Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 26
rörumaSurinn - Símon Jóh. Ágústsson (11. árg.) Mig tasla tímans straumar, jeg tek mjer staf í hönd. Með hann - og ekkert annað í ókunn fer jeg lönd. ö, burt í fagra blámann, jeg böndin sundur slít. Þið eignist heimaha^a -, jeg heiminn allan lit. Jeg þrauka ei lengur þögull og þoli skakkaföll, min gæfan bjarta bíður á bak við næstu fjöll. Jeg kveð nú aftur útlönd, þvi allt var tál í þeim; með stafinn - ekkert annað jeg einn má staulast heim. Þú yrkir - Friðjón Skarphéðinsson (IV. árg.) Þú yrkir um gleði og ástir og ilnandi vin í skál, fagra og dýra drauma, sem dýpst eru í £inni sál. Til vorsins J)ú vængi þenur vonglaðan meður hug. 1 stað þess Jig haustið hremmir og heftir þitt vængjaflug. Því hverful er lífsins lukka og ljettvæg á metaskál, og draumarnir dýru eru draumar og aðeins tál. Sníótittlingar - Jónas Þ. Thoroddsen (111. árg.) Þú ert hjer að berjast þitt blóðuga stríð við byljina köldu í snjókomu og hríð og forlögin fláráðu og grimmu, sem vilja, að hver fugl, sem að frelsisins naut og flaug hina sólbjörtu, himnesku braut, sé heftur í dalina dimmu. 1 vetrarins stormgný og klökugum klóm þú kvelst, og þú missir þinn söngljúfa róm, og hríðarnar hreiðrið þitt fólu. Þú þráir þinn skrúðgræna, skínandi veg, jeg skil þig, minn vinur, þú ert eins og jeg að bíða eftir sumri og sólu. Játning - Sigurður Einarsson (IV. árg.) Mjer finst það vera heldur lítið hnoss í himnaríki að klæðast rykkilíni, fái jeg þar aldrei ástarkoss og aldrei dropa' af hreinu brennivíni. Því þó jeg fái meinlaust messuvín og megi þamba' af slíku, sem mig lystir, held jeg ekki hressist sála mín; slík hugarbót er lítil, er mann þyrstir. Þá vil jeg heldur vera á himnum snauður af víni hreifur leggjast - alveg dauður og sofa um eilífð sætt og blítt og rótt Og glóhærð mær, með ungum, hvítum armi, engilhrein, mig dregur sjer að barmi og segir: ,,Sofðu, vinur. Góðan' Þá vil jeg heldur vera á himnum snauður af víni hreifur leggjast - alveg dauður og sofa um eilífð sætt og blítt og rótt Og glóhærð mær, með ungum, hvítum armi, engilhrein, mig dregur sjer að barmi og segir: ,,Sofðu, vinur. Góða nótt". Kvæði - Páll Bergþórsson Mér finnst það stundum skrítið, þegar mætir menn og góðir af miklum fjálgleik tala um heimsins píndu þjóðir. Þeir óska þess, að styrjöldin enda taki senn, þeim ægir þetta brjálæði, sem gripið hefur menn. En brjálæðið og stríðið hefur bjargað Islendingum frá bráðu fjárhagshruni með ráðstöfunum slyngum. Og varla getur minna verið en við þökkum það þeim, sem komu vopnunum og herjunum af stað. Og þótt þeir væru snjallir, sem stýrðu okkur áður, og allur þeirra sþjórnarferill væri mikið dáður, þá fundum við þó muninn, þegar stríðið tók í taum, því tókst að láta rætast svo margan fagran draum. Já, gott er blessað stríðið, það sætti heiminn hálfan og Hitlersfriðinn stofnsetti - því fagnar gervöll álfan. En Islendingar kvarta um óáran og strið, þeir ættu að læra viðkvæðið frá gamalli tíð: Blessað stríðið. Kauira hattan - ö. (Vlll. árg.) Menn ræða um rauða hættu og rífast á hverjum stíg. Og allt ^er að komast í uppnám af eintómum stéttaríg. Menn ræða um rauða hættu, um rúblur og pólitík -, svo engist af andlegum skjálfta aðall í Reykjaík... Menn ræða um rauða hættu, - en ræðan er hvergi min -, því rauðust af rauðum hættum er, Ragna mín, - vörin þín. Jámsjniðurinn. - Haukur Kristjánsson Er andvarinn þýtur um borgir og bæ o^ björt ljómar sólin um hauður og sæ, þa hokinn hann stendur með húmdökkvar brár í hita og svækju með reyklitað hár. Þrekinn um herðar með þróttlega mund af þoli og festu er einkennd hans lund. Af eldi og málmi er mótuð hans sál, milt er þó skapið en traust eins og stál. Svo stígur hann smiðjuna, sterklega og fast og starir í eldinn, hans auglit er hvasst. Eldurinn töfrar og heillar hans hug, herðir og treystir hans vilja og dug. Þá grípur hann járnið svo glóandi hvítt, það glymur í steðjanum ákaft og títt. Sindrandi gneistarnir svífa eins og mý og sveipa í eldsljóma kolareyksský. Svo meitlar^hann járnið, hið mótaða stál, það minnir á eitthvað sem býr yfir sál. Hann skynjar sinn volduga skapandi mátt, er skálaið, sem yrkir á sérstæðan hátt. Við steðjann hann semur sín stórbrotnu ljóð, í steikjandi hita frá rjúkandi glóð. Þögull í kyrrþey hann vinnur sín verk, þau vitna um það hversu sálin var sterk. Er einn ég geng - G.Þ.G. Er einn ég gen^ á niðadimmri nóttu í næturkyrrð, eg yrki kvæðin flest. Og nóttin hlustar, því nóttin heyrir til mín, og nóttin skilur hugsun mína bezt. Eg segi henni um ástir mínar allar, og ein hún þekkir hugarfylgsni mín, og myrkrið brosir, þv£ myrkrið hlustar á mig, og myrkrið flytur kveðjuna til þín. Það ber þér hana í breiðum faðmi sínum, það ber svo hljótt þér ástarorðin mín. Og kyrrðin hlustar, og kyrrðin við mér brosir, því kyrrðin veit um ást mína til þín. Haustljóð - Á.G. Ég kvað þér forðum kvæðið mitt eitt kvöld í september, er blærinn lék við lyngið rautt og lokk í hári þér. Og rökkrið, fullt af ást og yl, var ætlað þér og mér. 1 kulda og myrkri kúri ég einn eitt kvöld í október, er norðangolan nístingsköld um naktar greinar fer. Og ljóðinu hef ég löngu gleymt - og lxka bráðum þér. Þú getur varla gert þér Ijóst, hve guðsfeginn ég er, Kveðið tmclir nóttina - Hannes Pétursson Hrynja vetrarhúmsins tjöld, hljóðnar kæti á vörum. Það er liðið langt á kvöld, ljósin kvika á skörum. Kulnar eldur enn á ný, andlit varpar skugga. Silfurstjornur sindra £ svölum héluglugga. Nætur myndir þyrpast þétt. Það er gott að vaka, gegnum hugann læðist létt löngu kveðin staka. Næturmynair þyrpast þétt. Það er gott að vaka., gegnum hugann læðist létt löngu kveðin staka. Þri - Ges Dapur hef ég drukkið areyra blandið vfn, nóttin hug minn hr.y^gg'an heillar burt til þ£n. Björt er draumaborgin, bros £ aubum sk£n, létt við hár mitt leikur ljúfa höndin þ£n. Hefjum glas £ heudi, harmur þungur av£n, handan vetraarvinda vorið bíður m£n. 26

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.