum tókst að snúa taflinu sér í hag með mörkum á 71. og 75. mínútu. Þar voru á ferðinni Óskar Örn Hauksson og Ægir Jarl Jónasson. Fylkir burstaði Úlfana 7:0 í Árbæn- um en Úlfarnir leika í neðstu deild Ís- landsmótsins. Þeir gátu þó teflt fram reyndum markverði en Ingvar Þór Kale varði mark liðsins. Ísfirðing- urinn Þórður Gunnar Hafþórsson sem Fylkir fékk frá Vestra fyrir síð- asta tímabil skoraði fjórum sinnum fyrir Fylki. Djair Parfitt-Williams skoraði tvö og Birkir Eyþórsson eitt. Víkingur sigraði Sindra frá Horna- firði 3:0 og hafði 2:0 forystu að lokn- um fyrri hálfleik en Sindri í 3. deild eða fjórðu efstu deild. Adam Ægir Pálsson og Kwame Quee skoruðu í fyrri hálfleik og Vikt- or Örlygur Andrason bætti þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úrvalsdeildarlið bættust við - Valur, KR, Víkingur og Fylkir komust áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins Á Hlíðarenda Valsarinn Arnór Smárason með bolt- ann í leiknum í gær en tveir Leiknismenn eru nærri. Knattspyrnusamband Evrópu til- kynnti í gær að reglan um útivall- armörk í keppnum sambandsins yrði afnumin. Breytingin tekur gildi strax á komandi leiktíð. Reglubreytingin nær yfir Meist- aradeild Evrópu, Evrópudeildina og nýju Sambandsdeildina. Í stað reglunnar verða leikir framlengdir þegar á þarf að halda og víta- spyrnukeppni sker úr um úrslit ef enn er jafnt eftir framlengingu. Horfið frá reglunni um útivallarmörk KÖRFUKNATTLEIKUR Fjórði úrslitaleikur karla: Þorlákshöfn: Þór Þ. – Keflavík ............20:15 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 8-liða úrslit: Selfoss: Selfoss – Þróttur R. ................19:15 Kópavogsv.: Breiðablik – Afturelding.19:15 Árbær: Fylkir – FH ..............................19:15 Lengjudeild karla: Leiknisv.: Kórdrengir – Grindavík......19:15 2. deild karla: KR-völlur: KV – Reynir S ....................19:15 Í KVÖLD! 57+36!)49, Úrslitakeppni NBA Úrslit Austurdeildar: Atlanta Hawks – Milwaukee Bucks 116:113 _ Staðan er 1:0 fyrir Atlanta Landsliðsmiðherjinn Elín Metta Jensen var í sviðsljósinu þegar ÍBV og Valur áttust við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær. Valur sigraði 1:0 og er því kominn í undanúrslit keppninnar en ÍBV er úr leik. Elín Metta skoraði sig- urmarkið með skalla eftir skyndi- sókn á 62. mínútu leiksins. Hún átti eftir að koma meira við sögu því Elín var rekin af velli í upp- bótartímanum. Fékk hún tvívegis gula spjaldið og í báðum tilfellum í uppbótartímanum. Síðustu mínúturnar reyndust því kostnaðarsamar fyrir Val í þeim skilningi að helsti markaskorari liðs- ins er á leið í leikbann. Hið sigursæla lið Vals hefur þrett- án sinnum orðið bikarmeistari en þó ekki á síðustu árum. Valur varð síð- ast bikarmeistari kvenna í knatt- spyrnu árið 2011 eða fyrir áratug. kris@mbl.is Elín Metta í sviðsljósinu þegar Valur sló ÍBV út Ljósmynd/Sigfús Í Eyjum Leikmenn Vals fagna sigrinum á Hásteinsvelli í gær. Ómar Ingi Magnússon var marka- hæstur þegar Magdeburg tryggði sér þriðja sætið í þýsku bundeslig- unni í handknattleik í gær. Magdeburg gerði jafntefli 27:27 gegn Wetzlar á heimavelli og er þremur stigum á undan Füchse Berlín þegar lokaumferðin er eftir. Ómar skoraði 8 mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Magdeburg. Kiel er í efsta sæti með 67 stig eftir sigur gegn Lemgo 33:23. Bjarki Már Elísson var markahæst- ur hjá Lemgo með 7 mörk. Kiel er stigi á undan Flensburg sem Alex- ander Petersson leikur með og Rhein Neckar Löwen er í 5. sæti. Magdeburg tryggði 3. sætið Morgunblaðið/Eggert Þýskaland Ómar Ingi Magnússon var markahæstur með 8 mörk. Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Auðar Írisar Ólafsdóttur og verður hún næsti þjálfari kvennaliðs félagsins. Stjarnan leikur í 1. deild og tekur Auður við af Pálínu Gunnlaugs- dóttur en Pálína hafði tekið við af Margréti Sturlaugsdóttur á miðju síðasta tímabili. Stjarnan hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði fyrir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar. Í gær var einnig tilkynnt að Dag- ur Kár Jónsson hefði skrifað undir nýjan samning við Grindavík og leikur áfram með félaginu í körf- unni á næstu leiktíð. sport@mbl.is Auður Íris tekur við Stjörnunni Morgunblaðið/Eggert Garðabær Auður Íris Ólafsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.