Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pedro San-chez, for-sæt-
isráðherra Spánar,
tilkynnti á þriðju-
daginn að rík-
isstjórn hans hefði ákveðið að
náða níu leiðtoga katalónskra
aðskilnaðarsinna, sem dæmdir
höfðu verið í 9-13 ára fangelsi
fyrir þátttöku í sjálfstæð-
istilraunum Katalóníuhéraðs
árið 2017. „Náðunin“ þýðir
raunar að dómar níumenning-
anna verða skilorðsbundnir um
ákveðinn tíma, auk þess sem að
þeim verður áfram meinað að
bjóða sig fram og gegna op-
inberum embættum.
Sanchez segir ákvörðun sína
um náðun vera tilraun til þess
að opna „nýjan kafla“ í sam-
skiptum Spánar og Katalón-
íuhéraðs, og er ekki vanþörf á,
þar sem flokkar aðskiln-
aðarsinna hafa styrkt stöðu sína
innan héraðsins. Í héraðskosn-
ingum síðastliðinn febrúar náðu
þeir í fyrsta sinn meirihluta-
fylgi í Katalóníu, og minni-
hlutastjórn Sanchez treystir á
fulltrúa þeirra á spænska
þinginu til að halda velli.
Hægri flokkarnir á Spáni
hafa tekið höndum saman til að
mótmæla ákvörðuninni, enda
segja þeir níumenningana ekki
hafa sýnt neina iðrun. Þá gætu
náðanir þeirra orðið til þess að
ýta undir enn frekari sjálfstæð-
istilburði Katalóna eða jafnvel
innan annarra héraða Spánar
og þar með ógnað einingu
spænska ríkisins. Skoð-
anakannanir benda til þess að
ríflegur meirihluti Spánverja sé
ósammála náðunum níumenn-
inganna og voru fjöldamótmæli
í Madrid gegn þeim hug-
myndum fyrr í
mánuðinum.
En ákvörðunin
hefur einnig mælst
illa fyrir meðal að-
skilnaðarsinna,
sem telja of skammt gengið.
Þar telja menn að níumenning-
arnir hefðu aldrei átt að vera
fangelsaðir, en þess má geta að
fólkinu var haldið í varðhaldi í
rúmt ár áður en dómar féllu. Sú
tilhögun mæltist sérstaklega
illa fyrir, og gerði eflaust sitt til
að auka stuðning við málstað
aðskilnaðarsinna frekar en hitt.
Tímasetningin þykir einnig
grunsamleg, en Mannréttinda-
dómstóll Evrópu hugðist skoða
mál þriggja af sakborningunum
níu.
Þá líta margir aðskiln-
aðarsinnar svo á, að ekki dugi
að náða einungis þá, sem varpað
var í fangelsi. Enn er fjöldi
Katalóna í útlegð frá Spáni, þar
á meðal Carles Puigdemont,
sem leiddi sjálfstæðistilraunina
2017. Ekki stendur til að veita
honum eða neinum öðrum sem
yfirgáfu landið friðhelgi.
Puigdemont segir að náðunin
muni því gera næsta lítið til
þess að greiða úr málum.
Það er því sótt að Sanchez úr
báðum áttum vegna ákvörð-
unarinnar, og óvíst hvort að
honum auðnist að nýta hana
sem fyrsta skrefið til að leysa
Katalóníumálið. Öllum skrefum
í þá átt ber þó að fagna. Þó að
ekki verði endilega fallist á það,
að Katalónía eigi að vera sjálf-
stætt ríki, er brýnt að þeim
óánægjuröddum, sem leitt hafa
til stuðnings við þá hugmynd,
verði svarað með samtali og við-
ræðum, ekki löngum fangels-
isdómum.
Náðun níumenning-
anna er vonandi
bara fyrsta skrefið}
Nýr kafli fyrir
Katalóníu?
Álverið íStraumsvík
hefur gert nýjan
kjarasamning við
stéttarfélög starfs-
manna og gildir
hann í fimm og
hálft ár, sem er langur tími
fyrir kjarasamninga hér á
landi og skapar stöðugleika í
rekstri álversins og um leið ör-
yggi fyrir starfsmenn. Kol-
beinn Gunnarsson, formaður
verkalýðsfélagsins Hlífar, lýsti
ánægju með samninginn og
sagðist reikna með að hann
gæti orðið ágæt fyrirmynd.
Nú hefur samningurinn ekki
verið birtur og atkvæða-
greiðsla stendur yfir um hann,
þannig að innihaldið liggur
ekki fyrir, utan þess að sagt er
að hann byggi á hinum svoköll-
uðu lífskjarasamningum. En ef
aðeins er horft á
tímalengd samn-
ingsins er í öllu
falli hægt að taka
undir með for-
manni Hlífar um
að þessi samnings-
lengd mætti verða til fyr-
irmyndar við kjarasamn-
ingagerð hér á landi.
Nokkuð hefur vantað upp á
að tekið sé tillit til þess að sá
stöðugleiki sem fæst með lang-
tímasamningum er mikils virði.
Samningaþref og jafnvel verk-
föll með stuttu millibili valda
mikilli óvissu og þar með
vanda við rekstur fyrirtækja.
Sú óvissa veldur launþegum
augljóslega einnig óþægindum.
Aðilar vinnumarkaðarins ættu
að stefna að því að næstu
samningar verði til lengri tíma
en þekkst hefur hér á landi.
Langir kjarasamn-
ingar skapa eftir-
sóknarverðan
stöðugleika}
Til fyrirmyndar
R
íkisstjórnin hefur viðhaldið þeim
stórfurðulega, bútasaumaða
óskapnaði sem almannatrygg-
ingakerfið er orðið að. Kerfi sem
ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa
komið á, viðhaldið og gert viljandi svo flókið að
bara tölva getur reiknað út keðjuverkandi
skerðingar til þeirra verst settu og sent þau
beint í sárafátækt? Á sama tíma borga þeir sem
grætt hafa á tá og fingri á sameiginlegum auð-
lindum þjóðarinnar lítið sem ekkert í skatt af
ofurgróðanum. Ekki er króna tekin af þeim í
skerðingar eða keðjuverkandi skerðingar af
milljarðagróðanum.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar til næstu fjög-
urra ára kemur skýrt fram að kjör þeirra sem
hafa það einna verst í almannatryggingakerf-
inu munu versna enn meira ef sama ríkisstjórn
verður áfram við völd eftir kosningar. Engar
leiðréttingar eru á kjaragliðnun undanfarinna ára, kjara-
gliðnun sem er nú orðin 50%. Það er sú hækkun sem þeir
sem eru á almannatryggingalaunum eiga inni. Þá er ótalin
sú skattahækkun sem orðið hefur með því að persónu-
afsláttur hefur ekki fylgt launaþróun í landinu. Ríkis-
stjórnin setti aftur á krónu á móti krónu skerðingar.
Hvers vegna? Bara til að geta skattað og skert verst settu
ellilífeyrisþegana í sárafátækt, svo þeir eigi enn síður fyrir
mat eða lyfjum.
Það var sagt fyrir síðustu kosningar að nú væri tími
þeirra verst settu í okkar samfélagi kominn, þessir hópar
gætu ekki beðið lengur. En þeir bíða enn. Ríkisstjórn eftir
ríkisstjórn hefur byggt upp þetta ömurlega al-
mannatryggingakerfi og viðhaldið því með
auknum skerðingum, sett inn þúsund krónur í
keðjuverkandi skerðingakerfið sem renna í
gegnum vasa öryrkja og eldra fólks og beint
aftur í ríkissjóð. Það eina sem er eftir eru smá-
aurar í vasa þeirra verst settu ef það fólk er
svo heppið.
Heilbrigðiskerfið er á ystu nöf, biðlistar
lengjast, mönnunarvandi og kulnun í starfi er
að verða stórt vandamál og þá hefur ekki enn
verið samið við sjúkraþjálfara og talmeina-
fræðinga. Þá skora læknar einnig á stjórnvöld
að standa við nauðsynlegar aðgerðir og úrbæt-
ur í heilbrigðiskerfinu. Þá eru hjúkrunarheim-
ilin einnig komin á ystu nöf vegna fjárskorts
og áhyggjulaust ævikvöld fjarlægur draumur.
Börn eiga skýlausan rétt á nauðsynlegri
þjónustu og það er fáránlegt að um 1.000 börn
séu á biðlista eftir þjónustu. Eitt barn á bið er einu barni
of mikið. Geðheilsa barna og ungmenna á að vera for-
gangsmál. Börn í sárafátækt, eldri borgarar í sárafátækt,
atvinnulausir, láglaunafólk í sárafátækt. Er ekki kominn
tími á sanngirni og réttlæti handa öllum, að allir séu jafnir
fyrir lögum og njóti mannréttinda og þá ekki síst að börn-
um sé tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra
krefst?
Flokkur fólksins segir; útrýmum strax fátækt og fólkið
fyrst, svo allt hitt. gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Þeir verst settu bíða enn
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
M
arkmið um þjón-
ustuþekjun í átt að út-
rýmingu lifrarbólgu C
sem meiri háttar lýð-
heilsuvanda náðust á Íslandi á fyrstu
þremur starfsárum Meðferðarátaks
gegn lifrarbólgu C sem hófst 2016. Í
markmiðum um þjónustuþekjun felst
að 90% tilfella séu greind og að 80%
tilfella séu meðhöndluð.
Vísindatímaritið The Lancet
Gastroenterology & Hepatology birti
22. júní grein eftir hóp vísindamanna
á Landspítala, Sjúkrahúsinu Vogi og
hjá embætti landlæknis um árangur
átaksins. Af 865 greindum tilfellum
lifrarbólgu C á Íslandi fengu 824
(95,3%) þjónustu í átakinu og 717
(90,2%) hlutu lækningu á þeim tíma.
Talað er um þennan árangur sem
mikilvægan áfanga í átt að útrým-
ingu lifrarbólgu C, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá forsvarsmönnum
átaksins þeim Sigurði Ólafssyni,
Ragnheiði Huldu Friðriksdóttur og
Magnúsi Gottfreðssyni.
Skipulagningu átaksins er lýst í
greinini í The Lancet G&H og hvern-
ig það var þróað með þverfaglegu
samstarfi þriggja sérgreina (lifr-
arlækninga, smitsjúkdómalækninga
og fíknilækninga). Helsta smitleið
lifrarbólgu C á Íslandi er samnýting
áhalda hjá þeim sem neyta fíkniefna í
æð. Rekja má meirihluta nýrra og
eldri smita til slíkrar notkunar.
Öllum sem greinst höfðu með
sjúkdóminn var boðin lyfjameðferð í
átakinu. Markmiðið var að útrýma
sjúkdómnum sem meiri háttar lýð-
heilsuvandamáli fyrir árið 2030 í
samræmi við markmið Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar (WHO).
Þrátt fyrir þann mikla árangur sem
náðist hér greinast enn ný lifr-
arbólgu C-smit og tekið er fram að
þeir sem læknast geta smitast á ný.
„Við höfum haldið fjöldann allan
af erindum um átakið og kynnt mörg
vísindaágrip á alþjóðlegum ráð-
stefnum á undanförnum árum. Það
hafa margir leitað til okkar og horft á
hvernig við nálgumst þetta vanda-
mál. Við höfum líka lært af öðrum,“
sagði Sigurður Ólafsson, umsjón-
arlæknir lifrarlækninga á Landspít-
alanum, sem hefur verið í forsvari
fyrir verkefnið.
Hann sagði að sú þverfaglega
nálgun sem hér var beitt og sam-
vinna við fíknilækningar á Vogi hafi
gert kleift að bjóða þessa þjónustu
þeim sem sprauta sig með vímuefn-
um í æð. Sá hópur hefur víða annars
staðar orðið út undan eða verið úti-
lokaður frá meðferð. „Augu lækna og
annarra eru víða að opnast fyrir því
að það er nauðsynlegt að nálgast
þennan sjúklingahóp ef á að ná tök-
um á þessu vandamáli,“ sagði Sig-
urður. Hann sagði mikilvægt að
halda þessu starfi áfram. Auk þess að
gefa lyf þurfi að beita forvörnum og
öflugri fíknimeðferð.
Lyf fyrir tíu milljarða króna
Verkefnið hófst að frumkvæði
lækna á Landspítala. Bandaríska
lyfjafyrirtækið Gilead féllst á að veita
án endurgjalds aðgang að öflugum
en afar dýrum lyfjum. Samningur til
þriggja ára var framlengdur og gildir
út þetta ár. Áætlað er að markaðs-
virði umræddra lyfja sem Íslend-
ingar hafa fengið frá upphafi átaks-
ins geti numið allt að tíu milljörðum
íslenskra króna. Skjólstæðingar
átaksins hafa fengið lyfin án endur-
gjalds. Miklar takmarkanir eru á
notkun þeirra víða um heim vegna
mikils kostnaðar. Þessi lyf hafa vald-
ið straumhvörfum í meðferð lifr-
arbólgu C.
Ísland í forystu í bar-
áttu við lifrarbólgu C
Morgunblaðið/Eggert
Upphafið Sigurður Ólafsson, umsjónarmaður lifrarlækninga á Landspít-
ala og fyrsti höfundur greinarinnar, þegar átakið var kynnt haustið 2015.
Þverfagleg skaðaminnkandi
nálgun sem beitt var með
nánu samstarfi Landspítala
og SÁÁ í átakinu gegn lifr-
arbólgu C gerði kleift að ná
til sjúklinga með alvarlegan
fíknisjúkdóm sem reynsla
flestra annarra landa en Ís-
lands sýnir að erfitt er að ná
til.
„Þetta er talið lykillinn að
þeim mikla árangri í meðferð
sjúklinga með lifrarbólgu C
sem lýst er í greininni. Þessi
nálgun varð einnig til þess að
samstarf um skimun og með-
ferð var komið á í fangelsum,
félagslegum úrræðum og
skaðaminnkandi úrræðum á
vegum ríkis, sveitarfélaga og
félagasamtaka sem hafa
snertiflöt við einstaklinga
sem nota vímuefni í æð,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Náðu til
fíknisjúklinga
ÞVERFAGLEG NÁLGUN