Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Lárus M. K. Ólafsson, viðskipta- stjóri á iðnaðar- og hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins, segir að- ildarfyrirtæki hjá samtökunum hafa áhyggjur af stöðu raforku- markaðarins. Hann bendir á að ástandið á íslenskum markaði sé ekki nógu gott þar sem orkuskortur hækki raforkuverð. Lárus segir að skapa þurfi ákveðið svigrúm fyrir orkufyrirtækin til þess að geta ráð- ist í framkvæmdir, hvort sem það er stækkun eða bygging nýrra virkj- ana. „Við höfum verulegar áhyggj- ur af þróun raforkuverðs og auðvit- að er ekki á bætandi ef það er einhver óvissa með framleiðslugetu sem þar af leiðandi hækkar raf- orkuverð. Þetta er viðvarandi og við höfum lýst yfir áhyggjum af þessu alveg óháð því hvort einhver túrbína bilaði í Reykjanesvirkjun eða hvort það sé skert lónstaða,“ segir Lárus. Áhyggjur af flutningsgjaldskrá Lárus segir að SI hafi einnig heyrt af áhyggjum aðildarfyrir- tækja af framboði á rafmagni og hvort það muni hafa í för með sér einhverjar skerðingar á afhend- ingu. „Ég held að fyrirtæki og stór- notendur hafi áhyggjur af því.“ Lárus segist heyra mikið frá fyrirtækjum um hækkanir á flutn- ingsgjaldskrá Landsnets sem hækkaði í janúar um 5,5% hjá stór- notendum og 9,9% hjá dreifisveit- unum. Svandís Hlín Karlsdóttir, við- skiptastjóri Landsnets, segir hækkunina hafa verið nauðsynlega og bendir á að flutningsgjaldskráin hafi lækkað frá 2013. Þetta hafi ver- ið fyrsta hækkunin síðan þá. Hún bætir við að reynt hafi verið að koma í veg fyrir hækkunina í samstarfi við stjórnvöld en það hafi ekki tekist. Svandís segir eitt af markmiðum Landsnets að halda stöðugleika í flutningsgjaldskránni. „Við vorum í þeirri stöðu að ann- aðhvort þurftum við að hækka gjaldskrána eða draga úr fjárfest- ingum og það er eitthvað sem við töldum ekki ákjósanlegt að gera. Við erum sérleyfisfyrirtæki þannig að okkur eru settar ákveðnar tekjur sem við megum hafa. Við höfum ákveðið svigrúm til þess að færa tekjur á milli ára og við vorum að vinna með stjórnvöldum í faraldr- inum til að fá aukið svigrúm, bæði til þess að geta haldið áfram fjár- festingum og koma í veg fyrir hækkunina á gjaldskránni, en það náðist ekki í tæka tíð,“ segir Svan- dís. 9,9% hækkun verður 1-1,5% Hún bætir við að flutningskostn- aður raforku sé um 10-15% af heild- ar raforkuverðinu og því sé þessi 9,9% hækkun á flutningsgjaldskrá dreifiveitanna að skila sér sem 1- 1,5% hækkun á rafmagnsreikningi heimilanna. Fyrirtæki lýsa áhyggjum af stöðu raforkumarkaðarins Morgunblaðið/Einar Falur Orka Lárus segir að skapa þurfi ákveðið svigrúm fyrir orkufyrirtækin til þess að geta ráðist í framkvæmdir. Kostnaður » Flutningsgjaldskrá Lands- nets hækkaði í janúar um 5,5% hjá stórnotendum og 9,9% hjá dreifisveitunum. » Eitt af markmiðum Lands- nets er að halda stöðugleika í flutningsgjaldskránni. » Reynt var að fá aukið svig- rúm í faraldrinum til að geta haldið áfram fjárfestingum og koma í veg fyrir hækkunina á gjaldskránni. - Hækkun á flutningsgjaldskrá dreifiveitna hækkar kostnað heimilanna 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 25. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.51 Sterlingspund 171.4 Kanadadalur 99.84 Dönsk króna 19.688 Norsk króna 14.394 Sænsk króna 14.458 Svissn. franki 133.56 Japanskt jen 1.1059 SDR 175.11 Evra 146.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.6923 Hrávöruverð Gull 1782.9 ($/únsa) Ál 2375.5 ($/tonn) LME Hráolía 74.75 ($/fatið) Brent « Úrvalsvísitala aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,66% í gær. Lang- mest hækkaði verð á bréfum flug- félagsins Ice- landair, eða um 7,53% í 386 millj- óna króna við- skiptum. Eftir hækkunina kosta bréf félagsins nú 1,57 krónur hver hlutur. Næstmest hækkun gærdagsins varð á bréfum í fasteignafélaginu Reitum, eða 1,85% í 716 milljóna króna við- skiptum. Gengi félagsins er nú 71,5 krónur hver hlutur. Þriðja mesta hækk- unin á markaðnum í gær varð á bréfum Marels, en þau hækkuðu um 0,94% í 49 milljóna króna viðskiptum. Nokkur félög lækkuðu í verði í gær. Mest varð lækkunin á bréfum Kviku, eða um 1,25% í 398 milljóna króna við- skiptum. Þá lækkuðu bréf Íslandsbanka um 0,81% í 957 milljóna króna við- skiptum. Þriðja mesta lækkun gær- dagsins varð á bréfum sjávarútvegs- fyrirtækisins Brims, eða um 0,37% í 994 þúsund króna viðskiptum. Við lok- un markaða í gær stóðu bréf félagsins í 54,3 krónum á hlut. Icelandair hækkaði mest í kauphöllinni Icelandair hækkaði mikið í verði. STUTT GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? ÞINN STUÐNINGUR ER OKKAR ENDURHÆFING ljosid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.