Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Útför í kirkju
Allt um
útfarir
utforikirkju.is
✝
Gunnlaugur
Björnsson var
fæddur að Hrapps-
stöðum í Víðidal 24.
mars 1937. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnuninni
á Akranesi 9. júní
2021. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja, sem ætt-
uð var frá Gröf í
Lundarreykjadal, f. 1892, d.
1972, og Björn Jósefsson, bóndi
að Hrappsstöðum, f. 1896, d.
1971. Systkini Gunnlaugs eru:
Tryggvi, f. 1919, d. 2001, Guðrún
Ingveldur, f. 1921, d. 2001,
óskírð stúlka, f. 1922, d. 1923,
Jósefína, f. 1924, d. 2017, Ásgeir
Bjarni, f. 1925, d. 2009, Sig-
urvaldi, f. 1927, d. 2009, Stein-
björn, f. 1929, d. 2019, Guðmund-
ína Unnur, f. 1931, Álfheiður, f.
1931, d. 2012 og Sigrún Jóney, f.
1933, d. 2021. Uppeldisbróðir
Gunnlaugs var Ásgeir Jóhanns-
son Meldal, f. 1940, d. 2004.
Árið 1966 kvæntist Gunn-
laugur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigrúnu Þórisdóttur, f. 15.
ágúst 1945. Foreldrar hennar
voru hjónin Eva Karlsdóttir og
Þórir Magnússon Syðri Brekku.
vinna við brúarsmíði á sumrin.
Árið 1963 festi Gunnlaugur
kaup á jörðinni Nípukoti í Víði-
dal og bjó þar síðan með fé og
hross. Búskapurinn var honum
hugleikinn og var í senn atvinna
hans og áhugamál. Meðfram bú-
skapnum stundaði hann aðra
vinnu; vann á jarðýtu á sumrin
og í sláturhúsinu á Hvamms-
tanga á haustin. Árið 2011 tók
Þórir Óli, sonur hans, jörðina á
leigu, en áfram starfaði Gulli að
búskapnum eftir því sem starfs-
kraftar leyfðu.
Þátttaka í félagsstörfum var
Gunnlaugi eðlislæg. Hann tók
þátt í enduruppbyggingu Víði-
hlíðar, var lengi í skemmtinefnd
Ungmennafélagsins Víðis og í
einnig í húsnefnd Víðihlíðar.
Hann var í sóknarnefnd Víði-
dalstungukirkju 1985-1989.
Gulli var einn af stofnendum
Hrossaræktarfélags Þorkels-
hólshrepps og sat í stjórn þess
félags. Einnig var hann í Hesta-
mannafélaginu Þyt.
Frá unga aldri fór Gunnlaug-
ur í göngur. Hann var um árabil
leitarstjóri í stóðsmölun,
gangnastjóri í seinni göngum og
á árunum 1988-2008 var hann
gangnastjóri fyrri gangna á
Víðidalstunguheiði. Gulli var
áhugasamur um ástand og nýt-
ingu heiðarinnar og átti góðar
stundir fram til heiða í göngum,
heiðaferðum og veiðiferðum.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Víðidalstungukirkju í dag, 25.
júní 2021, kl. 14.
Börn Gunnlaugs og
Sigrúnar eru: 1.
Eva, f. 3. apríl
1969. Maki Sverrir
Berg, f. 16. sept-
ember 1969. Börn
þeirra eru a) Gunn-
laugur, f. 12. apríl
1995 og b) Heiðrún,
f. 9. janúar 1999. 2.
Sigurður Björn, f.
5. nóvember 1976.
Fyrrverandi eigin-
kona er Hrefna Samúelsdóttir, f.
15. maí 1976. Börn þeirra eru a)
Ingvar Óli, f. 30. október 2002,
b) Einar Örn, f. 2 mars 2006, og
c) Hafþór Ingi, f. 26. október
2010. 3. Þórir Óli, f. 14. ágúst
1980.
Gunnlaugur ólst upp á
Hrappsstöðum til tíu ára aldurs,
en flutti þá til Akraness með for-
eldrum sínum. Hann var í barna-
skóla á Akranesi, en á unglings-
árunum tók vinnan við af skóla-
göngunni.
Hann vann við að beita og var
á sjónum nokkrar vertíðir. Eftir
að hann flutti suður kom hann
norður í Víðidal á vorin og var
sumarlangt hjá Ínu, systur sinni,
og Hannesi, manni hennar, sem
bjuggu í Galtanesi. Þegar Galta-
nesárunum lauk fór Gulli að
Kveðja frá Einari til afa.
Ég var oft í Nípukoti og gerði
þá ýmislegt með afa. Þegar ég
var lítill fékk ég að vera í rúllu-
vélinni þegar afi var að rúlla.
Mér fannst mjög gaman að
fylgjast með hvernig afi stjórn-
aði tækjunum og rúllurnar urðu
til. Ég var stundum að hjálpa
afa í girðingarvinnu við að bera
staura og rúlla niður neti og
gaddavír. Svo vorum við oft
saman að vinna í fjárhúsunum.
Þegar afi var orðinn lasinn og
gat ekki gert mjög mikið langaði
hann samt til að fara í fjárhúsin.
Þá gat hann merkt kindurnar
þegar verið var að gera eitthvað
í fjárhúsunum. Stundum þurfti
hann að vera með hækjur og þá
var ég að hjálpa honum. Afa
fannst líka gaman að fara í rétt-
irnar til að sjá kindurnar þegar
þær komu af heiðinni. Einu
sinni var hann á fullu að draga
kindurnar, seinna stóð hann við
hliðið á dilknum, fylgdist með
okkur draga og hleypti kindun-
um inn. Afi kom alltaf til okkar á
gamlárskvöld og þá fannst okk-
ur báðum gaman að horfa á
brennuna og flugeldana.
Takk fyrir samveruna, afi
minn,
Einar Örn Sigurðsson.
Þá hefur Gulli frændi í Nípu-
koti, föðurbróðir minn, kvatt
þessa jarðvist en síðustu árin
voru honum erfið þegar líkam-
legt þrek hans var þrotið. Hann
eins og öll systkinin frá Hrapps-
stöðum, þekktu ekki annað en
að vinna og þau skiluðu öll miklu
ævistarfi. Þegar Gulli lést voru
ekki liðnar nema nokkrar vikur
frá því að Jóney systir hans lést
og nú er einungis Unnur á lífi af
þeim systkinum frá Hrappsstöð-
um. Gulli er einn af eftirminni-
legustu og skemmtilegustu
mönnum sem ég hef kynnst og
umgengist um ævina. Ég var
svo heppinn að eiga margar
ánægjustundir með Gulla en
reyndar voru allar stundir með
honum ánægjustundir og það
var aldrei leiðinlegt þar sem
Gulli var. Stundirnar með Gulla
tengdust nær allar búskap og þá
aðallega göngum á Víðidals-
tunguheiði en ég var svo hepp-
inn að fara í margar göngur,
bæði fyrri og seinni göngur, með
Gulla og var hann gangnastjóri í
mörgum þeirra. Ég fullyrði að
hverjar göngur með Gulla voru
á við marga sálfræðitíma þó þeir
geti verið góðir. Gulli vildi að
menn kláruðu sína göngu og ef
menn gerðu það var hann
ánægður. Hann þoldi það hins
vegar mjög illa ef menn stóðu
sig ekki vel og hann gat ekki
fyrirgefið það ef menn skildu
eftir skepnur nema gildar
ástæður væru fyrir því. Þegar
Gulli var fyrst gagnastjóri voru
ekki margar konur í göngum en
þeim fjölgaði með árunum en
það breytti engu hjá Gulla því
hann ávarpaði gangnamenn
ávallt með því að segja piltar
mínir. Konurnar tóku þessu
ekki illa enda tók því enginn illa
sem Gulli sagði enda ekki hans
háttur að tala illa til fólks eða
um fólk. Gulli var mikill húm-
oristi og mörg gullkornin komu
frá honum. Ég man eitt sinn
þegar við vorum að koma úr
göngum og stoppað var til að
borða nesti að einn úr hópnum
var að borða hrökkkex og ég sá
að Gulli horfði á manninn og
þótti greinilega undarlegt að
menn væru að borða slíka fæðu
í göngum og síðan sagði hann
sjáið hvað maðurinn er að éta
og þótti greinilega ekki mikið
til fæðunnar koma. Enda held
ég að Gulli hafi verið einn af
þeim sem töldu að íslenskur
þjóðlegur matur væri það eina
sem menn ættu yfirleitt að
leggja sér til munns. Þegar eitt-
hvað gekk ekki eins og það átti
að ganga sagði Gulli gjarnan
Guð minn almáttugur og það
orðatiltæki held ég að margir
sem hafa umgengist Gulla noti
enn þá og þar á meðal ég með
Gulla frænda í huga. En það er
gert með góðum huga eins og
allt annað sem tengist Gulla.
Ég var einnig svo heppinn að
vera í heyskap með Gulla tvö
sumur í Nípukoti fyrir um 40
árum. Þetta voru ein bestu
sumur sem ég hef átt um ævina.
Þá var aldrei lognmolla og aldr-
ei leiðinlegt enda var návist við
Gulla þá eins og alltaf sálarbót.
Góðar minningar um Gulla
frænda munu lifa í mínum huga
og fjölda annarra um ókomna
framtíð. Það léttir öllum lund-
ina að rifja upp skemmtilegar
sögur af Gulla enda eru það
bara góðar sögur.
Ég sendi Sigrúnu, Evu, Sig-
urði Birni, Þóri Óla og barna-
börnum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Guð blessi
minningu Gulla frænda.
Ingi Tryggvason.
Í dag verður nágranni minn
Gunnlaugur Björnsson í Nípu-
koti jarðsunginn. Gulli hefur
staðið mér næst alla mína ævi
utan fjölskyldu. Það er stutt á
milli bæjanna í „Aldingarðin-
um“ og var því ávallt mikill
samgangur. Á meðan mjólkur-
framleiðsla var heima var alltaf
komið af hinum bæjunum til að
ná í mjólkurvörurnar sem komu
með mjólkurbílnum og var þá
oftast komið inn í kaffi og farið
yfir það helsta sem var á döf-
inni og var þá ekki komið að
tómum kofunum þar sem Gulli
var. Hann fylgdist vel með öllu
sem í hans samfélagi var að
gerast, hafði metnað til að vel
farnaðist og vildi leggja góðum
málefnum lið. Gulli keypti ung-
ur jörðina Nípukot í Víðidal og
kom þar upp mjög myndarlegu
búi. Hann helgaði jörðinni lífs-
starf sitt, vann þó nokkuð á
jarðýtu á yngri árum og fór
lengi í sláturvinnu á haustin.
Gulli var í raun athafnamaður í
orðsins fyllstu merkingu, ekk-
ert að tvínóna við hlutina held-
ur vildi hann þegar búið var að
ákveða að gera eitthvað að í það
væri bara gengið og það strax.
Hann var sannur ungmenna-
félagsmaður, starfaði lengi í
skemmtinefnd Umf. Víðis og
eins sem formaður húsnefndar
félagsheimilisins Víðihlíðar. Á
öðrum vettvangi var hann líka
mikilvirkur, hann var gangna-
stjóri í áratugi í göngum á Víði-
dalstunguheiði, sannur foringi
og nýttist atorkusemin þar hon-
um vel. Sem nágranni reyndist
Gulli okkur á Þorkelshóli af-
skaplega vel, alltaf boðinn og
búinn til að hjálpa ef aðstoðar
þurfti við og var það eins og
hann fyndi það á sér ef hans
væri þörf. Gulli átti það til að
rugla orðatiltækjum svolítið
saman en var orðheppinn og
átti létt með að fá hlátur að
launum og hafði raunar mjög
gaman af því að fá fólk til að
hlæja. Margt áttum við saman
að sælda sem ekki verður hér
samantekið en við þessi lok
okkar samveru er það fyrst og
fremst þakklæti sem kemur í
hug mér fyrir allt traustið,
hjálpina og þægileg samskipti.
Minning um góðan félaga lifir.
Ykkur, Sigrún, Eva, Sigurður
Björn, Þórir Óli og barnabörn-
unum, votta ég mína samúð og
samhug.
Júlíus Guðni Antonsson.
Gunnlaugur
Björnsson
✝
Guðrún
Ágústa Svein-
björnsdóttir fædd-
ist 12. september
1934 í Litlu-Ávík.
Hún lést 26. des-
ember 2020 á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands,
Hólmavík.
Foreldrar Guð-
rúnar Ágústu voru
Þórdís Jóna Guð-
jónsdóttir, f. 20.11. 1913, d.
10.7. 2000, og Magnús Svein-
björn Guðbrandsson, f. 15.5.
1886, d. 15.4. 1944.
Systkini:
Halla Kristinna, f. 1932, d.
1988, Sigursteinn, f. 1938,
Lýður, f. 1940, d. 2018, Sigríð-
við í september 2019 og fór þá
til Hólmavíkur.
Börn:
Þórólfur, f. 25.4. 1955,
Sveindís, f 1.6. 1957, gift Háv-
arði Brynjari Benediktssyni,
þau eiga þrjú börn og sex
barnabörn.
Sigurjón, f. 18.10. 1958, d.
8.9. 2000, hann var kvæntur
Sigríði Jónu Jóhannsdóttur,
börn þeirra eru þrjú og eitt
barnabarn.
Jóhanna, f. 2.4. 1960, gift
Stefáni Sigurðssyni, þau eiga
tvö börn og þrjú barnabörn.
Margrét, f. 7.4. 1962, gift
Kristjáni Kristjánssyni. Mar-
grét á tvö börn með fyrri
manni, Bjarna Brynjari Ing-
ólfssyni, og fimm barnabörn.
Guðrún, f. 27.8. 1966, gift
Jóhanni Áskeli Gunnarssyni,
þau eiga fimm börn og eitt
barnabarn.
Guðrún Ágústa var jarð-
sungin frá Árneskirkju í Tré-
kyllisvík þann 19.6. 2021.
ur Anna, f. 1943,
d. 2015, Svein-
björn, f. 1944, d.
2012.
Sammæðra: Jón
Guðbjörn Guð-
jónsson, f. 1952.
Guðrún Ágústa
giftist Guðfinni
Ragnari Þórólfs-
syni, f. 4.7. 1926,
d. 1.1. 1981,
bónda, sparisjóðs-
stjóra og landpósti. Þau gift-
ust 10.7. 1954 og hófu búskap
á Kjörvogi en fluttu svo í Ár-
nes.
Guðrún Ágústa bjó í Árnesi
frá 1956 til 1982 og flutti þá í
Kaupfélagshúsið í Norðurfirði
þar til hún þurfti umönnunar
Elsku Gústa.
Ég hef það ekki í mér að
skrifa minningargrein en lang-
ar að skrifa þér bréf.
Ég þakka þér góðu stund-
irnar og einnig þær sorglegu.
Ég kynntist Sigurjóni, syni
þínum, í des. ’88 í Kjallaranum
er hann sleit tölu af jakkanum
mínum og ég lét hann sauma
töluna á fullviss um að hann
kynni ekki að festa tölu, en
þetta kvöld geymdi ég nál og
tvinna í töskunni minni og talan
er ennþá föst. Þetta var upp-
hafið af okkar kynnum. Þú
tókst á móti mér opnum örm-
um.
Mín fyrsta upplifun við að
hitta þig var þessi; brosið, hlát-
urinn, glettnin og þú varst
ennþá þessi bóndakona sem ég
hafði lesið um í bókum, sem
settist síðust við matarborðið
og byrjaðir ekki sjálf að borða
fyrr en allir voru búnir að fá
sér. Farið í búrið, sagðirðu, þið
verðið að fá ykkur eitthvað, það
er nóg til. Já, þar var alltaf nóg
til.
Allir hlutir voru vel nýttir.
Pokar og fleira þvegið, þurrkað
og nýtt. Ekki má gleyma jóla-
gjafapokunum, þar varstu langt
á undan þinni samtíð. Við
hringdumst á til að leita frétta
af fólkinu okkar. Þú tókst á
móti okkur á sumrin fram á
haust þegar leitir voru.
Svo er það handavinnan,
kona góð, þú varst snillingur í
höndunum alveg sama hvað þú
gerðir, saumaðir, prjónaðir,
málaðir á postulín eða bakaðir.
Krakkarnir mínir, ég, pabbi,
Mæja systir og fjölskylda fengu
senda sokka frá þér um jólin.
Þú varst eins og ég sagði áðan,
svona sögupersóna úr gömlum
sögum þar sem húsmóðirin gat
allt, gerði allt og allir dáðust
að. Þú komst 1-2 sinnum á ári
suður að kíkja á okkur og það
var alltaf gaman.
Hef oft hugsað til þín, Gústa
mín, hvernig þú áorkaðir öllu
sem þú gerðir, hvort sem þú
varst bóndakona eða komin til
Norðurfjarðar og vannst í fisk-
inum, Sparisjóðnum, sláturtíð-
inni og auðvitað með heimili, og
öll handavinnan og allt hitt sem
þú áorkaðir!
Dáist að þér, mín kæra
Gústa!
Svo kom eitt áfallið þegar
Sigurjón dó. Þú misstir mann-
inn þinn 20 árum fyrr. Man þú
sagðir við mig, að missa mak-
ann sinn væri sárt og erfitt en
að missa barnið sitt sem ætti
að lifa mann það væri annað.
Og hvernig þú tókst á þessu
skil ég ekki. Þú varst ótrúleg.
Þegar við heyrðumst í síman-
um, ég grátandi, yfirbuguð og
þú þessi sefandi kona í síman-
um: já, Sirrý mín, við ráðum
þessu ekki, en lífið heldur
áfram.
Já, lífið hélt áfram og enn
héldu símhringingarnar að ber-
ast á milli okkar og við upp-
lýstum hvor aðra um okkar
nánustu. Svo fór nú að bera á
krankleika hjá þér, mín kæra.
Ef maður spurði þig hvernig þú
værir þá sagðir þú aldrei að
þér liði illa, en svörin voru
kannski á þessa leið: jú, bara
svona og svona, þetta er allt í
lagi. En veikindin héldu áfram
og þú varðst slappari og slapp-
ari og best var fyrir þig að vera
á sjúkraheimilinu á Hólmavík
undir eftirliti. Símtölin okkar
urðu færri og færri.
Svo kom símtalið að morgni
annars í jólum 2020 frá Sveind-
ísi, að nú værir þú sofnuð
svefninum langa og komin til
þíns maka og sonar sem hafa
tekið vel á móti þér, trúi ég.
Minningin um þig lifir í
hjarta mér.
Takk fyrir að hafa eignast
Sigurjón minn, föður barnanna
minna.
Takk fyrir allt, elsku Gústa
mín!
Kveðja
Sigríður Jóna (Sirrý).
Elsku amma,
ég held að ég hafi aldrei sagt
þér að mín allra fyrsta minning
á sér stað hér, heima í Norð-
urfirði, í eldhúsglugganum hjá
þér. Litlu, þriggja ára mér, var
lyft uppí gluggann til að vinka
pabba. Í minningunni ert þú
hjá mér, amma, mamma og Ey-
rún. Hvern hefði grunað að
þetta yrði síðasta sinn sem við
sæjum hann á lífi.
Mín önnur minning gerist
nokkrum klukkustundum síðar.
Við sitjum öll inni í herbergi
hjá þér, höldum utan um hvert
annað og grátum þessar hræði-
legu fréttir.
Þrátt fyrir þessar tvær sorg-
legu minningar, eru allar aðrar
minningar mínar héðan, og með
þér elsku amma, yndislegar.
Alltaf fylltist ég yfirgnæf-
andi spennu þegar kom að því
að fara í heimsókn til ömmu
norður á Strandir. Að keyra
inn á Strandinar og sérstaklega
inn Norðurfjörðinn, þá finnst
mér ég vera komin heim, en
stór ástæða þess varst þú.
Að sjá þig bíða eftir okkur,
stundum í eldhúsglugganum,
stundum úti á plani, var æð-
islegt. Brosið þitt, hlátur og
röddin fylltu mig gleði og ró.
Þú áttir alltaf nóg af hinu ýmsa
góðgæti og byrjaðir alltaf á því
að reka okkur inn í búr eftir
bita. Svo sátum við og spjöll-
uðum um lífið og tilveruna,
spiluðum og lékum okkur.
Áhugasöm horfði ég á þig
verka fiskinn, sem kom beint af
sjónum, í eldhúsvaskinum.
Betri fisk hef ég enn þann dag í
dag ekki smakkað.
Þú gerðir handa okkur alls
konar heimaunnið föndur,
sokka og vettlinga. Þú gafst
okkur jóladiska og könnu,
handmálaða af þér, sem eru í
uppáhaldi hjá mér.
Þú varst full af sögum og
fróðleik. Ég elskaði að hlusta á
þig segja frá lífinu í sveitinni.
Eins og þegar þú sagðir mér
frá því þegar þið genguð
Naustvíkurskörð að Naustvík
þar sem þið tókuð bát inn í
Djúpuvík fyrir dansleiki. Síðan
þá hefur mig alltaf langað að
ganga þar yfir og mun gera
einn daginn.
Rafn Arnar Guðjónsson
deildi viðtali í vikunni sem tek-
ið var við þig 2014. Um leið og
ég kveikti á því tók á móti mér
þinn ljúfi hlátur og þín blíða
rödd. Þá yfirtók mig hlýja við
að heyra í þér, en um leið sorg
þegar ég man að ég fæ ekki að
knúsa þig aftur.
Í skátahreyfingunni tölum
við um að einstaklingur sem
farinn er yfir móðuna miklu sé
farinn heim. Nú er sál þín farin
heim, þangað sem Finnur afi og
pabbi hafa eflaust tekið vel á
móti þér. Jarðneskar leifar þín-
ar eru komnar heim í sveitina.
Eftir lifir minning þín og ljós í
hjarta okkar sem eftir sitjum.
Ég vil þakka þér fyrir allar
þær stundir og minningar sem
við eigum saman. Þær lifa
áfram í hjarta mér.
Elsku amma,
takk fyrir mig og velkomin
heim.
Hafdís Jóna
Sigurjónsdóttir.
Guðrún Ágústa
Sveinbjörnsdóttir