Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 43

Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Því hefur ranglega verið haldið fram af yfirvöldum að starf- semi stofulækna auk- ist í sífellu og á hana verði að koma bönd- um. Stjórnvöld hafa gengið hart fram í því að sauma að þjónust- unni með neikvæðni og röngum upplýs- ingum og hafa ekki hlustað á álit og ráð- gjöf lækna. Ferlið við gerð Heil- brigðisstefnu til 2030 og ráðgjöf kvensjúkdómalækna og rannsókn- arlækna varðandi leghálsskimanir eru tvö skýr dæmi. Fleiri aðferð- um hefur verið beitt eins og stöðv- un á nýliðun stofulækna með ólög- mætum hætti árin 2015-2018. Sú aðgerð var svo úrskurðuð ólög- mæt í héraðsdómi og henni hnekkt. Einnig hafa stjórnvöld lagt stein í götu starfseminnar með langvarandi samningsleysi, en síðast var samið við stofulækna árið 2013 og enginn samningur hefur verið í gildi frá því í lok árs 2018. Einingaverð situr eftir Einingaverð fyrir þjónustuna hefur dregist aftur úr verðlagi og hefur alls ekki haldið í við launa- vísitöluna. Þannig hefur ein- ingaverð sérfræðilækna á 13 árum hækkað um 65% á meðan launa- vísitalan hefur hækkað um 134% eða tvöfalt meira. Þetta er ekki síst bagalegt þar sem 70% kostn- aðar við rekstur læknastöðva er launakostnaður eins og víðast er í heilbrigðiskerfinu. Þetta vegur því þungt í rekstrinum. Sérfræðilækningar á stofu minnka Það er rangt að starfsemi stofulækna aukist í sífellu. Sann- leikurinn er sá að jafnvel þegar enginn samningur er í gildi og allar bremsur og takmarkanir (um 23 atriði) samninga við Sjúkratryggingar Ís- lands eru horfnar þá heldur starf- semin áfram að dragast saman. Það er andhverfan við þá ógn sem stjórnvöld tala gjarnan um að stafi af umsvifum stofulækna. Sagan um „opna kranann“ sem sér- fræðilæknar gangi í er skáldsaga með álíka mörgum sannleiks- kornum og finnast í gömlum Grimmsævintýrum. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir tæpum áratug varð nokkur aukn- ing í starfseminni. Ástæðan var einföld: St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði var lokað og mikið af lækn- isþjónustunni þar fór inn á samn- ing LR og SÍ. Að auki björguðu sérfræðilæknar öðrum sjúklingum í raunum sínum, sem á þessum tíma fengu margir ekki þjónustu annars staðar vegna niðurskurðar. Aukningin var samt þegar að öllu var gáð ekki nema um 2% á ári sem þykir ekki mikið heldur ein- faldlega eðlileg og jákvæð þróun. Meiri þjónustu var sinnt á ódýrari hátt en inni á hátæknispítala og fé sparaðist. Nú hefur enginn samningur ver- ið við sérfræðilækna í 2,5 ár og starfsemin hefur minnkað samfellt frá árinu 2016. Slæmar afleiðingar þessarar stefnu stjórnvalda eru nú að koma fram. Versnandi aðgengi, lenging á biðlistum og aukið álag á aðra þætti kerfisins. Þetta ásamt óvissu um framtíð starfseminnar er meðal ástæðna þess að gamal- grónar læknastöðvar eru að loka. Meðalaldur sérfræðilækna á stofu hækkar sífellt (nálgast 60 ár) og nýliðun lækna og nýjungar í lækn- isþjónustu verða of hægfara. Skýr mynd Á meðfylgjandi mynd sést glögglega hvernig starfsemi stofu- lækna hefur minnkað sl. 5 ár; reiknað sem sérfæðieiningar á hvern íbúa og ár. Starfsemin minnkar eins og sjá má, um u.þ.b. 2-3% hvert ár. Minnkunin skýrist af tvennu. Í fyrsta lagi 3-4% minnkun á heildareiningafjölda úr 22,5 milljónum eininga í 21,9 millj- ónir eininga á ári. Í annan stað minnkun vegna fjölgunar þjóð- arinnar um 10% úr 332 þúsund íbúum í 364 þúsund íbúa. Samtals veldur þetta 13-14% raunminnkun á sérfræðieiningum á hvern íbúa landsins úr 68 í 60 einingar á þess- um 5 árum. Hér er samt ekki reiknuð inn aukin þörf vegna öldrunar þjóð- arinnar og tækniframfara sem m.a. valda því að hægt er að gera sífellt fleiri læknisverk utan spít- ala, t.d. liðskiptaaðgerðir sem var ekki hægt fyrir um áratug. Sé það tekið með er raunminnkunin nær 20% á 5 árum eða 4% á ári. Eðli- legt má telja að starfsemin aukist fremur en minnki um u.þ.b. 1-2% á ári eftir því sem tækninni fleygir fram. Hér er því himinn og haf milli þess sem þyrfti bara til að halda sjó og áætlana stjórnvalda. Vondar afleiðingar En hvað skyldi þessi niður- skurður skýra mikið af vaxandi álagi sem nú er á aðra pósta heil- brigðiskerfisins? Álagi sem sumir þeirra eru að kikna undan, t.d. heilusgæslan, bráðadeild LSP og geðþjónustan. Áhugavert væri að meta hugsanlegt tjón sem sjúk- lingar verða fyrir vegna þessa og eins áhrifin á starfsumhverfið. Hvort tveggja gæti verið verulegt. Úrbætur Þessari óheillaþróun þarf að snúa við, taka upp nýjungar og liðka fyrir nýliðun. Starfsöryggi og rekstrarumhverfi stofulækna þarf að bæta. Augljóslega þarf að semja við lækna og bæta við veru- legum fjármunum í þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar rétt eins og fjármunir hafa verið auknir til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Þetta þarf að gera áður en fleiri læknastöðvar loka og áður en fleiri læknar gefast upp á stofurekstri og snúa sér að öðrum verkefnum. Það má einfaldlega ekki lengur láta reka á reiðanum með sér- fræðilæknisþjónustuna utan spít- ala. Hún hefur setið eftir og nú er hætt við að sjúklingarnir verði skildir eftir með sárt ennið, vegna heimatilbúins vanda sem í raun var aldrei til. Vandinn sem aldrei var til Eftir Þórarin Guðnason » Þessari óheillaþróun þarf að snúa við, taka upp nýjungar og liðka fyrir nýliðun. Starfsöryggi og rekstr- arumhverfi stofulækna þarf að bæta. Þórarinn Guðnason Höfundur er hjartalæknir og formað- ur Læknafélags Reykjavíkur. Þróun starfsemi stofulækna m.v. íbúafjölda 2016 til 2020 375 350 325 300 70 65 60 55 2016 2017 2018 2019 2020 333 338 348 357 364 Þús. íbúa Ein./íbúaÍbúafjöldi 1. janúar, þúsundir Sérfæðieiningar stofulækna á hvern íbúa68 65 63 64 60

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.