Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Netverslun
skornir.is
SMÁRALIND
www.skornir.is
Verð 14.995
Flex&Go
s na er nota gæ a
leður sem og náttúruleg efni,
sem gerir það að verkum að
skórnir falla vel að fætinum
og eru einstaklega þægilegir.
ær r -
Í kó ð há ð
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Kristín veit svo sannarlega hvað hún
syngur þegar kemur að brúnku-
kremi. Að hennar mati er raki lyk-
illinn að því að fá fallega brúnku.
„Ég er ein af þeim sem setja á
sig brúnku vikulega, mér finnst ég
vera mun frísklegri með smá
brúnku í andliti og á líkama. Fyr-
ir mér er þessi vikulega brúnku-
athöfn ómissandi,“ segir Krist-
ín. Hennar uppáhaldsvara um
þessar mundir er brúnku-
kremsfroðan sem St. Tropez
gerði í samstarfi við ofurfyrirsæt-
una Ashley Graham. Froðan heitir
Self Tan Luxe Whipped Créme
Mousse og kemur í setti ásamt mjúk-
um hanska en settið er í takmörkuðu
upplagi.
„Liturinn er einnig sá fallegasti
sem ég hef prófað frá St.Tropez.
Froðan inniheldur hýalúrónsýru svo
hún veitir húðinni mikinn og góðan
raka,“ segir Kristín. Kristín er einnig
hrifin af Purity Vitamin Water-
seruminu frá sama merki. „Það er
vara sem er mér ómissandi fyrir fal-
lega, náttúrulega og ljómandi brúnku
í andlitið. Þetta er brúnka sem allir
geta notað og fengið góðan ávinning
fyrir húðina í leiðinni. Það er meðal
annars fullt af hýal-
úrónsýru og C- og
D-vítamíni. Þessa
vöru nota ég
nokkrum sinnum í
viku.“
Ekkert mál ef
maður ber sig
rétt að
Margir geta ver-
ið smeykir við að
hefja brúnkuveg-
ferð sína og hræð-
ast það að líta út
eins og gíraffar
daginn eftir. Krist-
ín á góð ráð fyrir
lesendur sem vilja
vera sólkysstir í
sumar án þess að
grilla sig í sterkri
sumarsólinni.
„Þar sem ég ber
á mig brúnku viku-
lega finnst mér
mikilvægt að fjarlægja gömlu
brúnkuna áður en ég set á mig
nýja. Til þess að gera það nota
ég skrúbbhanskann frá St.Tro-
pez og St.Tropez Tan Remover.
Þessi tvenna leysir upp gömlu
brúnkuna og skrúbbar í burtu
dauðar húðfrumur. Næst nota
ég St.Tropez Tan En-
hancing Body Moist-
uriser til að næra
húðina og einblíni ég
sérstaklega á olnboga
og hné en það eru
svæði sem mynda
mikla þurrkubletti
hjá mér.
Ég nota alltaf
brúnkuhanska þegar
ég ber á mig brúnk-
una og ég enda rút-
ínuna alltaf á hand-
arbökunum en það er
svæði sem getur ver-
ið erfitt að fá jafnan
og fallegan lit á. Ég
lærði gott trix fyrir
nokkrum árum að
blanda smá brúnku
við handáburð og
bera á handarbökin
með léttum farða-
bursta. Hendurnar
fá mikla næringu um
leið, hægt er að
koma í veg fyrir
þurrkubletti og
brúnkan verður jafnari og eðlilegri.
Besta trix sem ég hef lært á minni
brúnkutíð,“ segir Kristín.
Brúnkuklútarnir sem
ollu stórslysum
Þegar gervibrúnka var að verða
vinsæl á ofanverðri tuttugustu öldinni
voru svokallaðir brúnkuklútar mjög
vinsælir. Kristín hefur brennt sig á
þeim eins og svo margir sem þráðu að
fríska upp á litinn án þess að skella
sér til sólarlanda.
„Mitt stærsta slys hlýtur að hafa
verið þegar ég stundaði brúnkuklút-
ana af krafti. Það var engin leið að sjá
hvar þú varst búin að bera á þig og
hvar ekki, þú fékkst bara óvænta út-
komu daginn eftir – sem var síðan
langt frá því að vera falleg, appel-
sínuguli liturinn frá brúnkuklútunum
var langt frá því að vera eðlilegur lit-
ur á brúnku. Ég er mjög þakklát í
dag að ekki var mikið um samfélags-
miðla á þessum tíma svo það eru eng-
in sönnunargögn til af þessu slysi,“
segir Kristín.
Hún segir að mörg slys hafi orðið
hjá henni eftir þetta en að þeim hafi
farið fækkandi með árunum, þökk sé
nýjum og góðum brúnkuvörum.
„Raki, raki og meiri raki“
Kristín segir að lykillinn að ending-
argóðri og áferðarfallegri brúnku sé
raki, raki og meiri raki. „Húð sem er
full af raka og án þurrkubletta mun
meðtaka brúnkuna betur. Brúnkan
sest gjarnan í þurrkublettina og
myndar dekkri bletti, til að koma í
veg fyrir það er gott að losa húðina
við dauðar húðfrumur með því að
skrúbba hana með góðum líkams-
skrúbbi daginn áður en brúnkukrem-
ið er sett á. Strax á eftir þarf að bera
á húðina gott og næringarríkt raka-
krem og/eða líkamsolíu, passa sér-
staklega vel upp á öll svæði sem
verða gjarnan þurr. Daginn eftir er
húðin full af raka og laus við þurrku-
bletti, brúnkan mun ekki bara sitja
lengur á heldur mun hún verða fal-
legri.“
En brúnka er ekki bara sama og
brúnka. Kristín velur mismunandi
gerðir fyrir mismunandi tilefni. Til
dæmis velur hún dekkri brúnku fyrir
fín tilefni og notar þá Self Tan Dark
Bronzing Mousse frá St. Tropez.
„Þegar brúnkan hefur þornað bæti
ég við á bringu, axlir og fætur Instant
Tan Finishing Gloss til að fá ljóma og
sólkyssta áferð,“ segir Kristín.
Hversdagsbrúnkan hennar er Ex-
press Advance Bronzing Mousse.
Froðan er létt en það er auð-
velt að stjórna hve dökkur
liturinn verður. „Þú ein-
faldlega ferð í sturtu eft-
ir klukkutíma ef þú vilt
ljósan lit en leyfir froð-
unni að liggja lengur ef
þú vilt örlítið dekkri. Ef
ég vil jafnvel léttari lit
þá nota ég St. Tropez
Purity Vitamin Water
Mist, spreyið er einfalt í
notkun og gefur fallegan
sólkysstan lit.
Kristín Samúelsdóttir, áhrifavaldur
og förðunarfræðingur, segir lykilinn
að fallegri og jafnri brúnku vera raki.
Kristín fór yfir leyndardóma hinnar
fullkomnu brúnku með Smartlandi.
Fína
froðan
Kristín
notar
Dark froð-
una fyrir
fín tilefni.
Flýtifroða
Express-
froðan er
fullkomin fyr-
ir þá sem eru
að flýta sér.
Brúnkumeistari
Kristín hefur
notað brúnku-
vörur í mörg ár.
Ómissandi
Hanski er
ómissandi við
áburð brúnku-
krems.
Ultimate Glow
Settið kemur í tak-
mörkuðu upplagi.
Prep &
Maintain
Kremið frá St.
Tropez er lyk-
illinn að end-
ingargóðri
brúnku.
Purity Vitamins-
línan Gefur sól-
kyssta áferð.
Kristín hefur
fullkomnað
brúnkuna