Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 72
ER HAFIN WWW.ILVA.IS ALLT AÐ 50% AF VÖLDUM VÖRUM Útsalan 1.júlí - 9.ágúst ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Það er hrikalega gaman í Þorlákshöfn núna og það lýs- ir því best að leikmenn hafa farið í sundlaugina á venju- legum afgreiðslutíma með verðlaunapeninginn um hálsinn. Adomas [Drungilas] bannaði okkur að taka verðlaunapeninginn af næstu fimm daga,“ segir Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs frá Þorlákshöfn í körfu- knattleik, meðal annars í blaðinu í dag. Leikmenn hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum vel en einnig er rætt við Ragnar Örn Bragason sem segir árangurinn skipta alla bæjarbúa máli. »63 Meistararnir spókuðu sig í sund- lauginni með gullið um hálsinn ÍÞRÓTTIR ford og við vorum oft þar og áður en ég fór í Íþróttakennaraskólann fékk ég að æfa hjá félaginu og spila með varaliðinu. Síðan var mér boðið að vera hjá Arsenal og var þar í um fjóra mánuði. Þetta var skemmtilegt en ég átti aldrei möguleika á atvinnumennsku.“ Pamela, eiginkona Halla, lést úr krabbameini 2016. Hann segir að félagsskapurinn í boltanum hjálpi mikið við að takast á við ein- veruna. „Þetta er skemmtilegur hópur og dagurinn er fljótur að líða þegar ég hjóla á hádegisæf- ingu og fer í gufu á eftir.“ Siglfirðingurinn lék með KS upp alla flokka. Frægt er þegar liðið tók fyrst þátt í 2. deild Íslands- mótsins, 1963, og vann Þrótt Reykjavík 4:2 á leiðinni að sæti í efstu deild. Haraldur og tveir bræður hans voru í liði heima- manna, en Þróttarar kærðu liðið fyrir að tefla fram þeim yngri, Sig- urjóni, sem var 16 ára, á þeirri for- sendu að hann væri of ungur og var KS dæmt úr keppni þrátt fyrir að hafa fengið staðfestingu frá KSÍ fyrir leik að pilturinn mætti spila! Haraldur hefur hins vegar aldrei verið kærður fyrir að vera of gamall. „Þvert á móti segja stöðugt fleiri að þeir geti ekki hætt fyrr en þeir verði búnir að ná mér í aldri, segjast eiga að minnsta kosti eftir 10 ár í boltanum,“ segir hann yfirvegaður. Það er vel enda er stefnt að því að fyrrnefnt mót Breiðabliks, KR og Þróttar verði vísir að Íslandsmóti fyrir 60 ára og eldri. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Haraldur Erlendsson, íþrótta- kennari í um 53 ár og enn að, er sennilega elsti íslenski knatt- spyrnumaðurinn til að taka þátt í fótboltamóti, en hann er 76 ára og var í sigurliði Breiðabliks í þriggja liða móti leikmanna 60 ára og eldri á dögunum. „Fótboltinn er mín líkamsrækt og ég þakka fyrir að geta leikið mér aðeins,“ segir hann. Halli, eins og hann er alltaf kall- aður, ólst upp á Siglufirði, var á skíðum á veturna og í fótbolta á sumrin. Það hefur lítið breyst. „Ég er reglulega í fótbolta og fer á svigskíðin í Bláfjöllum þegar hægt er. Ef röð er í lyfturnar skelli ég mér á gönguskíðin.“ Fyrsta markið Miðjumaðurinn lék 158 leiki með meistaraflokki Breiðabliks á árunum 1969-1976 og skoraði fyrsta mark Breiðabliks í efstu deild í 1:0 sigri á KR 1971. „Þór Hreiðarsson hljóp upp kantinn með boltann, gaf fyrir, boltinn fór í fæturna á mér og þaðan í mark- ið,“ segir Halli hógvær. Þess má geta að Róbert, sonur Halla, og Sara, dóttir hans, hafa spilað í meistaraflokki í Breiðabliki og út- lit er fyrir að Tómas Róbertsson verði fyrsti meistaraflokksmaður félagsins af þriðju kynslóð leik- manna. Þjálfaraferillinn byrjaði á Fá- skrúðsfirði samfara sundkennslu eitt sumarið og seinna þjálfaði hann yngri flokka hjá Breiðabliki og var þjálfari meistaraflokks kvenna í nokkur ár. „Ég fann Ástu B. Gunnlaugsdóttur,“ segir hann um þjálfun meistaraflokksins. Hann hafi séð hana á sprettinum í frjálsum og fengið hana til að mæta á fótboltaæfingu. „Ég vissi að hraði hennar myndi nýtast vel og þó hún skoraði bara úr tveimur af tíu dauðafærum væri það hið besta mál.“ Margir í fótbolta eiga sér draum um atvinnumennsku og Halli reyndi fyrir sér hjá Watford og Arsenal. „Eiginkonan var frá Wat- Á eftir bolta kemur... - Haraldur Erlendsson 76 ára meistari í fótboltamóti - Byrjaði snemma í íþróttum á Siglufirði og kennir enn sund Alltaf í boltanum Haraldur Erlendsson, Halli, á fullri ferð á dögunum. MENNING Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari og Eden Sek- ulovic sellóleikari leika sónötur eftir Beethoven og tyrkneska tónskáldið Fazil Say í Hofi á Akureyri í kvöld kl. 20. Sónata Beethovens í A-dúr er ein þekktasta són- atan fyrir selló og píanó og Fazil Say leitar á önnur mið í sónötu sinni þar sem áhrif frá djassi, þjóðlagatónlist og popptónlist blandast saman við klassískan grunn- inn, eins og því er lýst í tilkynningu. Eden og Þóra kynntust við nám í Zürich. Eden er frá Svartfjallalandi og Þóra frá Akureyri. Miðasala fer fram á mak.is. Gamlir og nýir tímar – sónötur fyrir selló og píanó í Hömrum í Hofi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.