Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 32
Kanadíska sópr-
ansöngkonan Barbara
Hannigan syngur með
Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands á tvennum tón-
leikum í Eldborg á
opnunarhelgi Listhá-
tíðar í Reykjavík á
næsta ári, 3. og 4. júní 2022. Hannigan mun einnig
stjórna hljómsveitinni. Segir í tilkynningu frá skipuleggj-
endum hátíðarinnar að í mörg ár hafi verið í bígerð að fá
Hannigan til landsins og að með sameinuðu átaki
Listahátíðar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi það nú
tekist. Hannigan nýtur mikillar aðdáunar víða um heim
fyrir sönghæfileika sína og einnig sem hljómsveit-
arstjóri. Hefur hún starfað með fremstu sinfón-
íuhljómsveitum heims og frumflutt yfir 85 ný verk, þ.á
m. verk eftir György Ligeti og Hans Abrahamsen. Hún
hefur sungið í helstu óperuhúsum heims og hlotið fjölda
verðlauna, m.a. Grammy-verðlaun og Léonie Sonning-
verðlaunin árið 2020. Almenn miðasala á tónleikana
hefst á mánudaginn, 28. júní, á sinfonia.is og harpa.is.
Hannigan í Hörpu á næsta ári
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Valur tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Mjólkurbik-
ars kvenna í knattspyrnu. Valur fór til Vestmannaeyja í
8-liða úrslitum og lagði ÍBV að velli 1:0. Hinir þrír leik-
irnir í 8-liða úrslitunum eru á dagskrá í kvöld.
Fjögur úrvalsdeildarlið úr Reykjavík komust áfram í
16-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni karla í gær: Víkingur,
Valur, KR og Fylkir. Úrvalsdeildarlið úr Reykjavík er hins
vegar úr leik því Leiknir úr Breiðholti tapaði fyrir Val á
Hlíðarenda 2:0. »27
Bæði Valsliðin komust áfram í
Mjólkurbikarkeppnunum í gær
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Allt virðist leyfilegt til orðs og æðis
um þessar mundir og ekkert kemur á
óvart. Ekki einu sinni jólaball í júní
enda aðeins sex mánuðir til jóla.
„Okkur langaði til þess að gera eitt-
hvað í tilefni 20 ára afmælis Litlu
jólabúðarinnar og vissum að jólaball
væri skemmtilegast fyrir börnin,“
segir Anne Helen Lindsay, en hún og
Gunnar Hafsteinsson, eiginmaður
hennar, eiga og reka búðina.
Fyrstu fimm árin voru hjónin með
verslunina í bílskúr hjá sér á Grund-
arstíg og þá var oft glatt á hjalla í
jólalega skreyttum garðinum en síð-
an hefur hún verið á Laugavegi 8.
Fyrir nokkrum árum opnuðu þau
Litlu gjafabúðina í húsnæðinu við
hliðina og frá því að kórónuveiru-
faraldurinn skall á í mars í fyrra með
samkomutakmörkunum í kjölfarið
hafa þau staðið vaktina hvort í sinni
búðinni en eru nú með þrjár stúlkur í
vinnu. „Ég neitaði að loka,“ segir
Anne Helen.
Grýla og jólasveinar
Jólaballið verður eins og önnur
jólaböll. Skjóla stjórnar ballinu, Leik-
hópurinn Lotta skemmtir, tónlist-
armenn spila jólalög, dansað verður í
kringum skreytt jólatré fyrir framan
búðina á Laugaveginum, jólasvein-
arnir Skyrgámur og Hurðarskellir
koma í heimsókn, Grýla verður á
staðnum og sér til þess að strákarnir
skili sér aftur upp í fjallið og börnum
verður boðið upp á góðgæti. „Við ætl-
um að eiga skemmtilegan dag, hvern-
ig sem veðrið verður, og halda okkar
afmælisveislu,“ segir Anne Helen, en
skemmtunin verður frá klukkan 16 til
17 á morgun.
„Jólasveinarnir fá að koma ein-
göngu vegna þess að það er afmæli
Jólabúðarinnar,“ leggur Anne Helen
áherslu á. „Þeir koma í afmælið en
fara svo strax aftur og láta ekki sjá
sig aftur fyrr en á hefðbundum tíma
skömmu fyrir jól. Þeir eru auðvitað
almennt bara á ferðinni í kringum
jólin.“
Ferðamenn voru ekki á hverju
strái fyrir aldamót en engu að síður
vann Anne Helen lengi í ferðabrans-
anum. Þegar hún missti vinnuna
stofnaði hún eigið fyrirtæki og flutti
inn vörur til að selja í túristabúðum.
Þær voru fáar, markaðurinn lítill og
salan ótrygg. „Búðirnar hættu að
kaupa inn á haustin og þá datt mér í
hug að opna litla jólabúð. Í fyrstu
hugsaði ég hana bara í tvo mánuði á
ári en ferðamönnum fjölgaði, salan
jókst og fljótlega var þetta orðin
heilsársverslun.“
Stórt furutré í miðjum bakgarð-
inum á Grundarstíg var skreytt allt
árið og fígúrur voru úti um allt. „Út-
lendingum þótti stórmerkilegt að
koma í þennan blómagarð á sumrin
og sjá skreytt jólatréð. Ákefðin var
orðin svo mikil að við höfðum engan
frið, jafnvel á kvöldin var bankað og
óskað eftir að við opnum búðina.
Áreitið varð til þess að við urðum að
flytja verslunina og hérna höfum við
gengið í gegnum ýmislegt; banka-
hrun, þrjú eldgos og Covid, en alltaf
stöndum við vaktina.“
Anne Helen segir að verslunin hafi
unnið hug og hjörtu ferðamanna. „Ís-
lensku jólasveinarnir 13, Grýla og
Leppalúði vekja sérstaka athygli. Við
gefum okkur tíma til að segja sögur
af þeim og þjónustulundin örvar söl-
una. Hún er ástæðan fyrir velgengn-
inni í 20 ár.“ Í því sambandi nefnir
Anne Helen að árin 2018 og 2019 hafi
verið opið frá klukkan 10 á morgnana
til klukkan níu á kvöldin alla daga.
„Svo datt allt niður í Covid, en við er-
um farin að brosa á ný og nýliðin
helgi minnti mig svolítið á árin fyrir
Covid.“
Auðvitað jólaball í júní
- Haldið upp á 20 ára afmæli Litlu jólabúðarinnar að hætti hússins
Morgunblaðið/Eggert
Jól Anne Helen Lindsay og Gunnar Hafsteinsson í Litlu jólabúðinni.
Fígúrur Mismunandi jólasveinar ásamt fylgdarliði vekja athygli allt árið.