Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 62
Morgunblaðið/Eggert
Tvenna Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar öðru marki sínu gegn Breiðabliki ásamt liðsfélögum sínum á Kópavogsvelli.
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Katrín Ásbjörnsdóttir reyndist hetja
Stjörnunnar þegar liðið vann afar
sterkan sigur gegn Íslandsmeisturum
Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á
Kópavogsvelli í Kópavogi í gær.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Garðbæ-
inga en Katrín skoraði bæði mörk
Stjörnunnar hvort í sínum hálf-
leiknum.
„Eftir erfiða byrjun hefur Stjarnan
snúið taflinu við og unnið þrjá leiki í
röð. Liðið fór óhrætt á einn erfiðasta
útivöll landsins og náði í verðskuld-
aðan sigur ,“ skrifaði Jóhann Ingi
Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Stjarnan fer með sigrinum upp í
fjórða sæti deildarinnar með 13 stig
og er nú einungis fjórum stigum frá
toppliði Vals, en Breiðablik er í öðru
sætinu með 15 stig.
_ Þetta var fyrsti sigur Stjörn-
unnar gegn Breiðabliki í efstu deild á
Kópavogsvelli í tæp átta ár, en
Garðbæingar fögnuðu síðast sigri í
Kópavogi hinn 1. júlí 2013. Leiknum
lauk þá með 2:1-sigri Stjörnunnar en
það voru þær Danka Podovac og
Harpa Þorsteinsdóttir sem skoruðu
mörk Garðbæinga. Greta Mjöll Sam-
úelsdóttir skoraði mark Blika.
Vindasamt á Sauðárkróki
Vindurinn var í aðalhlutverki þegar
Tindastóll tók á móti Selfossi á Sauð-
árkróksvelli á Sauðárkróki, en leikn-
um lauk með markalausu jafntefli.
Það var vindasamt fyrir norðan en
þrátt fyrir það var fyrri hálfleikurinn
fjörugur. Bæði lið fengi tækifæri til
þess að koma knettinum í netið en inn
vildi boltinn ekki og markalaus í hálf-
leik.
Síðari hálfleikurinn var ekki eins
fjörugur og sá fyrri og vindurinn hafði
mikil áhrif á leikmenn beggja liða.
„Króksarar spiluðu með vindinn í
bakið í seinni hálfleik og áttu þó-
nokkrar hornspyrnur sem vindurinn,
maður leiksins, sendi yfirleitt aftur
fyrir markið. Engin mörk sáust því í
dag og leikmenn gengu því vind-
blásnir til búningsklefa og skiptu
stigum á milli sín,“ skrifaði Sæþór
Már Hinriksson m.a. í umfjöllun sinni
um leikinn á mbl.is.
Tindastóll er í neðsta sæti deild-
arinnar með 5 stig, fjórum stigum frá
öruggu sæti, en Selfoss er í þriðja
sætinu með 14 stig.
_ Þetta fimmti leikurinn í úrvals-
deild kvenna í sumar sem endar með
markalausu jafntefli og annar leikur
Selfyssinga sem endar með marka-
lausu jafntefli.
Fyrsti sigurinn í átta ár
- Selfyssingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar þeir heimsóttu Sauðárkrók
- Íslandsmeistaraefnin í Val eru með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Pepsi Max-deild kvenna
Tindastóll – Selfoss .................................. 0:0
Breiðablik – Stjarnan............................... 1:2
Staðan:
Valur 8 5 2 1 20:11 17
Breiðablik 7 5 0 2 27:11 15
Selfoss 8 4 2 2 13:10 14
Þróttur R. 8 3 3 2 18:14 12
Stjarnan 7 3 1 3 9:11 10
ÍBV 8 3 0 5 13:17 9
Keflavík 8 2 3 3 8:13 9
Fylkir 8 2 3 3 8:16 9
Þór/KA 8 2 2 4 7:12 8
Tindastóll 8 1 2 5 5:13 5
Lengjudeild kvenna
Afturelding – ÍA ....................................... 3:0
Staðan:
Afturelding 8 5 3 0 22:9 18
KR 7 5 1 1 19:8 16
FH 7 5 0 2 14:7 15
Víkingur R. 7 3 2 2 15:11 11
Haukar 7 3 1 3 10:10 10
ÍA 8 3 0 5 9:20 9
Grótta 7 2 1 4 10:14 7
HK 7 2 1 4 10:17 7
Augnablik 7 1 2 4 8:14 5
Grindavík 7 0 3 4 9:16 3
2. deild karla
Leiknir F. – KV ........................................ 1:2
KF – Fjarðabyggð.................................... 4:0
Reynir S. – Njarðvík ................................ 1:3
Þróttur V. – Kári ...................................... 4:1
Haukar – ÍR.............................................. 5:2
Völsungur – Magni................................... 2:2
Staðan:
KV 9 5 4 0 20:12 19
Þróttur V. 9 5 3 1 23:11 18
Njarðvík 9 4 5 0 17:10 17
Haukar 9 4 3 2 23:16 15
KF 9 4 2 3 15:11 14
Reynir S. 9 4 1 4 19:18 13
ÍR 9 3 3 3 15:17 12
Völsungur 9 3 2 4 18:21 11
Magni 9 2 4 3 19:22 10
Leiknir F. 9 3 0 6 14:18 9
Fjarðabyggð 9 0 4 5 4:20 4
Kári 9 0 3 6 11:22 3
Noregur
Sandefjord – Bodö/Glimt ....................... 1:0
- Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 89 mínút-
urnar hjá Sandefjord.
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Tromsö – Kristiansund ........................... 0:0
- Adam Örn Arnarson lék fyrstu 78 mín-
úturnar fyrir Tromsö.
- Brynjólfur Willumsson kom inn á hjá
Kristiansund á 74. mínútu.
Molde – Strömsgodset............................. 3:0
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
- Valdimar Þór Ingimundarson lék fyrstu
63 mínúturnar fyrir Strömsgodset en Ari
Leifsson var ónotaður varamaður.
Rosenborg – Haugesund......................... 0:0
- Hólmar Örn Eyjólfsson var ónotaður
varamaður hjá Rosenborg.
Viking – Stabæk ...................................... 3:3
- Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik-
inn með Viking.
Staðan:
Molde 11 8 2 1 28:11 26
Bodø/Glimt 12 7 2 3 25:11 23
Kristiansund 10 5 2 3 8:9 17
Vålerenga 10 4 4 2 17:13 16
Viking 10 5 1 4 19:21 16
Rosenborg 11 4 3 4 20:16 15
Lillestrøm 8 4 1 3 10:10 13
Odd 8 3 3 2 11:8 12
Haugesund 8 3 3 2 9:6 12
Strømsgodset 9 3 2 4 13:18 11
Sarpsborg 8 2 3 3 6:8 9
Sandefjord 8 3 0 5 10:16 9
Tromsø 10 2 3 5 10:17 9
Mjøndalen 7 1 4 2 7:7 7
Stabæk 9 1 3 5 11:20 6
Brann 11 1 2 8 9:22 5
Stabæk – Vålerenga................................ 0:5
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga en Amanda Andradóttir
var ónotaður varamaður.
Kolbotn – Arna-Björnar ......................... 1:0
- Guðbjörg Gunnarsdóttir var varamark-
vörður Arna-Björnar.
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni NBA
Úrslit Austurdeildar:
Atlanta – Milwaukee .......................... 110:88
_ Staðan er 2:2.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Pepsi Max-deild karla:
Origovöllur: Valur – FH .......................19:15
Lengjudeild karla:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Selfoss ..................18
SaltPay-völlur: Þór – Vestri ......................18
Framvöllur: Fram – Grindavík............19:15
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Þróttur R. ......19:15
Varmá: Afturelding – Grótta................19:15
Extra-völlur: Fjölnir – Kórdrengir .....19:15
3. deild karla:
Fífan: Augnablik – Víðir ...........................20
Samsungvöllur: KFG – Ægir ....................20
Í KVÖLD!
Knattspyrnukonan Lára Kristín
Pedersen er orðin leikmaður Vals
og verða félagaskiptin tilkynnt
fljótlega. Lára var á leik Vals og
Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni á
þriðjudagskvöld.
Lára lék með KR á síðustu leiktíð
og gekk í kjölfarið í raðir Napólí á
Ítalíu í febrúar og lék sex leiki með
liðinu í A-deildinni en hefur nú gert
samkomulag við Val.
Hefur hún leikið með Aftureld-
ingu, Stjörnunni, Þór/KA og Napólí
og spilað samtals 173 deildaleiki
heima og erlendis á ferlinum.
Topplið Vals
styrkist frekar
Morgunblaðið/Eggert
Hlíðarendi Lára Kristín Pedersen
í leik með KR á móti Val.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís-
landsmeistari úr Keili, er ofarlega á
móti í Hollandi á Evrópumótaröð-
inni í golfi eftir góða spilamennsku
í gær
Guðrún lék átakalítinn hring og
notaði 70 högg. Er hún á tveimur
höggum undir pari, fjórum höggum
á eftir áströlskum kylfingi sem er
efstur, Stephanie Kyriacou.
Guðrún Brá er í 7.-12. sæti en
fyrsta keppnisdegi er lokið. Fyrsti
keppnisdagur lofar því góðu fyrir
Guðrúnu, en hún lék hringinn án
þess að fá verra skor en par.
Átakalítið hjá
Guðrúnu Brá
Ljósmynd/GSÍ
Holland Guðrún Brá lék fyrsta
hringinn á tveimur undir pari.
BREIÐABLIK – STJARNAN 1:2
0:1 Katrín Ásbjörnsdóttir 43.
0:2 Katrín Ásbjörnsdóttir 62.
1:2 Agla María Albertsdóttir 69.
MM
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
M
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Chloé Velde (Breiðabliki)
Birta Georgsdóttir (Breiðabliki)
Anna M. Baldursdóttir (Stjörnunni)
Sóley Guðmundsdóttir (Stjörnunni)
Ingibjörg L. Ragnarsd. (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Heiða R. Viðarsdóttir (Stjörnunni)
Gyða K. Gunnarsdóttir (Stjörnunni)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 5.
Áhorfendur: 358.
TINDASTÓLL – SELFOSS 0:0
M
Hugrún Pálsdóttir (Tindastóli)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóli)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi)
Guðný Geirsdóttir (Selfossi)
Dómari: Birgir Þór Þrastarson – 7.
Áhorfendur: 150.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
ÍBV sendi frá sér tilkynningu í gær
þar sem fram kom að Andri Ólafs-
son hefði látið af störfum sem þjálf-
ari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu.
Birkir Hlynsson hættir einnig í
þjálfarateyminu en fram kemur í
tilkynningunni að þeir kjósi að láta
af störfum af persónulegum ástæð-
um. Andri hefur stýrt liðinu frá
haustinu 2019 en ÍBV hafnaði í átt-
unda sæti deildarinnar á síðustu
leiktíð.
Gengi liðsins í sumar hefur verið
upp og ofan en ÍBV er með 9 stig í
sjötta sæti deildarinnar eftir fyrstu
átta leiki sína.
Næsti leikur ÍBV verður gegn
Fylki í Árbænum á þriðjudag.
Andri hættur
með lið ÍBV
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
ÍBV Andri Ólafsson lætur af
störfum sem þjálfari liðsins.
Giannis Antetokounmpo, einn at-
kvæðamesti leikmaður NBA-
deildarinnar í körfuknattleik, varð
fyrir hnémeiðslum þegar lið hans
Milwaukee Buck mætti Atlanta
Hawks í fjórða sinn í úrslitum Aust-
urdeildarinnar. Atlanta hafði betur
110:88 og er staðan jöfn 2:2 en vinna
þarf fjóra leiki til að komast í úrslit.
Grikkinn fór af velli í þriðja leik-
hluta eftir að hafa lent illa á fæt-
inum. Ekki lá fyrir hversu alvarleg
meiðslin eru þegar blaðið fór í
prentun í gær en til stóð að Ante-
tokounmpo færi í myndatöku í gær.
Þátttaka hans í næstu leikjum virðist
alla vega vera í uppnámi en Atlanta
er einnig án Trae Young.
Antetokounmpo
meiddist á hné
AFP
NBA Giannis Antetokounmpo studd-
ur af leikvelli í Atlanta í Georgíu.