Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Kjalar/Kría Thermore® vesti Kr. 13.990.- N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Samtökin Sam- göngur fyrir alla stóðu í maí sl. fyrir könnun á viðhorfum íbúa höfuðborg- arsvæðisins til stöðu umferðarmála á höf- uðborgarsvæðinu og tillögum um borgar- línu. Könnunin var framkvæmd af MMR og tóku 611 manns þátt í henni. Þann 3. júní sl. skrifaði höfundur þessarar grein- ar stuttan pistil í Morgunblaðið um helstu niðurstöður könnunar- innar. Þar var stiklað á stóru og eru því margar áhugaverðar nið- urstöður sem ekki hafa verið kynntar almenningi. Áhugamannahópurinn hefur gagnrýnt kostnað við borgarlín- una og kynnt lausn sem er allt að fimm sinnum ódýrari (létt borg- arlína), en skilar svipaðri þjón- ustu við notendur. Bent hefur verið á að borgarlínan muni ekki leysa þær umferðartafir sem nú eru á höfuðborgarsvæðinu heldur auka þær verulega vegna þess hversu þrengt er að umferð einkabíla. Hvað finnst íbúum höfðuðborg- arsvæðisins? Hafa þeir myndað sér skoðun á þessu dýra sam- gönguverkefni? Þeir hafa séð fal- legar tölvumyndir af léttklæddu fólki á lestarstöðvum en hafa þeir fengið nægar upplýsingar um forsendur verkefnisins? Lítum á nokkrar niðurstöður úr könn- uninni. Ferðamáti – ferðatími og tafir Samkvæmt könnuninni ferðast 79% höfuðborgarbúa 18 ára og eldri yfirleitt með einkabíl, 8% fara gangandi, 5% nota strætó, 6% nota ýmsar gerðir hjóla og 2% nota aðra ferðamáta (mynd 1). Meðalferðatími frá heimili til vinnu var tæplega 12 og hálf mínúta. Með bíl tók ferðin um 11 mínútur, strætó tók 28 mínútur, 10 mínútur tók að fara gangandi og hjólreiðaferðin tók 15 mín- útur. Það tók því þrefalt lengri tíma að nota strætó en einkabíl. Þegar spurt var um um- ferðartafir töldu 64% svarenda sem tóku afstöðu að umferðar- tafir væru mikið vandamál en aðeins 36% töldu þær ekki mikið vandamál. Þá voru svarendur beðn- ir að meta hvað þeir yrðu fyrir miklum umferðartöfum að meðaltali á virkum degi. Fyrir allt höfuðborgar- svæðið var niðurstaðan 11:15 mínútur, vestan Elliðaárvogar 8:20 mínútur, austan Elliðaárvog- ar 14:35 mínútur og í grannsveit- arfélögum Reykjavíkur 11:30 mínútur (mynd 2). Hvað skyldu þessar tafir kosta almenning og atvinnulíf á ári og hver er kostn- aðurinn ef tafirnar aukast vegna borgarlínu? Lækkun umferðarhraða – hraðahindranir Um 70% svarenda sem tóku af- stöðu leist illa á tillögur um lækkun umferðarhraða á borgar- götum og var hlutfallið enn hærra í úthverfum Reykjavíkur og í grannsveitarfélögunum (mynd 3). Sama á við þegar spurt var hvort svarendur vildu sjá fjölgun á hraðahindrunum. Um 56% af öllum svarendum sem tóku afstöðu neituðu því og jókst andstaðan því fjær sem svar- endur bjuggu frá miðborginni. Þannig voru 63% svarenda í grannsveitarfélögum Reykjavíkur ekki hrifnir af fjölgun hraða- hindrana. Um 96% svarenda vildu að stoppistöðvar almenn- ingsvagna væru á útskoti en ekki á akrein eins og á Geirsgötu. Borgarlína – stofnbrautakerfi Meirihluti svarenda, eða 51%, töldu að umbætur á stofn- brautakerfinu væri mun áhrifa- ríkara til að draga úr umferðar- töfum en borgarlínan. Eftir búsetu skiptust svörin þannig: Um 34% svarenda sem bjuggu vestan Elliðaárvogar studdu um- bætur á stofnbrautakerfinu og 59% svarenda í úthverfum Reykjavíkur og í grannsveitar- félögum borgarinnar einnig. Þá voru 16% svarenda óvissir. At- hygli vekur að stuðningur við borgarlínu var mestur í elstu hverfum borgarinnar, þar sem hlutfallslega flestir fara ferða sinna gangandi eða hjólandi, enda eiga margir stutt í vinnu. Borgarlína – einstakar framkvæmdir Til að koma borgarlínu fyrir á miðju göturými þarf víða að fækka akreinum bíla, m.a. á Suð- urlandsbraut þar sem akreinum myndi fækka úr fjórum í tvær. Til þess að borgarlína komist hindranalítið yfir gatnamót þarf víða að banna vinstri beygjur bílaumferðar. Um 78% þeirra sem tóku afstöðu voru andvígir því að akreinum á Suðurlands- braut yrði fækkað vegna borgar- línu og 72% voru andvígir banni á vinstri beygjur. Samantekt Niðurstöður könnunarinnar sýna að svarendur skiptast í þrjá álíka stóra hópa, þ.e. þeir sem styðja borgarlínuverkefnið, þeir sem eru andsnúnir því, og lokst þeir sem hafa ekki myndað sér skoðun. Það er greinilegt af nið- urstöðum könnunarinnar að þegar svarendur standa frammi fyrir upplýsingum um umferðartafir og hindranir fyrir umferð bíla minnkar stuðningur þeirra veru- lega við borgarlínuverkefnið. Um 75% þeirra sem tóku afstöðu töldu að til væru ódýrari og jafn hagkvæmar lausnir til að bæta al- menningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu (mynd 4). Um 62% þeirra sem tóku afstöðu töldu að þeir myndu aldrei, mánaðarlega eða sjaldnar, nota borgarlínuna. Margir virtust þekkja lítið til borgarlínuverkefnisins og fór stuðningur nokkuð eftir flokks- línum. Þannig töldu stuðnings- menn Samfylkingarinnar (meiri- hluti borgarstjórnar) að þeir tefðust ekki nema um 5 mínútur í umferðinni á virkum degi en stuðningsmenn Miðflokksins um 18 mínútur, en meðaltalið var 11 mínútur! Það vekur athygli að þeir sem búa fjarri miðborginni búa við áberandi miklar umferð- artafir. Þeir vilja ekki fleiri hraðahindranir né lækkaðan um- ferðarhraða á borgargötum og þeir hafa ekki trú á borgarlínunni til að bæta umferðarástandið á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikilvægt hlutverk skipulagsyfirvalda að koma til móts við óskir og þarfir íbúa. Nið- urstöður könnunarinnar sem hér hefur verið kynnt bendir til þess að sú stóra skipulagsframkvæmd sem borgarlínan er þurfi mun betri kynningu meðal almennings og fagfólks. Áhugahópurinn Sam- göngur fyrir alla er tilbúinn í við- ræður um áhrifaríkar almenn- ingssamgöngur á höfuðborgar- svæðinu. Enn um borgarlínu og viðhorf borgarbúa Eftir Bjarna Reynarsson »Um 70% svarenda sem tóku afstöðu leist illa á tillögur um lækkun umferðarhraða á borgargötum og var hlutfallið enn hærra í úthverfum Reykja- víkur og í grannsveit- arfélögunum. Bjarni Reynarsson Höfundur er skipulagsfræðingur. 79% Ferðamáti á höfuðborgarsvæðinu maí 2021 Heimild: könnun MMR í maí sl.fyrir samtökin Samgöngur fyrir alla 8% 5% 4% 2%1% 1% Einkabíll Gangandi Strætó Reiðhjól Rafhjól Rafhlaupahjól Annað 8 15 12 11 Hve margar mínútur gætir þú sparað í dag- legum ferðum ef umferðartafir væru engar? Heimild: könnun MMR í maí sl.fyrir samtökin Samgöngur fyrir alla Reykjavík vestan Elliðaárvogar Reykjavík austan Elliðaárvogar Önnur sveitarfélög Höfuðborgarsvæðið, meðaltal Lækkaður hámarks- hraði á borgargötum Andvíg(ur): Frekar 26% Mjög44% Hlynnt(ur): Frekar 16% Mjög 14% 70% andvíg lækkuð- um hámarks- hraða 30% hlynnt Heimild: könnun MMR í maí sl. fyrir samtökin Samgöngur fyrir alla Bættar almennings- samgöngur Eru til hagkvæmari leiðir til að bæta almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu en núverandi tillögur um borgarlínu? Já 75% Nei 25% Heimild: könnun MMR í maí sl. fyrir samtökin Samgöngur fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.