Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 71

Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn á www.leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur. Frestur til að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til ogmeð 30. september 2021. Eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast. Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi frá og með 1. júlí 2021 og engar frekari greiðslur berast inn á lán. Heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar framlengd um tvö ár Heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns hefur verið framlengd til 30. júní 2023. Þeir sem nú þegar nýta sér úrræðið og vilja halda því áfram þurfa að óska eftir framlengingu. skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Enski kvikmyndaleikstjórinn Mene- lik Shabazz er látinn, 67 ára að aldri. Shabazz var bæði leikstjóri og handritshöfundur og brautryðj- andi í kvikmyndagerð þeldökkra í Bretlandi. Hann lést af völdum syk- ursýki í Simbabve þar sem hann vann að kvikmyndinni The Spirits Return en þá fyrstu, Burning an Ill- usion, gerði hann árið 1981. Í frétt dagblaðsins The Guardian segir að Shabazz hafi rutt brautina fyrir þeldökka kvikmyndagerð- armenn í Bretlandi en hann fæddist í Barbados og flutti til Bretlands þegar hann var fimm ára. Shabazz gerði sína fyrstu stuttmynd árið 1977 og var Burning an Illusion önnur kvikmynd þeldökks leik- stjóra í sögu Bretlands. Af öðrum merkum myndum má nefna heim- ildarmyndina Blood Ah Go Run. Ár- ið 1998 stofnaði hann tímaritið Black Filmmaker Magazine sem var helgað kvikmyndagerð þel- dökkra. Brautryðjandi Menelik Shabazz. Shabazz látinn Silkinálin fellur nefnist sýning Rakelar Mjallar sem opnuð verð- ur í galleríinu Flæði, Vestur- götu 17, í dag kl. 17. Á henni má sjá hönnun eftir Rakel og mynd- listarverk þar sem silki er í aðalhlutverki. Rakel kynnir fyrstu fatalínu sína undir nafninu Silk Ba- sics sem er unnin úr umhverfisvott- uðu og lífrænu silki. Rakel er tón- listar- og myndlistarkona að mennt en reynir nú einnig fyrir sér í fata- hönnun. Undanfarin ár hefur hún búið í London og er meðlimur í hljómsveitinni Dream Wife en þeg- ar kórónuveirufaraldurinn hófst þurfti hún að flytja heim. Á ferðum sínum um heiminn hefur hún iðu- lega saumað eigin búninga og var það henni hvatning til að stíga fyrstu skrefin í fatahönnun. Segir í tilkynningu að hún hafi frá unga aldri verið heilluð af silkiefnum og að hana hafi alltaf langað að sauma úr efninu. Í faraldrinum gafst tími til þess og úr varð fyrsta fatalína hennar úr umhverfisvottuðu líf- rænu silki. Á sýningunni verða til tvö ný vídeóverk, annað þeirra er unnið í samstarfi við leikkonu og ömmu Rakelar, Guðrúnu Ásmunds- dóttir, en hitt er eftir systur henn- ar, listakonuna Ragnheiði Hörpu. Sýningin stendur yfir í þrjá daga. Silkinálin fellur Rakel Mjöll Leifsdóttir mark sitt á mína tónlist og greitt götu mína með því að gera mína músík enn betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þetta gengi og hef því nefnt þau Stórskota- liðið,“ skrifar Sváfnir í tilkynningu um hljómsveitina og að hann sé ákaflega spenntur fyrir því að telja í og vonast eftir góðri mæt- ingu. Jæja gott fólk hefur hlotið góð- ar viðtökur og þá m.a. hjá Arnari Eggerti Thoroddsen og Andreu Jónsdóttur á Rás2 og hafa nokkur laga plötunnar komist á vinsælda- lista útvarpsstöðvarinnar. Á tón- leikunum verða flutt lög af báðum plötum Sváfnis en fyrri platan, Sváfnir Sigurðarson heldur út- gáfutónleika í kvöld kl. 20.30 í Gamla bíói með sjö manna hljóm- sveit. Sváfnir gaf út aðra sólóplötu sína, Jæja gott fólk, í desember í fyrra og segir „kærkomið að fá loksins að spila þessa músík við bestu aðstæður með besta mann- skap sem ég hefði getað hugsað mér að fá í verkefnið“ og að hann sé mjög spenntur fyrir tónleik- unum. Miðasala á þá fer fram á tix.is. „Þetta eru allt saman algerir snillingar. Fólk sem hefur spilað með mér á umliðnum árum; vinir mínir og kunningjar sem hafa lagt Loforð um nýjan dag, kom út 2016. Stórskotaliðið eru þau Dagný Halla Björnsdóttir sem syngur og raddar, Diddi Guðnason sem leik- ur á slagverk, Flosi Þorgeirsson á bassa, Haraldur V. Sveinbjörnsson á hljómborð, gítar og syngur, Kristján Freyr sem leikur á trommur og syngur, Stebbi Magg á gítar, Pálmi Sigurhjartarson sem leikur á píanó, harmonikku og syngur og loks Sváfnir sjálfur sem leikur á gítar og syngur. Svo skemmtilega vill til að Sváfnir á afmæli í dag, verður 52 ára og er honum óskað til hamingju með daginn. Stórskotalið Sváfnir með hljómsveitinni sem leikur með honum í kvöld. Sváfnir fagnar með Stórskotaliðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.