Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Calia Pier
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
Stakir sófar:
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Tungusófi
með rafmagni í sæti
615.000 kr.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna skiptust á að gagnrýna stjórn-
völd í Ungverjalandi á leiðtogafundi
sínum í Brussel í gær. Harðasta
gagnrýnin kom frá Mark Rutte,
forsætisráðherra Hollands, sem
sagði nýja lagasetningu Ungverja
sem bannaði fræðslu um málefni
hinsegin fólks í skólum þýða að
landið ætti ekkert erindi í Evrópu-
sambandið lengur.
Rutte sagði hins vegar að hann
væri ekki einráður þar um, heldur
væru 26 önnur ríki sem þyrftu að
vera sammála um að knýja Ung-
verja til að fella lögin úr gildi eða
vísa þeim úr sambandinu.
Viktor Orban, forsætisráðherra
Ungverjalands, sagði hins vegar að
kollegar sínir hefðu misskilið laga-
setninguna. Sagði Orban að henni
væri ekki beint gegn hinsegin fólki,
heldur væri henni ætlað að verja
réttindi barna og foreldra.
Leiðtogar sautján aðildarríkja
undirrituðu hins vegar í gær bréf,
þar sem þeir fordæmdu „ógnir
gegn grundvallarréttindum“ og
nefndu þar sérstaklega að ekki
mætti mismuna fólki á grundvelli
kynhneigðar. Ítrekuðu leiðtogarnir
17 þar með fyrri afstöðu sína, sem
þeir lýstu yfir í aðdraganda fund-
arins.
Auk Rutte voru leiðtogar Frakk-
lands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar
á meðal þeirra sem stóðu að yfirlýs-
ingunum tveimur, en þar sögðust
þeir hafa „alvarlegar áhyggjur“ af
lagasetningunni.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti sagði hins vegar í gær að
hann teldi varhugavert að krefjast
þess að önnur ríki felldu lög sín úr
gildi. Sagði Macron þó að sér virtist
sem lögin stæðust alls ekki þau
grundvallargildi sem Evrópusam-
bandið stæði fyrir.
Hyggjast kæra löggjöfina
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, lýsti því yfir í fyrradag að
framkvæmdastjórnin hygðist kæra
löggjöfina, þar sem hún mismunaði
fólki augljóslega á grundvelli kyn-
hneigðar.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Ruttes
eru engar heimildir í stofnsáttmál-
um ESB fyrir brottvísun aðildar-
ríkja. Sambandið gæti hins vegar
rekið mál fyrir Evrópudómstólnum,
sem gæti þá lagt á sektir.
Þá er heimild fyrir því að skerða
réttindi aðildarríkja, samþykki öll
hin ríkin það, en talið er að Pólverj-
ar myndu beita neitunarvaldi á allar
slíkar tilraunir, en pólsk stjórnvöld
hafa átt í útistöðum við fram-
kvæmdastjórnina vegna umdeildra
umbóta á réttarkerfi landsins.
AFP
Regnbogalitir Ráðhús Brussel og önnur hús í miðborginni voru sveipuð
regnbogalitum í fyrrakvöld í mótmælaskyni við ungversku löggjöfina.
Eigi ekki lengur heima í ESB
- Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gagnrýnir Ungverja harðlega fyrir lög-
gjöfina - Orban segir málið á misskilningi byggt - ESB hyggst kæra Ungverja
Kona lést og hátt í hundrað var
saknað í gær eftir að tólf hæða
íbúðarhús í bænum Surfside í Flór-
ída-ríki hrundi að hluta til. Leituðu
björgunarmenn logandi ljósi í rúst-
unum að eftirlifendum í kjölfar
hrunsins, en um 55 íbúðir eyðilögð-
ust í því.
Að minnsta kosti fjórtán manns
var bjargað úr rústunum í gær.
Talið var að leitaraðgerðir gætu
staðið yfir í heila viku hið minnsta,
en á meðal þeirra sem saknað var
voru fjórir Argentínumenn, þar af
ein sex ára gömul stúlka.
Ekkert var vitað um ástæður
þess að byggingin hrundi svo
skyndilega, en bæjaryfirvöld í Surf-
side töldu að ekki hefði verið um
sprengingu að ræða. Sjónarvottar
lýstu hins vegar miklum drunum
þegar atvikið varð.
Fjölda saknað
eftir að hús hrundi
AFP
Hrun Aðkoman var skelfileg eftir að byggingin hrundi til grunna.
Að minnsta kosti 64 létust og 180
særðust í loftárás eþíópíska hersins
á markað í Tigray-héraði í norður-
hluta Eþíópíu. Talsmaður hersins
sagði að skotmark árásarinnar hafi
verið uppreisnarmenn. Meðal lát-
inna eru þó börn og óbreyttir borg-
arar. Átök í Tigray-héraði hafa
verið hörð undanfarna mánuði en
þau hófust í nóvember síðastliðnum
þegar eþíópíski herinn réðst inn í
héraðið til að koma þáverandi leið-
toga þess frá völdum. Sameinuðu
þjóðirnar hafa kallað eftir rann-
sókn á loftárásinni.
EÞÍÓPÍA
AFP
Árás Börn eru meðal látinna og særðra.
64 létust í loftárás
í Tigray-héraði
Spænsk stjórn-
völd hófu í gær
rannsókn á and-
láti Johns McA-
fee, höfundar
tölvuvarna-
forritsins Mc-
Afee, en hann
lést í fyrrakvöld í
fangaklefa sínum
í Barcelona, þar
sem hann beið þess að vera fram-
seldur til Bandaríkjanna fyrir
skattalagabrot.
Lík hans var uppgötvað um
kvöldmatarleytið og sagði tals-
maður fangelsismála Spánar að svo
virtist sem McAfee hefði fallið fyrir
eigin hendi.
McAfee, sem var 74 ára, var
handtekinn í október síðastliðnum,
en hann var sakaður um að hafa
vísvitandi vanrækt að senda inn
skattskýrslur fyrir árin 2014-2018,
þrátt fyrir að hann hefði þénað
milljónir bandaríkjadala. Lá allt að
30 ára fangelsi við brotum hans.
SPÁNN
Hefja rannsókn á
andláti McAfees
John McAfee
„Ég vil bara fá líf mitt til baka. Þetta
hafa verið þrettán ár, og það er
nóg,“ sagði bandaríska popp-
söngkonan Britney Spears meðal
annars í framburði sínum í fyrrinótt,
en Spears krafðist þess að dómari í
Los Angeles myndi binda endi á lög-
ræðissviptingu hennar. Jamie
Spears, faðir Britney, hefur farið
með öll málefni hennar frá árinu
2008, eftir að söngkonan fékk tauga-
áfall í kjölfar hjónaskilnaðar og for-
ræðisdeilu.
Vitnisburður Spears, sem er 39
ára gömul, stóð yfir í um tuttugu
mínútur og beið hópur aðdáenda
hennar fyrir utan réttarsalinn og
krafðist þess að Spears yrði „frels-
uð“ frá föður sínum.
Meðal þess sem kom fram í vitn-
isburði söngkonunnar var að faðir
hennar hefði komið í veg fyrir að
hún gæti fjarlægt lykkjuna úr lík-
ama sínum, þrátt fyrir að hana lang-
aði í fleiri börn. Sagðist Spears núna
glíma við þunglyndi og að hún gréti
á hverjum degi.
Þá sagði Spears föður sinn hafa
neytt hana til að taka inn geðlyfið
liþíum eftir að hún neitaði að hefja
aðra runu tónleika í Las Vegas, eftir
að hafa komið þar fram á reglu-
legum tónleikum í fjögur ár. Sagði
Spears að faðir hennar„nyti þess“ að
hafa öll yfirráð yfir henni, og að hún
hefði í raun yfirkeyrt sig á vinnu, svo
að aðrir gætu hirt hagnaðinn þar af.
Málefni söngkonunnar vöktu at-
hygli síðastliðinn febrúar þegar ný
heimildamynd birtist í Bandaríkj-
unum þar sem farið var rækilega yf-
ir feril Spears og lögræðissviptingu
hennar. Hafa fjölmargir af aðdáend-
um hennar kallað eftir því að bund-
inn verði endir á það fyrirkomulag,
og mun söngkonan krefjast þess að
ef hún fái ekki lögræði sitt, að lög-
manni hennar verði falið það í stað
föður hennar.
Vitnisburðurinn olli nokkru um-
tali vestanhafs, og stigu nokkrar
stórstjörnur fram og lýstu yfir
stuðningi við baráttu söngkonunnar.
Þar á meðal var Justin Timberlake,
fyrrverandi kærasti Spears, en hann
sagði að enginn ætti skilið þá með-
ferð sem söngkonan hefði fengið.
Segir nóg komið af lögræðissviptingu
- Söngkonan Britney Spears ber föð-
ur sinn þungum sökum í vitnisburði
AFP
Britney Spears Aðdáendur Spears
mótmæltu fyrir utan réttarsalinn.