Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 ■ 2 töflur fyrir eða með fyrsta drykk og 2 töflur fyrir svefn ■ Dregur úr þreytu og óþægindum. ■ Inniheldur öfluga B-vítamínblöndu og magnesíum ásamt rósepli og kaktus extrakt. Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana Vertu laus við þynnkuna í sumar! . „ÉG ER ALLTAF JAFNHISSA Á ÞVÍ HVERJU FÓLK HENDIR Í RUSLIÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að horfa saman á sólarlagið. MATURINN ER TILBÚINN! ÞAÐ ER RAUÐ- RÓFU- OG ASPASSALAT! TAKK FYRIR VIÐVÖRUNINA HVERSU SLÆMT ER ÁSTANDIÐ?FLJÓTUR, HRÓLFUR, GRÍPTUSKOÐUNARBORÐIÐ MITT! EKKI JAFNSLÆMT OG ÉG HÉLT … ÞÚ SULLAÐIR ENGU BLÓÐI Á NÝJA TEPPIÐ MITT! „AFSAKAÐU HVAÐ ÉG ER SEIN. KAFFIKANNAN MÍN BILAÐI.“ varaþingmaður Norðurvesturkjör- dæmis í október 2010, september 2011 og í júní og október 2012. Hún hefur verið í stjórn UMFR, verið stjórnarkona í Matís, formaður námskjaranefndar LÍN svo eitthvað sé nefnt. Núna situr hún í sveitar- stjórn í Borgarbyggð auk þess að vera formaður byggðaráðs, og er í stjórn OR og Sorpurðun Vesturlands og varaformaður umhverfis- og land- búnaðarnefndar. „Ég er mikil náttúrukona og finnst mikilvægt að reyna að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna og reyni eftir bestu getu að vera vistvæn: flokka sorp, versla úr mínu nærumhverfi og kaupi ekki einnota hluti. En akkilesarhællinn við að búa svona úti í sveit er að það er lítið um almenn- ingssamgöngur.“ Þegar tími gefst frá önnum hvers- dagsins hefur fjölskyldan gaman af því að ganga úti í náttúrunni eða hjóla á fjallahjólum. Þannig er gott að hlaða batteríin fyrir vinnuvikuna. Fjölskylda Eiginmaður Halldóru Lóu er Her- mann Daði Hermannsson, húsasmíða- meistari, f. 16.7. 1981, og þau búa í Reykholti. Foreldrar hans eru Ólöf Tryggvadóttir leikskólakennari, f. 2.6. 1958, og Hermann Skírnir Daðason sjómaður, f. 4.8. 1958. Börn Halldóru Lóu og Hermanns Daða eru Skírnir Ingi, f. 29.4.2006, og tvíburarnir Helga Laufey og Steinar Orri, f. 21.1. 2011. Systkini Halldóru Lóu eru Guð- mundur Ingi Þorvaldsson leikari, f. 25.6. 1973; Jón Þór Þorvaldsson flug- stjóri, f. 29.6. 1975, og Helgi Eyleifur Þorvaldsson, sölustjóri hjá Líflandi, f. 1.10. 1988. Foreldrar Halldóru Lóu eru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir, f. 4.8. 1954, og Þorvaldur Jónsson, f. 1.8. 1949, bænd- ur í Reykholtsdal. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir Stefanía Margrét Tómasdóttir húsfreyja í Grindavík Þorvaldur Kristinn Klemensson útgerðarmaður og bóndi í Grindavík Halldóra J. Þorvaldsdóttir símstöðvarstjóri í Reykholti Jón Þórisson kennari við Héraðsskólann í Reykholti Þorvaldur Jónsson húsasmiður og bóndi í Reykholtsdal Þuríður Friðbjörnsdóttir húsfreyja í Álftagerði og síðar Reykholti Þórir Steingrímsson bóndi í Álftagerði og síðar skólastjóri við Héraðsskólann í Reykholti Hannes Jónsson bóndi í Brekkukoti Ólöf Sveinsdóttir bóndi í Brekkukoti í Reykholtsdal Helga Laufey Hannesdóttir bóndi í Brekkukoti í Reykholtsdal Guðmundur Guðjónsson sjómaður á Akranesi og síðar bóndi í Brekkukoti í Reykholtsdal Ingibjörg Helga Sigurðardóttir húsfreyja á Akranesi Guðjón Guðmundsson sjómaður á Akranesi Úr frændgarði Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur Ólöf Guðmundsdóttir bóndi í Reykholtsdal Á Boðnarmiði rifjar Ólafur HelgiTheódórsson upp gamla vísu eftir Sigurð Kristjánsson, síðast á Grýtubakka í Höfðahverfi, – hann segir að hún hafi einhverra hluta vegna komið upp í huga sér. Sig- urður þessi hafi verið náskyldur KN: Skoplega til gengið gat hjá gamla Heródesi þegar hann setti á silfurfat sviðin af Jóhannesi. Gunnar J. Straumland yrkir og kallar „Lífsins vatn“. Hátturinn er afhending. Urtir þyrstar una sér í úrhellinu. Vongóðar í vorregninu. Glitrar vatn á gullregni og grósku kveikir. Sperrtir glotta sprotar keikir. Helst nú þarf að hækka aðeins hitastigið. Englar hafa á okkur migið. Indriði á Skjaldfönn rifjar upp gamla vísu en veit ekki höfund: Segðu mér nú satt um það sem til hefur borið. Hefur einhver hálsbrotnað, hengt sig eða skorið? Jóhann S. Hannesson yrkir í „Hlymrek á sextugu“: Sértu fríður er gróflega gaman að gera sig ljótan í framan með fettum og brettum og glennum og grettum Ég geri það tímunum saman. Það er mikið af marklausum yrðingum hjá mönnum sem tala með virðing um þessa alþingisbola sem ætti ekki að þola nema inni í nautheldum girðingum. Kristján Karlsson orti: „Það bregst ekki,“ sagði Bjarni, „að blómgist rósir í hjarni er andskotinn laus með sitt ódæma raus því að ekta blóm vex upp úr skarni.“ Mælti Sigfús frá Eyvindará, „draug er alltaf gaman að sjá, sé hann vel til fara og verði ekki bara að veruleik eftirá.“ „Vera eða gera“ er limra eftir Þórarin Eldjárn: Ég er þreyttur á því að gera og því vil ég hér fram bera heitstrenging þá að héðan í frá ætla ég eingöngu að vera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lífsins vatn og rósir í hjarni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.