Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 26
KÖRFUBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Friðrik Ingi Rúnarsson, sem var að-
stoðarþjálfari Njarðvíkur á liðnu
tímabili, hefur marga fjöruna sopið í
körfuknattleiknum hér á landi, enda
þjálfað meistaraflokka af báðum
kynjum í meira en 30 ár. Síðustu tvö
störf hans sem aðalþjálfari voru hjá
karlaliði Þórs frá Þorlákshöfn tíma-
bilið 2019/2020 og þar á undan
karlaliði Keflavíkur tímabilið 2017/
2018.
Þessi tvö lið heyja einmitt úr-
slitaeinvígi Íslandsmóts karla, þar
sem Þór leiðir 2:1 fyrir fjórða leik
liðanna í Þorlákshöfn í kvöld og geta
heimamenn því með sigri tryggt sér
sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í
sögu félagsins. Hvað hefur Friðriki
þótt um einvígið hingað til?
„Það hefur verið sveiflukennt.
Það má eiginlega segja að Þór hafi
komið talsvert á óvart í fyrsta leik
þar sem umtalið og umræðan sner-
ist einhvern veginn öll um að Kefla-
vík væri bara búið að vinna. Kefla-
vík hafði farið taplaust í gegnum
úrslitakeppnina á meðan Þór fór í
gegnum erfiðara prógramm, tapaði
leikjum á leiðinni og þurfti að end-
urstilla sig úr ýmsum stöðum, ýmist
að vera yfir eða undir í seríum.
Það reyndi meira á þá fyrr í ferl-
inu þannig að þeir komu kannski til-
búnari, bæði andlega og líkamlega, í
fyrsta leikinn. Það gerist stundum í
þessu. Svo geta menn farið í allt of
marga hringi þegar þeir fara að
velta fyrir sér of mörgum þáttum
eins og hvort of löng bið geti verið
jákvæð eða neikvæð. Það eru svo
margar breytur í þessu,“ sagði hann
í samtali við Morgunblaðið.
Teknir í bólinu í fyrsta leik
Friðrik sagði Þór hafa komið
Keflavík hressilega á óvart með 18
stiga sigri í fyrsta leiknum í Kefla-
vík. „Það má segja að Þór hafi tekið
Keflavík í bólinu í fyrsta leik. Maður
segir stundum um boxara sem fara í
hringinn; annar aðilinn nær hressi-
legu höggi og þá byrjar hinn aðilinn
að riða.
Keflvíkingar voru hálfpartinn í
því ástandi þar til í hálfleik í leik
númer tvö. Mér fannst fyrri hálfleik-
urinn vera nánast áframhald af leik
eitt en svo fannst mér ég kannast
meira við Keflavíkurliðið í seinni
hálfleik í leik tvö og það vantaði
kannski bara herslumuninn,“ sagði
hann, en Þór vann þann leik með
fimm stiga mun.
„Þá er Þór á heimavelli og komið
með sjálfstraust og nær að klára
leikinn og það setur auðvitað Kefla-
vík í þá stöðu að vera komið með
bakið upp við vegg heima í leik þrjú.
Það var rökrétt framhald af seinni
hálfleik í leik tvö hvernig Keflavík
kom inn í leik þrjú, þar sem ákefðin
var miklu meiri, varnarleikurinn var
betri, sóknarleikurinn einfaldari að
sumu leyti og árangursríkari má
segja,“ bætti Friðrik við.
Á von á hverju sem er
Spurður hvernig hann sjái fyrir
sér að leikurinn í kvöld fari sagði
Friðrik: „Það er auðvitað hægt að
fara á talsvert flug í þeim pælingum.
Maður hefur nú blessunarlega verið
oft í þessari stöðu og tekið þátt í
mörgum lokaúrslitum. Það er auð-
vitað sérstök stemming.
Það sem blasir við er að þarna
hefur Þór tækifæri á að tryggja sér
titilinn á heimavelli. Þeir eru þó
meðvitaðir um að það bíður þeirra
oddaleikur í Keflavík ef þeim mis-
tekst það.“
Hann benti svo réttilega á að
staðan sé enn erfið fyrir Keflvíkinga
þrátt fyrir að þeir hafi unnið síðasta
leik. „Keflavík er enn í þeirri stöðu
að vera með bakið uppi við vegg.
Þeir mega ekki tapa. Þór hefur svig-
rúm en ég veit að þá langar ekkert
sérstaklega að fara í oddaleik í
Keflavík. Það verður mjög áhuga-
vert að sjá hvernig liðin mæta til
leiks og maður á í raun von á hverju
sem er.
Við sem erum fyrir utan þetta
viljum að sjálfsögðu fá sem flesta
leiki og það er alltaf gaman fyrir þá
hlutlausu að sjá sem flesta oddaleiki.
Það getur alveg gerst. Keflavík er
með nógu gott lið til þess og fann
svolítið taktinn sinn í síðasta leik.“
Geta allir skotið fyrir utan
Þrátt fyrir að Keflavík hafi fundið
taktinn í þriðja leik sagði Friðrik að
Þór geti að sama skapi vel fundið
sinn takt í kvöld. „Þór er mikið
stemningslið og er auðvitað drifið
áfram af snörpum sóknarleik. Þeir
reyna og hika ekkert ef þeir komast
í gott tempó.
Þá eru þeir með mjög margar
góðar þriggja stiga skyttur og alveg
sama hvort það eru bakverðirnir
þeirra, framverðirnir eða miðverð-
irnir. Það geta allir skotið utan
þriggja stiga línunnar. Þeir eru með
mjög skemmtilegt sóknarlið að því
leytinu til og vilja helst gera hlutina
áður en kemur til snertinga.
Það er kannski svona veikleikinn
þeirra, ef einhver er, að þeir vilja
ekki láta klukka sig. Að sama skapi
er Keflavík að fara að spila aftur á
útivelli og hefur svo sem gengið vel
þar í vetur. En Þórsarar eru orðnir
stærri, þannig að þá má ekki hleypa
neinum upp í eitthvað.“
Hugarfarið skiptir öllu
Friðrik sagði það algjört lykil-
atriði þegar hér er komið sögu í ein-
víginu að vera með rétt hugarfar.
„Ég held að þetta verði mjög
áhugaverður og vonandi jafn og
skemmtilegur leikur. Þetta er held
ég fyrst og fremst hugarfarslegs
eðlis núna, hvernig menn eru gír-
aðir. Eins og maður segir stundum
þá verður þú einfaldlega að þora að
vera til og þora að vera í kastljósinu.
Þú verður einfaldlega að vera
tilbúinn að taka því og framkvæma.
Það lið sem stendur sig betur í þeim
þáttum á morgun hefur betur og þá
kemur bara í ljós hvort það þýði leik
fimm eða ekki,“ sagði hann að lokum
í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barátta Styrmir Snær Þrastarson hjá Þór sækir að Calvin Burks Jr. hjá Keflavík í þriðja leik liðanna.
- Þórsarar fá annað tækifæri í kvöld - Keflavík búin að finna taktinn?
Menn verða að þora
að vera í kastljósinu
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Helgi Sveinsson, fyrrverandi
heims- og Evrópumeistari í spjót-
kasti, hefur ákveðið að leggja spjót-
ið á hilluna. Frá þessu er greint í
Hvata, tímariti Íþróttasambands
fatlaðra, sem aðgengilegt er á net-
inu en þar er Helgi í ítarlegu viðtali
á þessum tímamótum.
Búist var við því að Helgi myndi
taka þátt á Paralympics í Tókýó,
sem haldnir verða í sumar þótt
hann sé orðinn 42 ára. Helgi segir í
viðtalinu að það hafi verið stefnan
lengi vel en aðstæður hafi breyst í
heimsfaraldrinum.
Heimsmethafi
lætur gott heita
Morgunblaðið/Valli
Afreksmaður Helgi Sveinsson er
hættur keppni í spjótkasti.
Haraldur Franklín Magnús, úr
Golfklúbbi Reykjavíkur, lét frábær-
lega á fyrsta keppnisdegi Open de
Bretagne-mótsins í Frakklandi.
Haraldur lék hringinn á 64 höggum
og var á sjö höggum undir pari vall-
arins en mótið er hluti af Áskor-
endamótaröðinni. Haraldur fékk
sjö fugla á hringnum.
Haraldur er í öðru sæti að lokn-
um fyrsta hringnum, höggi á eftir
Timon Baltl frá Austurríki. Frakk-
inn Julien Brun og Jacques Blaauw
frá Suður-Afríku léku einnig á 64
höggum. sport@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frakkland Haraldur Franklín
Magnús þurfti aðeins 64 högg.
Frábær hringur
í FrakklandiMjólkurbikar kvenna
8-liða úrslit:
ÍBV – Valur............................................... 0:1
2. deild kvenna
KM – SR.................................................... 0:9
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – Sindri ... 4:0
Staðan:
Fjarðab/Höttur/Leiknir
7 7 0 0 32:7 21
Fjölnir 6 5 0 1 30:7 15
KH 6 5 0 1 17:4 15
Völsungur 6 5 0 1 17:8 15
Fram 5 4 0 1 14:6 12
Hamar 7 2 2 3 13:17 8
Hamrarnir 6 2 1 3 16:13 7
Sindri 5 2 0 3 12:15 6
ÍR 5 1 1 3 8:12 4
Álftanes 5 1 0 4 6:10 3
Einherji 5 0 2 3 3:11 2
SR 5 0 0 5 4:11 0
KM 6 0 0 6 1:52 0
Mjólkurbikar karla
32-liða úrslit:
Víkingur R. – Sindri ................................. 3:0
Fylkir – Úlfarnir....................................... 7:0
Valur – Leiknir R. .................................... 2:0
Kári – KR .................................................. 1:2
3. deild karla
Dalvík/Reynir – Höttur/Huginn ............. 0:1
Staðan:
Höttur/Huginn 9 7 1 1 15:10 22
Ægir 8 4 4 0 13:7 16
Augnablik 8 4 3 1 21:9 15
Elliði 8 5 0 3 21:10 15
KFG 7 4 2 1 10:5 14
Dalvík/Reynir 9 3 2 4 14:12 11
Sindri 8 2 3 3 13:15 9
Víðir 8 2 3 3 9:14 9
Einherji 8 2 1 5 11:19 7
Tindastóll 7 1 2 4 11:14 5
ÍH 8 0 4 4 9:19 4
KFS 8 1 1 6 8:21 4
Ameríkubikar karla:
Brasilía – Kólumbía.................................. 2:1
Bandaríkin
New England Revolution – New York Red
Bulls........................................................... 3:2
- Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá
New England á 70. mínútu.
New York City – Atlanta United ........... 1:0
- Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 88
mínúturnar með New York.
Svíþjóð
Hammarby – Växjö ................................. 2:1
- Andrea Mist Pálsdóttir kom inn hjá
Växjö eftir 30 mínúturnar.
B-deild:
Kalmar – Bollstanäs ................................ 3:2
- Andrea Thorisson lék þar til í uppbót-
artíma með Kalmar.
Noregur
Bodö/Glimt – Molde ................................ 0:2
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
- Björn Bergmann Sigurðarson er frá
vegna meiðsla.
Kristiansund – Mjöndalen ...................... 1:1
- Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 69
mínúturnar með Kristiansund.
Strömsgodset – Sandefjord.................... 4:0
- Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimund-
arson voru ónotaðir varamenn hjá Ströms-
godset.
- Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með
Sandefjord.
Odd – Tromsö........................................... 3:0
- Adam Örn Arnarson lék fyrstu 72 mín-
úturnar með Tromsö.
Stabæk – Vålerenga................................ 0:2
- Viðar Örn Kjartansson var ekki í leik-
mannahópi Vålerenga.
Staðan:
Molde 10 7 2 1 25:11 23
Bodø/Glimt 10 6 2 2 21:9 20
Vålerenga 10 4 4 2 17:13 16
Kristiansund 9 5 1 3 8:9 16
Rosenborg 9 4 2 3 20:14 14
Odd 8 3 3 2 11:8 12
Viking 8 4 0 4 14:17 12
Haugesund 7 3 2 2 9:6 11
Strømsgodset 8 3 2 3 13:15 11
Sarpsborg 7 2 3 2 5:6 9
Lillestrøm 6 3 0 3 7:9 9
Tromsø 9 2 2 5 10:17 8
Mjøndalen 7 1 4 2 7:7 7
Sandefjord 7 2 0 5 9:16 6
Stabæk 7 1 2 4 7:13 5
Brann 10 1 1 8 8:21 4
4.$--3795.$
Þýskaland
Essen – RN Löwen .............................. 23:33
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen en lék í vörninni.
Magdeburg – Wetzlar ......................... 27:27
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er frá keppni.
Göppingen – Coburg........................... 37:29
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr-
ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá
vegna meiðsla.
Kiel – Lemgo ........................................ 33:23
- Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
%$.62)0-#