Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
✝
Bragi Níels-
son var fædd-
ur á Seyðisfirði
16. febr. 1926.
Hann lést þann
13. júní 2021 á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi.
Foreldrar
Braga voru Níels
Sigurbjörn Jóns-
son, f. 19.3. 1901,
d. 24.1. 1975,
verkamaður og Ingiríður Ósk
Hjálmarsdóttir, f. 8.7. 1898,
d. 30.3. 1961, húsmóðir og
verkakona. Systkini Braga
voru Sigrún, f. 19.12. 1927, d.
24.9. 2015, Rós, f. 11.3. 1929,
d. 26.11. 1998, og Hjálmar, f.
15.11. 1930, d. 20.10. 2009.
Bragi kvæntist 21.10. 1950
Sigríði Árnadóttur, f. 8.3.
1929, d. 14.12. 2012, hún var
forstöðumaður bókasafnsins á
Akranesi. For.: Árni Guð-
mundsson og Margrét Péturs-
dóttir. Bragi og Sigríður
eignuðust fjögur börn, þau
eru: 1) Árni, f. 21.3. 1952,
kvæntist Halldóru Sæmunds-
dóttur, f. 21.4. 1959, þau
skildu. Börn þeirra eru Sig-
ingadeild Borgarspítalans
1969-1970 og 1977. Svæf-
ingalæknir á sjúkrahúsum í
Svíþjóð í sumarafleysingum
1965, 1972, 1974 og 1975 og í
Færeyjum 1978. Heilsugæslu-
læknir í Borgarnesi 1977-
1979. Bragi var yfirlæknir á
svæfingadeild Sjúkrahúss
Akraness frá 1980, en lét af
störfum í lok árs 1996.
Bragi starfaði jafnframt að
félagsstörfum og almanna-
hagsmunum og var formaður
Svæfingalæknafélags Íslands
1974-1976, í stjórn Sambands
norrænna svæfingalækna
1975-1977. Bragi var vara-
fulltrúi í bæjarstjórn Akra-
ness 1966-1970 og sat í stjórn
og undirbúningsnefnd dval-
arheimilisins Höfða á Akra-
nesi frá 1971 og í stjórn
Sjúkrahúss Akraness 1966-
1969 og í byggingarnefnd
þess 1970-1975. Bragi var
landskjörinn alþingismaður
(Vesturland) 1978-1979 fyrir
Alþýðuflokkinn.
Útförin fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 25. júní
2021, klukkan 13 og athöfn-
inni verður streymt frá vef
Akraneskirkju.
Virkan hlekk á streymið
má finna á:
https://www.mbl.is/andlat/
ríður, Sæmundur
Freyr og Stein-
þór. 2) Röðull, f.
31.5. 1955, kvænt-
ist Arinbjörgu
Clausen Krist-
insdóttur, d. 28.1.
2015. Börn þeirra
eru Stella María,
Röðull Kolbeinn
og Kristinn Darri.
Núverandi sam-
býliskona er
Svala Hjaltadóttir, f. 1.5.
1959. 3) Baldur, f. 8.2. 1958,
kvæntist Guðrúnu Ingibjarts-
dóttur, f. 11.7. 1958, þau
skildu. Dætur þeirra eru
Fjóla og Björk. 4) Margrét
Bragadóttir, f. 15.10. 1961,
gift Sighvati K. Pálssyni.
Synir þeirra eru Húni og
Smári.
Bragi tók stúdentspróf frá
MA 1947, læknisfræðipróf HÍ
1957 og sérfræðiviðurkenn-
ingu í svæfingum og deyf-
ingum 1977. Bragi starfaði
sem læknir á Sjúkrahúsi
Akraness 1958-1959 og 1960-
1969. Hann var héraðslæknir
í Kirkjubæjarhéraði 1959-
1960. Aðstoðarlæknir á svæf-
Bragi Níelsson var mér alltaf
mjög góður. Bragi var fósturafi
minn. Hann tók mér alltaf opn-
um örmum, glaður, hlæjandi
með risabumbu og það vantaði á
hann einn fingur, fingur sem
hann hafði misst í slysi.
Sérstaklega minnist ég sam-
verustunda okkar frá barnæsku
minni. Það var lítið um að ég
fengi nammi þegar ég var barn,
en stundum bauð Bragi mér í
sjoppuna, Fólksbílastöðina eða
Fóló eins og sjoppan var kölluð.
Ég man eftir einu skipti þegar
hann sagði mér að velja mér
eitthvað og að ég ætti sjálf að
segja hvað ég ætlaði að fá. Ég
var kannski 5-6 ára og var feim-
in og hafði held ég aldrei verslað
sjálf. Ég sagðist ætla að fá eitt-
hvað, lindubuff að mig minnir,
þá sagði hann „fleira?“, ég gapti
og bað um eitthvað annað og
aftur spurði hann „eitthvað
fleira?“ Ég man að ég sagði nei
en þá sagði hann „jú, kauptu
eitt enn.“ Ég keypti eitthvað
þrennt. Ég hafði aldrei aldrei
fengið eins mikið nammi í einu
og þið getið ímyndað ykkur
gleðina, þannig situr þessi minn-
ing fast.
Hann fór með mér í sveita-
ferðir að skoða lömbin og oftar
en ekki í heimsókn til Sæmund-
ar og Boggu á Galtalæk.
Þegar ég var aðeins eldri,
kannski 10 ára, man ég að hann
vildi endilega að ég færi í ballett
til Reykjavíkur og ætlaði sjálfur
að keyra mig en ég lagði ekki í
það, fannst það eitthvað óyf-
irstíganlegt og vildi það ekki.
Við bjuggum heima hjá þeim
Siggu og Braga í tæpt ár,
1978-1979, á Vogabrautinni á
meðan foreldrar mínir voru að
endurbyggja hús. Sigga og
Bragi voru þá að mestu fjar-
verandi, Bragi að vinna í Borg-
arnesi og Sigga amma í Há-
skóla Íslands.
Heimilið var mjög „sixtís“
og mér þótti það mjög fallegt.
Mig langar að minnast þess
hér líka hvað mér fannst það
sérstakt og stórmerkilegt þeg-
ar ég var barn að Sigga amma
mín færi í háskóla að læra
bókasafnsfræði. Hún byrjaði í
náminu 1974, þá 45 ára og var
að útskrifast um þetta leyti
sem við bjuggum í húsinu
þeirra, 1978 eða 1979.
Í þá daga fannst mér hún al-
veg svakalega gömul til að fara í
skóla. En hún gerði sér lítið fyr-
ir og dúxaði.
Bragi Níelsson var vel liðinn
og farsæll svæfingalæknir.
Ég minnist þeirra hjóna
Siggu og Braga með hlýju.
Hvíl í friði og far vel.
Stella María
Arinbjargardóttir.
Elsku besti afi. Ég vil að þú
vitir að þú varst heimsins besti
afinn, það jafnast enginn á við
þig. Þú varst ein af mikilvæg-
ustu manneskjunum í lífi mínu
og þú skilur eftir svo stórt
tómarúm. Þú varst svo
skemmtilega skrítinn, með stóru
eyrun þín og nefið og blautu
kossana alltaf beint á munninn.
Ég man hvað ég var alltaf stolt
að vera barnabarnið þitt, þegar
við röltum á laugardagsmorgn-
um í Skagaver og næstum hver
einasta manneskja sem við hitt-
um á leiðinni vildi heilsa þér og
taka í höndina á þér. Mér leið
eins og ég væri að labba með
forsetanum. Þú varst mér svo
mikil fyrirmynd, þú varst alltaf
með mér í liði og studdir svo vel
við mig í gegnum lífið. Í mat-
arboðum á Esjubraut sat ég
alltaf þér á vinstri hönd og kom
það sér mjög vel ef ég fékk kjöt-
bita sem var of fitugur og mig
langaði ekki að borða. Þá þurfti
ég ekki annað en að ýta honum
út á brún disksins og á næsta
augnabliki varstu búinn að
krækja þér í hann. Ég elskaði
að fara með þér niður á vinnu-
stofu að slípa steina eða í kart-
öflugarðinn í Skorradal. Skoða
alla fuglana eða fara í fjöruferð.
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar. Ég mun gæta þeirra vel í
hjarta mínu. Ég trúi ekki öðru
en að amma hafi tekið vel á móti
þér og ég elska þá tilhugsun að
þið séuð nú aftur sameinuð.
Hvíldu í friði elsku afi minn, ég
elska þig.
Björk Baldursdóttir.
Bragi Níelsson
Það er með
söknuði og þakk-
læti sem ég kveð
Guðberg Haralds-
son. Sennilega hef
ég verið 12 ára gamall þegar
mamma og Beggi hófu sambúð.
Mamma hafði eignast mig að-
eins 17 ára gömul og frá því ég
var kornungur hafði ég verið al-
inn upp hjá ömmu og afa á
Sauðárkróki. Sumarið 1948 kom
mamma norður í heimsókn og
Beggi með. Beggi var vel akandi
enda áhugamaður um bíla og
mér og ömmu og afa var boðið í
ferðalag austur í Mývatnssveit
sem var ekki lítið ævintýri.
Þannig hófust okkar kynni.
Beggi tók mér strax einstak-
lega vel og sýndi mér mikla
ræktarsemi alla tíð. Þó svo ég
væri alinn upp hjá ömmu og afa
á Króknum voru samskipti við
mömmu og Begga mikil. Í
Reykjavíkurferðum gisti ég hjá
þeim í Rauðagerðinu, en þau
bjuggu lengst af í sama húsi og
foreldrar Begga, Olga og Har-
aldur. Beggi og mamma komu
norður á hverju sumri og fljót-
lega stækkaði fjölskyldan, Halli
bróðir fæddist 1949 og Palli
nokkrum árum síðar. Þeir bræð-
ur dvöldu mikið fyrir norðan og
svo fór að Halli settist að á
Guðberg Ellert
Haraldsson
✝
Guðberg Ellert
Haraldsson
fæddist 30. sept-
ember 1927. Hann
lést 9. júní 2021.
Útförin fór fram
22. júní 2021.
Króknum með sína
fjölskyldu og bjó
þar þangað til hann
féll frá langt um
aldur fram.
Beggi vann allan
sinn starfsaldur á
verkstæði Reykja-
víkurhafnar, hann
var menntaður bif-
vélavirki og við átt-
um áhugann á bíl-
um sameiginlegan.
Beggi var mikill veiðimaður og
um árabil var hann einn af
leigutökum Laxár í Refasveit.
Hann veiddi líka mikið í Blöndu
og yfirleitt með Halla syni sín-
um. Eftir að ég eignaðist mína
fjölskyldu sýndi Beggi strákun-
um mínum, Palla og Óla, sömu
notalegheitin og hann sýndi mér
þegar ég var strákur.
Mamma féll frá sumarið 1991,
Beggi var þá enn þá á besta
aldri rétt ríflega sextugur. Hann
var svo lánsamur að kynnast
Regínu Birkis og var í hjóna-
bandi með henni í tæplega þrjá-
tíu ár. Að leiðarlokum rifjast
upp margar ánægjustundir með
Begga, en mér er efst í huga
þakklæti fyrir samfylgdina og
hversu vel hann reyndist mér og
minni fjölskyldu alla tíð.
Ég sendi Regínu og hennar
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur sem og fjölskyldum
bræðra minna.
Brynjar Pálsson.
Elsku besti blíði og þolinmóði
afi minn.
Ég og þú vorum ólík. Þú
hafðir enga þörf fyrir að tala
mikið um sjálfan þig eða troða
þér að, en áttir alltaf tíma og
hlustaðir af mikilli alúð.
Þetta síðasta ár helltist yfir
mig hálfgerður kvíði. Þú hafðir
alltaf verið heilsuhraustur,
gengið teinréttur með fallega
hvíta hárið þitt og tindrandi
augun, en ég gerði mér grein
fyrir að þú yrðir ekki hjá okkur
að eilífu og við það reyndi ég að
spyrja þig sem mest um líf þitt
þegar þú varst ungur. Mér
fannst tíminn vera að renna frá
okkur og litlir hlutir á borð við
hver væri uppáhaldskakan þín
fóru að skipta mig miklu máli.
Þú fyrirgefur það, afi minn.
Sérstaklega þar sem jólakakan
sem ég bakaði handa þér á af-
mælisdaginn hefur líklega snar-
lega fengið þig til að skipta um
skoðun.
Þú varst svo merkilegur mað-
ur. Það er einstök tilfinning að
vera elskaður af einhverjum
sem þarf alls ekki að elska þig.
Þér þurfti ekki einu sinni að
líka við mig. Ég var átta ára
þegar við kynntumst. Þú varst
ekki blóðskyldur mér en það
skipti engu máli. Ég spurði þig
feimnislega einu sinni hvort ég
mætti ekki kalla þig afa, því
yngri systur mínar myndu ekki
kynnast öðrum afa en þér og ég
vildi alls ekki að þær myndu
alast upp afalausar. Mér fannst
því réttast að byrja markaðs-
setninguna á þér og kalla þig
afa sem fyrst. Brennimerking-
unni tókstu brosandi, bauðst
mér auka perubrjóstsykur úr
krukkunni og síðan vorum við
perluvinir. Þú skammaðir mig
ekki þegar ég kom drullug upp
fyrir haus í heimsókn eftir að
hafa dottið ofan í skítalækinn,
heldur smúlaðir mig í bíla-
geymslunni, hlóst og kallaðir
mig litla drullusokk. Þú þreytt-
ist aldrei á að keyra mig heim
eftir bíó eða hlusta á mig mala
við ömmu um hina og þessa mis-
heppnuðu kærasta. Þú varst
nefnilega alveg stórkostlegur
afi. Og stórkostleg manneskja.
Guð veit að þegar þú giftist
ömmu sastu uppi með okkur
stórfjölskylduna plús ömmu sem
er svo tapsár í spilum að þú
lærðir snemma að vera helst
með einhverjum öðrum í liði.
Nema kannski mér sem er ekki
mikið skárri. Þú brostir bara út
í annað þegar allt fór í háaloft í
kana.
Elsku afi minn. Lífið var ekki
alltaf dans á rósum og þú upp-
lifðir mikla sorg en með stóískri
ró og hlýju hjarta tókstu á við
það með þínu fallega lagi. Þú
hefur kennt mér svo margt og
er stærsta lexían líklega sú að
fólk er ekki verkefni sem þarf
að vinna í, laga og breyta heldur
er fólk einmitt það – fólk. Sem á
að umgangast af virðingu og
njóta samvista við. Við erum
ekki hér til að breyta hvert öðru
heldur til þess að vera saman í
kærleika.
Þú varst svo handlaginn,
meinfyndinn og hjálpsamur og
sannur. Þú sagðir aldrei neitt
sem þú stóðst ekki við eða
reyndir að breyta okkur, há-
væru, erfiðu eintökunum í
kringum þig. Þú bara elskaðir
okkur og þú elskaðir mig án
þess nokkurn tímann að setja út
á mig eða láta mér finnast ég
vera eitthvað annað en stórkost-
leg. Það er ein sú fallegasta gjöf
sem hægt er að gefa. Takk fyrir
lífið okkar saman, elsku afi
minn. Ég sakna þín svo mikið.
Þangað til næst.
Þín
Þorbjörg (Tobba).
Ég minnist
Sveins með mikilli
hlýju og virðingu
og þakka honum
samfylgdina í gegn-
um árin og hefði óskað þess að
þau hefðu orðið fleiri. Ég kveð
þig með orðum skáldkonu úr
Sveinn Eyjólfur
Tryggvason
✝
Sveinn Eyjólf-
ur Tryggvason
fæddist 26. maí
1972. Hann lést 30.
maí 2021.
Útförin fór fram
12. júní 2021.
Flatey á Breiða-
firði, Herdísar
Andrésdóttur.
Og seinna þar sem
enginn telur ár,
og aldrei falla nokkur
harmatár,
mun herra tímans,
hjartans faðir vor,
úr hausti tímans gera
eilíft vor.
Farðu í friði,
friður Guðs þig blessi.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, Bíldudal.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar
EYGLÓAR ÓSKARSDÓTTUR,
Sóleyjargötu 10, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Hraunbúða fyrir frábæra umönnun, kærleika
og vináttu.
Svavar Steingrímsson
Óskar Svavarsson Anna Sigríður Erlingsdóttir
Halla Svavarsdóttir Ólafur Ágúst Einarsson
Steingrímur Svavarsson Katrín Stefánsdóttir
og ömmubörn
Þökkum innilega hlýhug vina og
vandamanna vegna andláts og jarðarfarar
GUÐRÚNAR LOVÍSU MAGNÚSDÓTTUR
húsmóður.
Fjölskyldan frá Lyngholti, Vogum
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEFANÍA GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hólmavík 19. júní. Útför fer fram í
Hólmavíkurkirkju laugardaginn 3. júlí
klukkan 14. Athöfn verður streymt á facebooksíðu
Hrannar Jónsdóttur.
Jón Loftsson
Hrönn Jónsdóttir Halldór Sigurjónsson
Andrés Jónsson Ester Kristinsdóttir
Haraldur V.A. Jónsson Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐUR Ó. ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Kvíum,
lést laugardaginn 19. júní á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Brákarhlíð, Borgarnesi.
Sérstakar þakkir færum við fjölskyldan starfsfólki heimilisins fyrir
góða umönnun og hlýju. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 29. júní klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=Iyj6bbFUug4
Eggert E. Ólafsson
Þorsteinn G. Eggertsson Laufey Valsteinsdóttir
Ólafur S. Eggertsson Silja Jónasdóttir
Margrét F. Eggertsdóttir Sigurþór Ó. Ágústsson
barnabörn og barnabarnabörn
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar