Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 6

Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Traust Fagmennska Árangur YFIR 30 ÁRA REYNSLA Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur / www.FASTLIND.is ELÍAS HARALDSSON Löggiltur fasteignasali S: 777 5454 elias@fastlind.is Miðbæjarfélagið í Reykjavík hóf í gær að færa rekstraraðilum við Laugaveg og Skólavörðustíg alls 100 strákústa en það var athafnamaðurinn Bolli Krist- insson sem styrkti félagið til að kaupa kústana. Með þessu vilja liðsmenn félagsins hvetja borgaryfirvöld til að sinna betur hreinsunarstarfi í miðbænum, borgin sé að þeirra mati illa sópuð. Eins er markmið félagsins að fá rekstraraðila til að leggja sitt af mörkum til þess að hafa miðbæinn fallegan. Með bættri umhirðu megi stuðla að aukinni verslun og þjónustu í miðbænum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vilja að miðborg Reykjavíkur sé hreinni Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Skilagjald á drykkjarumbúðum úr plasti, gleri og áli hækkar í dag úr 16 krónum í 18 krónur. Skilagjald hefur fengist fyrir einnota drykkjarumbúðir frá stofnun skila- kerfisins árið 1989 og er skilagjald- ið sjálft bundið við vísitölu neyslu- verðs. Helgi Lárusson, forstjóri Endurvinnslunnar, segir þessa hækkun fylgja reglunni um að skilagjaldið sé bundið vísitölu neysluverðs. „Frá 1989 hefur það verið þannig að skilagjaldið helst í hendur við vísitölu og við erum bara að fylgja því,“ segir Helgi. Helgi bendir einnig á að þetta fyr- irkomulag sé bara einskonar sam- komulag um að flöskurnar haldi verðgildi sínu. Alþingi samþykkti hækkunina nú í vor en einnig að hækka verð á gleri og segir Helgi þetta hluta af undirbúnings- vinnu fyrir næsta ár. „Við erum að undirbúa það að endurvinna gler á næsta ári, þ.e. að allt gler verði flutt út og brætt í nýtt gler. Einu áhrifin fyrir neytendur eru að gler hækkar í verði og að skilagjaldið hækkar hjá okkur.“ Ísland var fyrst í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöru- umbúðir. Frá upphafi hefur árang- ur söfnunar verið með besta móti og eru skil í kerfinu nú um 92%. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Endurvinnslunni að umhverfis- ávinningurinn sé ígildi kolefnislos- unar sem nemur um 61 milljón kíló- metra akstri meðalbifreiðar á ári. Morgunblaðið/Eggert Meira fyrir flöskuna Nú er skilagjaldið 18 krónur á hverja flösku. Skilagjald hækk- að í 18 krónur - Gjaldið er bundið vísitölu neysluverðs Helgi Lárusson Seljendur og kaupendur takast hart á um verð á minkaskinnum á júní- uppboði í uppboðshúsinu Kopen- hagen Fur í Kaupmannahöfn. Upp- boðshúsið dregur frekar skinn til baka heldur en að taka verðlækkun og kaupendurnir kaupa eins lítið og þeir komast af með. Uppboðum á minkaskinnum er að ljúka á uppboðinu í Kaupmannahöfn en í gær var ekki komið endanlegt verð eða hversu hátt hlutfall fram- boðinna skinna hefur selst. Íslenskir minkabændur selja skinn sín hjá Kopenhagen Fur. Ein- ar Eðvald Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, telur að sú stefna hjá uppboðshúsinu að halda verðinu uppi sé rétt í núver- andi stöðu. Verðið hækkaði mikið á fyrstu uppboðum ársins eftir langvarandi öldudal. Einar segir gott ef það tekst að halda verðinu svipuðu og fékkst í apríl. Þá hækkaði verðið um 20% og á tveimur fyrstu uppboðum ársins tvöfaldaðist verðið. Það var talið standa undir framleiðslukostnaði í fyrsta sinn í mörg ár en þegar verst lét stóð heimsmarkaðsverðið aðeins undir um helmingi framleiðslukostn- aðar. Mikill taprekstur var á búun- um og margir loðdýrabændur hættu. Einar telur augljóst að það vanti skinn á markaðinn og framboðið verði enn minna á næstu árum. Nefna má niðurskurð alls minka- stofnsins í Danmörku. Því sé staða til að halda verðinu uppi. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppboð Íslenskir minkabændur og starfsmaður Kopenhagen Fur skoða skinn í uppboðshúsinu fyrir uppboð. Bændur eru ánægðir með stöðuna. Tekist á um verð á skinnum á uppboði - Reynt að halda sama verði og í apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.