Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála vísaði frá kæru sem henni barst vegna gerðar tveggja varnar- garða við Geldingadali. Byrjað var að reisa garðana 13. eða 14. maí síð- astliðinn. Samtökin Náttúrugrið og stjórn- arformaður þeirra persónulega kærðu gerð varnargarðanna. Gerð var sú krafa að framkvæmdirnar yrðu þegar í stað stöðvaðar og að þær ákvarðanir sem kunnu að liggja að baki þeim yrðu ógiltar. Einnig að ákvörðun yrði tekin um endurheimt fyrra ástands eftir því sem að- stæður væru til. Þá var krafist við- eigandi úrræða vegna athafnaleysis framkvæmdaraðila og Grindavíkur- bæjar. Krafan um stöðvun fram- kvæmda var svo afturkölluð 10. júní. Kæran var m.a. byggð á því að til- tekin landslög hefðu verið brotin og ekki hefði verið farið að ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslaga og laga um náttúru- vernd. Þá hefði málsmeðferðin ekki verið sú sem mælt er fyrir í lögum um ákvörðun um matsskyldu og/eða undanþágur frá umhverfismati. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu eftir skoðun máls- ins að ekki hefði verið til staðar nein sú ákvörðun, athöfn eða athafna- leysi sem sætt gæti lögmæt- isathugun nefndarinnar. Þess vegna var kærumálinu vísað frá. gudni@mbl.is Ljósmynd/Ólafur Þórisson Syðri-Meradalur Varnargarðar voru gerðir ofan við Nátthaga til að freista þess að tefja hraunstrauminn niður í dalinn. Framkvæmdin var kærð. Kærðu gerð garða - ÚUA vísaði kæru Náttúrugriða frá VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arnfirðingafélagið í Reykjavík hefur fyrir hönd björgunarmanna vél- arinnar úr Kára BA 265 fært Vestur- byggð vélina til eignar og varðveislu. Vélin hefur verið til sýnis við Gömlu smiðjuna á Bíldudal á sumrin og Vesturbyggð er nú að kanna hvaða möguleikar eru til að varðveita hana inni á vetrum. „Við strákarnir vorum á bryggj- unni á Bíldudal alla daga. Allir á mín- um aldri og eldri menn eiga sterkar minningar um það þegar Jón á Gró- hólum sigldi út á Kára. Hljóðið er eft- irminnilegt og reykhringir komu upp úr skorsteininum þegar vélin var sett í gang,“ segir Guðmundur Bjarnason skipstjóri, fyrrverandi formaður Arnfirðingafélagsins í Reykjavík og einn þeirra sem björguðu vélinni úr Kára. Vélin er af gerðinni June Munktell, eins sílindra glóðarhaus- vél. Hluti af atvinnusögunni Gísli Jóhannsson bátasmiður á Bíldudal smíðaði Kára á árinu 1939 en umrædd vél var sett í hann seinna. Bátnum var siglt upp í fjöruna á Krosseyri í Arnarfirði árið 1990 og grotnaði þar niður. „Við vorum að vinna í ýmsum mál- um fyrir Bíldudal og sú hugmynd kom upp að bjarga Kára. Það var of seint og þá ákváðum við að reyna að bjarga vélinni,“ segir Guðmundur. Hópur félaga úr Arnfirðingafélaginu gerði út leiðangur á Krosseyri haust- ið 2014 og tókst að ná vélinni úr bátn- um og koma henni til Reykjavíkur. Þar var hún sandblásin og hefur ver- ið til sýnis við Gömlu smiðjuna á Bíldudal. Það er vel við hæfi því Gamla smiðjan er elsta áþreifanlega heim- ildin um atvinnusögu Bíldudals. Pét- ur Thorsteinsson lét reisa hana um árið 1895 og útbjó með öllum nýjustu tækjum þess tíma. Smiðjan var rekin í sama húsnæði yfir öld og Guð- mundur og félagar hans eiga góðar minningar þaðan. „Það var alltaf gott að koma inn í smiðjuna til Axels. Þar var hlýtt og hann ræddi við okkur strákana sem jafningja,“ segir Guð- mundur. Viðsnúningur í atvinnulífinu Merkilegt starf hefur verið unnið í Arnfirðingafélaginu og af fólki sem því tengist. Hófst það með því að sið- urinn sólarkaffi var tekinn upp í Reykjavík fyrstu helgina í febrúar, á sama tíma og á Bíldudal, og einnig var farið að efna til skötuveislu í des- ember. Guðmundur segir að þess ut- an hafi hópur karla komið saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Stærsta verkefnið sem hópurinn hefur unnið að er stofnun laxeldisfyr- irtækisins Arnarlax. Miklir erfið- leikar voru í atvinnumálum á Bíldu- dal og fólkið var að flytja í burtu. Í skötuveislu voru umræður um hvað hægt væri að gera fyrir Bíldudal. Upp kom sú hugmynd að nýta Arnar- fjörðinn til laxeldis. Fyrirtækið var stofnað og unnið ötullega að mæl- ingum og öflun leyfa. Fyrsta leyfið fékkst árið 2012, að sögn Guð- mundar, eftir tveggja ára vinnu. Aðr- ir tóku við keflinu og er Arnarlax nú stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, með fjölda fólks í vinnu á fleiri stöð- um í fjórðungnum og víðar. Atvinnuástandið er allt annað en var og nú er eftirsótt að búa á Bíldu- dal. Guðmundur hefur þó áhyggjur af þróun mála. Arnarlax er að leita sér að nýjum stað fyrir laxasláturhús. Guðmundur er afar óánægður með það og segir að það eigi við um fleiri sem stofnuðu félagið. Fólk úr þessum hópi hefur í sam- vinnu við heimafólk unnið að ýmsum fleiri framfaramálum fyrir þorpið. Guðmundur nefnir Skrímslasetrið og bæjarhátíðina Bíldudals grænar baunir. Vélin úr Kára komin í örugga höfn - Hópur úr Arnfirðingafélaginu í Reykjavík hefur lagt mikið af mörkum til æskuslóðanna á Bíldudal - Björguðu vélinni úr Kára og afhentu Vesturbyggð - Stofnuðu Arnarlax og fleiri þjóðþrifafyrirtæki Ljósmynd/Guðmundur Bjarnason Björgunarleiðangur Vélin úr Kára var illa farin þegar hópur áhugafólks vann að því í nokkra daga að bjarga henni úr skipsflakinu á Krosseyri. Varðveisla Gamla smiðjan er tákn um merka atvinnusögu Bíldudals. Vélin úr Kára er það sömuleiðis og hún hefur verið þar til sýnis á sumrin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.