Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Mér finnst þessi aukni áhugi á þessu
hérna í Noregi síðustu ár mjög
spennandi, svo ekki sé talað um að
þarna er frábær leið til að sameina
áhugamál og varðveislu menningar-
arfsins sem er okkur svo mikil-
vægur,“ segir Joakim Korstad,
grunnskólakennari á fertugsaldri í
Stjørdal í Þrændalögum í Noregi, í
samtali við Morgunblaðið.
Kennarinn lifir þó tvöföldu lífi, þeg-
ar hann er ekki að búa ungviðið í
Hegra-barnaskólanum undir tilver-
unnar ólgusjó gengur hann um bleika
akra og slegin tún Þrændalaga með
málmleitartæki – og það í fylgd með
tveimur grunnskólakennurum til,
bræðrum sínum Jørgen og Preben
Korstad, og vini þeirra Håkon Bei-
stad, sem er rafvirki.
Hegra-fundurinn 2017
Saman mynda þeir fjórmenningar
hóp, sem gengur undir nafninu
Málmleitarbræðurnir, eða Metall-
detektorbrødrene, þótt Beistad sé
strangt til tekið ekki skyldur þeim, og
hafa, síðan þeir hófust handa við
áhugamál sitt um miðjan síðasta ára-
tug, fundið gnótt fornra gripa, þá
elstu frá yngri bronsöld, árabilinu
1100-500 fyrir Krists burð.
Það er þetta áhugamál bræðranna
sem Korstad ræðir um í inngangi við-
talsins, en orðstír þeirra hefur farið
víða og fylgjast þúsundir fornleifa-
áhugamanna í 30 löndum heimsins
með störfum þeirra auk þess sem
fjöldi gripa úr feng þeirra hefur verið
til sýnis á Vísindasafni Tækni- og
náttúrufræðiháskólans í Þrándheimi
(NTNU).
Árið 2017 gerðu Málmleitarbræð-
urnir uppgötvun sem beindi augum
fornleifafræðinga um allan heim að
Hegra í Stjørdal. Í árfarvegi skammt
frá gömlu kirkjunni þar fundu þeir
fjölda gripa úr bronsi, sem taldir eru
allt að 3.000 ára gamlir, 24 axarblöð,
spjótsodd, hnífa og hlut sem að öllum
líkindum er brot úr bronslúðri. Voru
gripir þessir, sem ganga einu nafni
undir heitinu Hegra-fundurinn, sýnd-
ir á minjasafninu í Hegra í fyrravor,
en umsjón safnsins, sem skólabygg-
ing frá árinu 1893 hýsir, er í höndum
bræðranna.
Bergristurnar í Leirfall
„Þetta urðum við auðvitað að gera
eitthvað með,“ segir Korstad, „þarna
reyndist um einn stærsta fund gripa
frá bronsöld að ræða í Noregi enda
hefur verið talað um Hegra sem
„bronsaldarbyggðina“, hér hafa einn-
ig fundist bergristur sem sýna veiði-
dýr og önnur tákn og er svo mikið um
þær á svæði sem heitir Leirfall, að
þar er kominn einn stærsti fundar-
staður slíkra listaverka í Norður-
Evrópu,“ segir Korstad frá.
Nýtt safn um helgina
Í kjölfar Hegra-fundarins hafi þeim
því fæðst hugmyndin um að setja upp
sérstakt bronsaldarsafn sem deild í
Hegra-safninu. „Við byrjuðum á því
að setja okkur í samband við fyrir-
tæki hér á svæðinu til að kanna áhuga
á að aðstoða okkur við fjármögnun, en
sjálfir fjármögnuðum við vænan hluta
af því sem til þurfti,“ segir Korstad.
Draumurinn rætist svo núna á laug-
ardaginn þegar þessi nýja safndeild,
tileinkuð bronsöldinni, opnar dyr sín-
ar undir heitinu Bronsaldersenteret.
„Við leggjum mikla áherslu á að
safnið verði lifandi og í þróun, að þar
komi nýir gripir reglulega fyrir sjónir
safngesta,“ segir Korstad, að svo
miklu leyti sem hægt er að tala um
nokkur þúsund ára gamla gripi sem
nýja, en við leyfum okkur það undir
formerkjum. Sérstaklega tekur hann
fram, að aðstoð fræðimanna við áð-
urnefnt Vísindasafn Tækni- og nátt-
úrufræðiháskólans í Þrándheimi hafi
reynst ómetanleg við undirbúning og
skipulagningu bronsaldardeild-
arinnar. „Íslenskir gestir eru auðvit-
að sérstaklega velkomnir til okkar
núna þegar þessum faraldri er að
ljúka og allir geta farið út að ferðast á
nýjan leik,“ segir safnstjórinn kank-
vís.
Bræðurnir hafa lagt sig í fram-
króka við að fræða landa sína um sög-
una og hinn heillandi heim fornleifa-
fræðinnar, hvort tveggja með
fyrirlestrum og skrifum, en síðla árs í
fyrra gáfu þeir út bókina Stjørdal i hi-
storien þar sem tíu höfundar, þar á
meðal bræðurnir, leggja lóð sín á
vogarskálar sögunnar og fjalla um at-
burði og sagnfræði í Stjørdal yfir
6.500 ára tímabil. Einskorðast sögu-
sviðið þó ekki við ævaforna tíð heldur
nær bókin enn fremur til stríðsminja
frá hernámi nasista í Noregi árin
1940 til 1945. „Þeir eru ekki margir
staðirnir í Noregi þar sem sagan býr
svona áþreifanlega rétt við bæjar-
dyrnar hjá okkur,“ segir grunnskóla-
kennarinn og safnvörðurinn Joakim
Korstad í Þrændalögum í Noregi,
fullur tilhlökkunar fyrir langþráða
opnun bronsaldarsafns þeirra fjór-
menninganna í Hegra-safninu á laug-
ardaginn.
Ljósmynd/Åge Hojem/NTNU
Hegra-fundurinn Hápunkturinn á ferli bræðranna hingað til
er fjöldi muna frá yngri bronsöld sem fundust árið 2017.
Ljósmynd/Håkon Beistad
Dvergasmíð Keltnesk fötuhandfangsfest-
ing sem fannst í apríl er líklega 1.500 ára.
Ljósmynd/Joakim Korstad
Bergristur Leirfall er þekktur fundarstaður listaverka sem rist hafa verið í bergið
endur fyrir löngu og skiptast þar á myndir tengdar veiðimönnum og bændum.
Tvöfalt líf norskra barnakennara
- Þrír bræður og vinur þeirra eiga sér sérstakt áhugamál - Hegra-fundurinn 2017 vakti heims-
athygli - Gnótt fornra muna í Stjørdal í Þrændalögum - Opna bronsaldarsafn á laugardaginn
Ljósmynd/Håkon Beistad
Málmleitarbræðurnir Kennararnir og bræðurnir Joakim, Jørgen og Preben Korstad hvíla lúin bein við fornleifaleit
á akri í Stjørdal í Þrændalögum. Í forgrunni er fjórði fornleifaáhugamaðurinn í hópnum, Håkon Beistad rafvirki.
Ljósmynd/Joakim Korstad
Mynt Forn arabískur silfurpen-
ingur langt frá upprunaslóðum.
Lengri útgáfa verður
birt á mbl.is.
mbl.is
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
VOLVO XC90
T8 INSCRIPTION TWIN ENGINE
Raðnúmer 396729
Árgerð 2018
Ekinn 45 Þ.KM
Nýskráður 3/2018
Næsta skoðun 2022
Verð kr. 9.490.000
Aðfellanlegir hliðarspeglar
Aðgerðahnappar í stýri -
Aksturstölva
Álfelgur
Bakkmyndavél
Bluetooth hljóðtengi
Filmur
Fjarlægðarskynjarar
Hiti í framrúðu
Hraðastillir
Hraðatakmarkari
Leðuráklæði
Leðurklætt stýri
Leiðsögukerfi
Loftkæling
Lykillaus ræsing
Lykillaust aðgengi
Minni í framsætum
Nálægðarskynjarar
Rafdrifið lok farangursrýmis
Rafdrifin framsæti
Rafdrifnir hliðarspeglar
Stafrænt mælaborð
Topplúga