Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Mikil eftirvænting ríkir hjá okkur og
ánægjulegt að geta farið aftur af stað
með nýtt starfsár af fullum krafti,“
segir Lára Sóley Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, en í gær var næsta
starfsár hljómsveitarinnar kynnt til
sögunnar.
„Óvenjumargir hápunktar verða á
árinu því við erum líka að setja á dag-
skrá viðburði sem hafa frestast.
Fyrst ber að nefna stóra viðburði eins
og AIÔN, eftir Önnu Þorvaldsdóttur
og Ernu Ómarsdóttur, í samstarfi við
Íslenska dansflokkinn. Í febrúar
verður óperan
Valkyrjan eftir
Wagner sett á
svið í samstarfi
við Íslensku óp-
eruna og Listahá-
tíð í Reykjavík.
Við hlökkum mik-
ið til að geta sett
þessa tvo viðburði
aftur á dagskrá,“
segir Lára og
bætir við að
starfsárið hefjist á tónleikunum Ný
klassík í ágúst. Þar munu ungstirnin
Bríet, GDRN, Reykjavíkurdætur,
JóiP og Króli meðal annarra stíga inn
í okkar sinfóníska heim með lögin sín.
Við verðum líka með opið hús hjá sin-
fóníunni á Menningarnótt.“
Heiðra Vladimir Ashkenazy
Lára segir að eitt af því stóra sé að
Víkingur Heiðar Ólafsson verði stað-
arlistamaður Sinfóníuhljómsveitar
Íslands næsta starfsár.
„Hann verður með okkur á þrenn-
um tónleikum og mun flytja þrjá ný-
lega píanókonserta, en tónskáld kon-
sertanna munu stjórna tónleikunum.
Við erum afskaplega ánægð með að
þetta hafi orðið að veruleika og einir
af tónleikum Víkings Heiðars verða
sýndir í beinni sjónvarpsútsendingu á
RÚV,“ segir Lára og bætir við að þar
fyrir utan haldi Víkingur Heiðar ein-
leikstónleika í nóvember.
„Í september verður Níunda sin-
fónía Beethovens flutt með aðal-
hljómsveitarstjóranum okkar, Evu
Ollikainen. Þar verða frábærir söngv-
arar og kórar, Hallveig Rúnarsdóttir,
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Jóhann
Kristinsson og Stuart Skelton. Mó-
dettukórinn og Söngsveitin Fílharm-
ónía verða með á þessum tónleikum
en það er alltaf ákveðinn hápunktur
þegar sú sinfónía er flutt. Við ætlum á
þessum tónleikum að heiðra Vladimir
Ashkenazy fyrir hans framlag til
hljómsveitarinnar. Hann hefur
ákveðið að leggja sprotann á hilluna
en verður áfram aðalheiðursstjórn-
andi hljómsveitarinnar. Okkur finnst
vel við hæfi að þakka honum með
gleðisöngnum í þessari stórbrotnu
sinfóníu Beethovens.“
Styttri tónleikar án hlés
Lára segir afar ánægjulegt að
kanadíska sópransöngkonan Barbara
Hannigan komi fram með hljómsveit-
inni á Listahátíð í Reykjavík í júní og
er það stórviðburður í íslensku tón-
listarlífi.
„Hún er heimsfræg, ekki aðeins
sem söngkona heldur líka sem hljóm-
sveitarstjóri, því hún syngur og
stjórnar á sama tíma. Það er mikill
fengur að fá hana til Íslands, en hún
er ein dáðasta tónlistarkona samtím-
ans.“
Lára segir að þau hjá Sinfóníunni
hafi lært ýmislegt af heimsfaraldr-
inum, m.a. að auka fjölbreytni í tón-
leikaforminu.
„Nú bjóðum við líka upp á styttri
tónleika án hlés, þar sem við verðum
með kynni á sviði. Við höfum haldið
tónleika með þessum hætti síðustu
mánuði, þegar við máttum fá áhorf-
endur í sal. Þetta vakti mikla lukku
meðal tónleikagesta og því ákváðum
við að ein tónleikaröðin verði með
þessu formi. Við höfum frá upphafi
átt í mikilvægu samstarfi við Ríkis-
útvarpið, en Rás 1 hefur útvarpað
beint frá flestum tónleikum Sinfón-
íunnar. Nú fá landsmenn einnig tæki-
færi til þess að horfa og hlýða á tón-
leika í beinni sjónvarpsútsendingu á
RÚV,“ segir Lára og bætir við að það
sé mjög mikilvægt að allir landsmenn
geti notið hljómsveitarinnar sem við
eigum jú öll saman.
„Sjónvarpað verður beint frá fern-
um áskriftartónleikum, en auk þess
verður sjónvarpað frá Klassíkinni
okkar, sem er orðinn árviss viðburður
og verður að þessu sinni í samstarfi
við Þjóðleikhúsið og RÚV. Boðið
verður upp á leikhúsveislu í byrjun
september með framúrskarandi
söngvurum, leikurum og kórum sem
flytja landsmönnum leikhústónlist frá
ýmsum tímum m.a. uppáhalds-
leikhúslag þjóðarinnar samkvæmt
kosningu sem fram fór í vor.“
Stjörnu-Sævar og undur jarðar
Sinfóníuhljómsveit Íslands sinnir
börnum ekki síður en fullorðnum og
innan fjölskyldutónleika næsta
starfsárs kennir ýmissa grasa.
„Barnastundirnar sem eru sí-
vinsælar verða á sínum stað ásamt
tónleikaröðinni Litli tónsprotinn. Við
förum líka í samstarf við Stjörnu-
Sævar, en á þeim tónleikum verður
flutt ævintýraleg tónlist um undur
jarðar. Sinfóníuhljómsveitin mun
flytja Skilaboðaskjóðuna eftir Þor-
vald Þorsteinsson og Jóhann G.
Jóhannsson og við ætlum að flytja
Töfraflautuna eftir Mozart í aðgengi-
legum búningi fyrir börn. Ekki má
gleyma jólatónleikunum sem orðin er
mikil hefð fyrir. Að lokum má nefna
bíótónleika þar sem fyrsta myndin
um Harry Potter verður sýnd með lif-
andi tónlistarflutningi. Allt hið hefð-
bundna verður á sínum stað, Vínar-
tónleikar, skólatónleikar og margt
fleira. Af mörgu er að taka, því árið er
þéttskipað og fjölbreytt, enda er Sin-
fónían fyrir alla.“
Nánar: sinfonia.is
Óvenjumargir hápunktar á árinu
- Mikil fjölbreytni á næsta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands - Samstarf við marga ólíka aðila
- Mikilvægt að allir landsmenn geti notið hljómsveitarinnar sem við eigum jú öll saman
Ljósmynd/Sinfóníuhljómsveit Íslands
Dans Sinfónían AIÔN, eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur, er
unnin í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og verður sýnd í haust.
Morgunblaðið/Eggert
Víkingur Heiðar Hann verður staðarlistamaður sinfóníuhljómsveitarinnar
næsta starfsár. Heldur þrenna tónleika og leikur nýlega píanókonserta.
Ljósmynd/Sinfóníuhljómsveit Íslands
Reykjavíkurdætur Þær koma fram á tónleikum í ágúst með yfirskriftinni
Ný klassík, en þá koma m.a. einnig fram Bríet, GDRN og JóiP og Króli.
Lára Sóley
Jóhannsdóttir
Litrík blóm Eldblómagarðsins í
Hallargarðinum hafa sprungið út
síðustu daga og verður garðurinn
opnaður formlega í dag kl. 17.
Dansarinn og danshöfundurinn
Sigríður Soffía Níelsdóttir fékk
hugmyndina að garðinum í gegnum
vinnu sína við flugeldasýningar og
sá Zuzana Vondra Krupkova um að
rækta blómin í garðinum. Hún er
garðyrkjufræðingur og yfirverk-
stjóri hjá Reykjavíkurborg og hafði
einnig umsjón með ræktun og út-
færslu flugeldagarðsins í fyrra.
Blómin í ár voru ræktuð í gróður-
húsi Landbúnaðarháskóla Íslands í
Keldnaholti og verkið Eldblóm er
framleitt af Níelsdætrum í sam-
vinnu við Torg í biðstöðu og
Reykjavíkurborg.
Eldblómagarður opnaður formlega
Litadýrð Blómin í Eldblómagarðinum eru mikið augnayndi.
- heimili, hönnun, tíska
og samkvæmislífið
Lífstílsvefurinn okkar
- fylgt landsmönnum í 10 ár
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU
Vertu með
á nótunum