Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 55
Snjóaveturinn mikla kom hún út og henti sér í snjóinn með okkur krökkunum til að búa til engil og árið sem bílskúrinn hennar fyllt- ist af kanínum, sem síðar fóru á Sædýrasafnið í Hafnarfirði, fylgdist hún áhugasöm með mömmuleik okkar krakkanna í götunni með þær. Kanínurnar voru klæddar í dúkkuföt og sett- ar í dúkkuvagn og farið með þær í spássitúr til að koma þeim í ró, sem gekk auðvitað frekar illa. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um. Erfiðleikar uppvaxtar- áranna, þegar foreldrar hennar skildu; sár bróðurmissir; Drangajökulsslysið, þegar hún lenti í lífsháska ásamt ungum syni sínum og rataði á forsíður bresku blaðanna; skilnaður - allt setti það sitt mark á hana og varpaði skugga á miðbik ævinn- ar. Hún hafði betur í þeim átök- um og naut lífsins fram á efri ár. Síðustu árin tók ellin vissulega sinn toll af henni en lengst af var augnaráðið fjörlegt og lundin létt. Við systkinin þökkum góðar minningar og vottum systkinum Dóru, börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Guð geymi Dóru frænku. Jón Örn, Birgitta, Aðalheiður og Brynjólfur. Elskuleg vinkona Halldóra Gunnarsdóttir hefur kvatt jarð- lífið og horfið til æðri tilveru- stiga. Margs er að minnast frá þeim 33 árum sem vinskapur okkar hefur staðið. Upphafið var að við fórum í dulspekiskóla sem Erla Stefánsdóttir og Örn Guðmundsson þáverandi maður hennar voru með, þetta var mjög áhugavert ár fullt af fróðleik um dulræn efni þessa heims og ann- arra. Halldóra okkar hafði verið um margra ára skeið í Guðspeki- félagi Íslands (Lífsspekifélaginu) og var þar af leiðandi vel inni í öllum andlegum málefnum, allt tvinnast þetta saman þegar á heildina er litið. Eftir að skólan- um lauk höfum við haldið hópinn og miðlað af þekkingu okkar hvor til annarrar. Fyrst og fremst höfum við stundað hug- leiðslur og fyrirbænir fyrir þá sem þurft hafa á því að halda. Halldóra var skemmtilegur persónuleiki, hláturmild og hafði gaman af að segja frá skemmti- legum atvikum sem hún hafði orðið fyrir í lífinu og þau voru ansi mörg. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann. Það sæmdi ekki þeirri hefðardömu sem hún var. Halldóra missti ung bróður sinn í sjóinn og hún var á margan hátt mjög tengd hafinu. Halldóru fannst alltaf vanta minnisvarða um týnda sjómenn. Þessi hug- mynd hennar þróaðist svo í minnismerkið Minningaröldurn- ar sem staðsett er nærri að- komunni að Fossvogskirkju. Með kærleik og virðingu kveðjum við yndislega vinkonu okkar Halldóru Gunnarsdóttur og óskum henni góðrar ferðar til sumarlandsins þar sem við eigum allar eftir að hittast og halda störfum okkar áfram um ókomna tíð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Fjölskyldu Halldóru sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Erluhópurinn, Monika, Guðfinna, Eyrún, Kristín og Jórunn. Halldóra Gunnarsdóttir var einstök gæðamanneskja, ráðagóð og velviljuð sínu samferðafólki. Halldóra var starfsmaður á skrif- stofu SÁÁ þegar undirritaður tók þar við starfi framkvæmda- stjóra árið 1979. Þá voru liðin tæp 20 ár frá því vöruflutninga- skipið Drangajökull sökk í Pentl- inum við Skotland þann 28. júní 1960 á heimleið til Íslands eftir að hafa lestað vörur í nokkrum hafnarborgum. Leki kom að skipinu og sökk það á innan við hálftíma frá því það byrjaði að hallast. Allir í áhöfn skipsins og farþegar björg- uðust og réð úrslitum að fjórum árum áður höfðu verið settir gúmmíbjörgunarbátar í skipið. Við Halldóra vorum farþegar á Drangajökli í þessari ferð til Evrópu. Ég hafði ekki hitt Hall- dóru frá eftirminnilegu sjóferð- inni en skömmu eftir að ég hóf störf hjá SÁÁ áttuðum við okkur á því að við hefðum verið sam- ferða í síðustu ferð skipsins. Frá þeim tíma héldum við góðu sam- bandi og í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá slysinu þann 28. júní á síðasta ári hittust eftirlif- endur af áhöfn og farþegum með Drangajökli í síðustu ferð skips- ins á heimili Ingibjargar, dóttur Halldóru. Halldóra þekkti vel ógnir sjó- slysa af eigin raun, en bróðir hennar, Birgir Gunnarsson, fórst með vitaskipinu Hermóði árið 1959. Halldóra beitti sér fyrir því í samvinnu við Guðmund Hall- varðsson, formann Sjómanna- dagsráðs, að Minningaröldur sjó- mannadagins voru reistar við Fossvogskirkju. Í frétt í Morgunblaðinu þann 11. mars 1997 segir m.a. eftirfarandi: „Á engan er hallað þótt tvö nöfn séu nefnd, sem hafa haft forystu í málinu, þeirra Guð- mundar Hallvarðssonar, alþing- ismanns og formanns Sjómanna- dagsráðs, og Halldóru Gunnarsdóttur sjómannskonu“. Við Halldóra höfum síðustu áratugina hist reglubundið og samverustundir með henni voru ávallt gefandi og ánægjulegar. Halldóra var einstaklega ljúf og góð manneskja. Hún átti auðvelt með að umgangast fólk, gefa af sér og rækta jákvæðni og bjart- sýni í umhverfi sínu. Það var gott að vera í návist hennar. Nú þegar Halldóra er kvödd vil ég þakka henni einlæga vináttu í áratugi. Blessuð sé minning hennar. Við Guðrún sendum fjölskyldu Halldóru innilegar samúðar- kveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Elsku Dóra mín. Ég var svo lánsöm að fá að búa á heimili ykkar Tryggva í nokkur ár. Þið sýnduð mér ómælda um- hyggju og fyrir það verð ég ávallt þakklát. Ég minnist ykkar með hlýhug og þakklæti. Þú sagðir mér svo margt frá þinni lífs- reynslu, kenndir mér sennilega meira en þig hefur nokkurn tíma grunað. Ég held á lofti kyndlin- um frá þínu frumkvöðlastarfi og er þér þakklátari en orð fá lýst. Mig langar að minnast þín með orðum Jónasar Hallgríms- sonar, en ég hef minnst þín ár hvert á sameiginlegum afmælis- degi ykkar. Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla! síg þú til viðar. Nú er um heiðar himin-brautir för þín farin yfir frjóvga jörð. Blessuð, margblessuð, ó, blíða sól! blessaður margfalt þinn bestu skapari! fyrir gott allt, sem gjört þú hefur uppgöngu frá og að enda dags. (úr Sólsetursljóðum Jónasar Hallgrímssonar) Ég votta börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum alla mína samúð. Megi minning um hjartahlýja konu lifa um ókomna tíð. Þuríður Anna Pálsdóttir. MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri ✝ Hjördís Soffía Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 2. september 1922. Hún lést á Hrafnistu Laug- arási 19. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Rasmusína Ingimundardóttir, kölluð Sína, hús- freyja og sauma- kona frá Sörlastöðum í Seyðis- firði, og Jón Kristján Sigurjónsson, handsetjari/ prentari, frá Njarðvík eystri. Þau fluttust til Reykjavíkur og kynntust þar. Urðu þau hjónin hvort um sig 71 árs og létust með fjögurra ára millibili, Jón 1956 og Sína 1960. Hjördís átti tvo yngri bræð- ur, Sigurjón Friðþjóf fæddan 1925, símritara, siglinga- fræðing og flugumsjónarmann, sem lést síðla árs 2000, og Ingimund Birgi, vélsetjara/ prentara, sem lifir systur sína. Eftirlifandi eiginkona Sigur- jóns og mágkona Hjördísar er Ragnheiður Sigurðardóttir lyfjatæknir. Elstur fimm barna ar. Dóttir hans og Ólafar Reynisdóttur er Karen Ýr og börn hans og sambýliskonu hans, Steinunnar Þorsteins- dóttur, eru Anna, Perla og Þorsteinn. Ingimundur Birgir, bróðir Hjördísar, var kvæntur Elísu Fanneyju Kristjánsdóttur, sem lést 2016. Synir þeirra eru: Gunnar Haukur. Börn hans og fyrri konu hans, Önnu J. Hilmarsdóttur, eru Anna Elísa og Hafsteinn Ingi. Eiginkona Gunnars er Ragnhildur Ás- geirsdóttir. Börn hennar eru Pétur, Marta og Íris Rós. Yngri sonur Ingimundar og Elísu er Skúli Þór. Hann var kvæntur Gyðu Bjarnadóttur, en þau skildu. Gyða lést 3. júní sl. Börn þeirra eru Ingi Bjarni, Davíð Þór, og Jóhanna Elísa. Fyrir átti Ingimundur soninn Einar Val. Dætur hans og fyrr- verandi konu hans, Auðar Sveinsdóttur, eru Valgerður og Bergþóra. Hjördís, sem jafnan var köll- uð Dídí, var ógift og barnlaus en bræðrabörn hennar urðu nánast sem hennar eigin og litu þau mörg hver á hana sem ömmu sína. Á sama hátt höfð- aði Hjördís til barna þeirra. Í hugum þeirra var hún eftir- lætisfrænka þessa stóra hóps. Útför hennar verður frá Ás- kirkju í dag, 1. júlí 2021, klukkan 11. Sigurjóns og Ragnheiðar er Jón Ari, kvæntur Sig- ríði Gunnlaugs- dóttur, og eiga þau tvær dætur, Hjördísi og Ingi- leif, en áður átti Jón Ari dótturina Hrafnhildi með Lovísu Gísladótt- ur. Næstelst var Matthildur, sem lést 54 ára gömul 2011. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Börkur Baldvinsson og börn þeirra eru Breki Mar, Íris Katrín og Sigurjón Mar. Þriðja í röð barna Sigurjóns og Ragn- heiðar er Íris Ólöf. Hún var áður gift Jóni Árnasyni og eru börn þeirra Ragnheiður, Árni og Finnbogi og fyrir átti Jón soninn Grím. Eiginmaður Ír- isar Ólafar er Hjörleifur Hjartarson og börn hans eru Ása Helga, Baldur, Árni og Hjörtur. Næstyngstur er Frosti. Eiginkona hans er Auð- ur Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Sindri, Sóley og Svandís. Yngstur barna Sigurjóns og Ragnheiðar er Sigurjón Ragn- Það er komið að kveðjustund. Hjördís eða Dídí eins og við í fjölskyldunni nefndum hana alltaf er farin í sína hinstu för. Hún átti við vanheilsu að stríða síðustu ár og andaðist á Hrafn- istu hinn 19. júní. Ung að árum veiktist Dídí af berklum en þegar ný lyf komu á markað fékk hún bata. Hún vann á Hagstofunni í nokkur ár en síðar ritari landlæknis, þar sem hún vann þangað til hún fór á eftirlaun. Dídí átti góðar vinkonur sem héldu hópinn eftir menntaskóla og stofnuðu saumaklúbb sem þær héldu til æviloka. Það var gaman að heimsækja Dídí í hennar fallegu íbúð í Austur- brún. Þar bjó hún á 12. hæð með stórkostlegt útsýni. Hún var smekkvís, gestrisin og jóla- kakan sveik ekki. Þegar börnin okkar Sigur- jóns fæddust kom í ljós hvað Dídí var barngóð. Fallegar voru peysurnar sem hún prjónaði. „Bláa peysan“ hans Jóns Ara gekk á milli margra barna og bar af. Á jólaföstu bauð Dídí börnunum til sín í jólaföndur. Þá var mikil tilhlökkun og gleði. Dídí hafði gaman af að ferðast. Oft kom hún með okk- ur til Þingvalla í góðu veðri og þau Sigurjón höfðu gaman af að þylja upp nöfnin á fjallahringn- um fagra. Hún fór líka með okkur í útilegur því hún var mikið náttúrubarn. Ógleyman- leg er ferð sem við Dídí fórum í með vinkonum mínum til Barcelona. Þar skoðuðum við söfn og sýningar þar sem Dídí naut sín vel innan um listaverk- in. Dídí var í raun heimskona, fylgdist vel með, var smekkvís og kunni vel að meta það sem fagurt er. Ég kveð mína kæru mágkonu með söknuði og þakklæti fyrir það sem hún var mér og mínum börnum. Ragnheiður. Kær frænka er látin á 99. aldursári. Dídí kölluðum við frændsystkinin hana en þeim systkinum voru gefin nöfnin Hjördís, Sigurjón og Ingimund- ur. Dídí var okkur meira eins og amma enda hún sjálf barnlaus svo við bræðrabörnin nutum góðs af gæsku hennar. Dídí var stórmerkileg kona. Hún lauk stúdentsprófi frá MR og alla tíð voru skólafélagar hennar stór hluti af lífi hennar. Nú er einungis einn félagi hennar á lífi úr árganginum. Eftir stúdentspróf ætlaði hún að mennta sig frekar en fékk þá berkla og það litaði líf ungu konunnar. Heim kom hún eftir nokkurra ára dvöl á berklahæli í Danmörku og hóf störf á Hag- stofu Íslands en lengst af vann hún hjá landlæknisembætti Ís- lands eða fram yfir sjötugt. Við systur vorum forvitnar um líf frænku og fengum að fylgjast með saumaklúbbum, samkomum skólafélaganna, vin- konunum, sérstaklega Rögnu og Dagnýju, og öllum ferða- lögunum sem hún fór í erlendis og innanlands. Hún fór að sjálf- sögðu í mörg ferðalög með bræðrum sínum og þeirra fjöl- skyldum. Dídí var góð frænka sem spjallaði og fræddi okkur og gaf okkur einnig fallegar og vand- aðar gjafir. T.d. fengum við systur dúkkur, ég ljóshærða og Matthildur dökkhærða, og allaf á jólum og afmælum fengum við ekki bara pakka, heldur líka dúkkurnar, innpakkaða í falleg- an einlitan silkipappír! Allt heimaunnið og litlu dúkkufötin gerð af slíku listfengi að leitun er að öðru eins, kjólar, undirföt, bikiní, stráhattar, kápur og margt fleira. Dídí var nefnilega ekki bara vel lesin kona heldur einstaklega handlagin og list- ræn. Tónelsk líka og sótti alla tíð tónleika og listsýningar. Góðar minningar eru þegar við systur eða ég og vinkonur mín- ar heimsóttum Dídí. Þá voru dregnar fram snjáðar og gaml- ar söngbækur sem við sungum upp úr á meðan nartað var í kattartungurnar góðu. Á aðventunni hélt hún boð og þá var föndrað, klippt, saumað og límt - ógleymanlegar yndis- samkomur. Alltaf átti hún kattartungur og heimabakaðar bollur. Seinna varð í uppáhaldi engiferkakan góða. Svo urðum við börnin öll stór, þá var farið að ræða bókmenntir og listir, leikhúsferðir og ferðalög. Dídí fylgdist með öllu frænd- fólki sínu og virkaði einnig sem jákvæð fréttaveita innan fjöl- skyldunnar. Í gegnum hana fylgdist ég með frændfólki mínu og hvað það tók sér fyrir hendur. Allt í kringum Dídí var dálít- ið danskt eða skandinavískt. Heimili hennar var listrænt og allir munir valdir af smekkvísi og kunnáttu. Dídí var fróð og gefandi manneskja sem af örlæti gaf okkur öllum tíma. Við eignuð- umst börn og hún kynntist þeim öllum vel, tók vel eftir okkur öllum og hjá henni höfð- um við öll rödd. Þín minning mun lifa elsku Dídí. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? (Stefán frá Hvítadal) Hún Hjördís, föðursystir mín, var menningarmiðlari. Hún lukti upp dyrum Þjóð- leikhússins fyrir mér 1954 og þá fórum við til tunglsins. Hún róaði mig þegar hinn óttalegi aldinbori skaut mér skelk í bringu. Útilegumennirnir voru hreinn barnaleikur eftir það og í Kardemommubænum var ekk- ert að óttast. Ég mat það ávallt mikils hve greinargóð og skemmtileg hún var bæði með börnum og full- orðnum. Hún hlustaði af jafn mikilli athygli á skoðanir eldri og yngri. Í störfum sínum fyrir land- lækni og hagstofu var hún mik- ils metin. Þess varð ég áskynja á meðal samstarfsmanna henn- ar. Hjördís hafði yfir sér blæ heimskonu sem naut sinnar menntunar og miðlaði af henni. Þá léku verkin líka í höndum hennar og hún var höfðingi heim að sækja. Ófáir konfekt- molarnir voru mótaðir að Austurbrún 4 undir verkstjórn Hjördísar á börnum og barna- börnum bræðra hennar. Samstaða og umhyggja systkinanna, Hjördísar, Sigur- jóns og Ingimundar var aðdáunarverð og mætti vera mörgum til eftirbreytni í firr- ingu nútímans. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. – Því er oss bezt að forðast raup og reiði og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss, en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss. (Jónas Hallgrímsson) Einar Valur Ingimundarson. Móðir mín, Margrét Sigurðardóttir, og Hjördís voru vinkonur alla ævi. Fyrst sem börn í Þingholtunum og síðar sem fullorðnar konur í Laugar- ásnum. Hjördís er því hluti af æskuminningum mínum. Hún kom oft heim og svo hitti ég hana á förnum vegi; í strætó, í sundlaugunum eða úti í búð. Alltaf sýndi hún mér jafnmikla hlýju og athygli - vildi spjalla og spurði frétta. Virtist alltaf vera svo glöð að hitta mig. Í þá daga voru fullorðnir ekki mikið að gefa sig að börnum. Seinna þegar ég eignaðist börn sýndi hún þeim jafn mikinn áhuga. Vildi vita hvað þau voru að gera og hvernig þeim gengi. Ég gleymi ekki fallegu útprjónuðu peysunni sem hún gaf elsta syni mínum. Bæði gladdist yfir að fá sængurgjöf frá henni en ekki síður dáðist ég að hand- bragðinu. Peysan bar gefanda sínum fallegt vitni. Ég gleymi heldur ekki heim- sóknum okkar mömmu heim til Hjördísar í háhýsið á Austur- brún. Það var stórkostlegt að standa við stofugluggann og horfa yfir borgina. Ekki síður fannst mér athyglisvert hvernig öllu var haganlega fyrir komið í pínulitlu íbúðinni hennar. Hjördís var glæsileg kona - bæði til orðs og æðis. Hún hafði hlýja og þægilega framkomu, klæddist klassískum og vönd- uðum fötum og átti fallegt heimili. Ólíkt öðrum konum á þessum árum vann Hjördís allt- af úti en hún vann alla sína starfsævi hjá landlæknis- embættinu. Það þótti okkur merkilegt og sveipa Hjördísi vissum ljóma. Það var eitthvað svo elegant við Hjördísi. Blessuð sé minning góðrar konu. Áslaug á Sporðagrunni 10. Hjördís Soffía Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.