Þjóðmál - 01.06.2019, Side 9
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 7
Til að binda enda á málþófið, knýja fram
afgreiðslu brýnna mála og ná samstöðu um
hlé á fundum þingsins lagði Katrín Jakobs dóttir
forsætisráðherra til að það kæmi saman að
nýju 28. ágúst og stæði til 2. september 2019.
Í samkomulagi sem formenn Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Miðflokk-
sins undirrituðu 18. júní 2019 segir að á ofan-
greindum dögum verði þriðji orku pakkinn
tekinn til lokaumræðu og atkvæðagreiðslu.
Umræður eiga að fara fram miðvikudag og
fimmtudag 28. og 29. ágúst en atkvæða-
greiðslur mánudaginn 2. september.
Einnig var samið um að utanríkismálanefnd
alþingis kæmi saman til tveggja eða þriggja
funda dagana 13. til 23. ágúst. Þar yrði farið
yfir athugasemdir sem kynnu að hafa borist
auk þess sem nefndarmönnum gæfist kostur
á að senda frá sér framhaldsnefndarálit ef
þeir kysu.
Óvenjulegt er að gert sé skriflegt samkomu-
lag í þessa veru. Fyrir þeim sem það gerðu
hefur vafalaust vakað að koma til móts við
þá í hópi þingmanna sem töldu óvarlegt að
fresta fundum alþingis. Því réð meðal annars
vantraust í garð miðflokksmanna, ótti um að
þeir stæðu ekki við orð sín. Að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins,
skrifaði undir þennan texta þótti tryggja að
við hann yrði staðið.
II.
Umræðurnar um þriðja orkupakkann snerust
í vaxandi mæli um gagnrýni á forystumenn
Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill var þetta frá
upphafi tilgangur einhverra. Þeir vildu nota
þessa meinlausu viðbót við íslenska orku-
löggjöf til að koma höggi á þá sem leiða
Sjálfstæðisflokkinn.
Það leikbragð heppnaðist. Spámenn í
hópi stjórnmálaskýrenda hafa nú gerst
sporgöngumenn þeirra.
Jakob Bjarnar, blaðamaður vefsíðunnar visir.
is, birti föstudaginn 12. júlí fréttaskýringu á
vefsíðunni undir fyrirsögninni: Ögurstund í
sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp.
Kenning blaðamannsins er sú að innan
Sjálfstæðisflokksins hafi verið háværar kröfur
um að efnt yrði til flokksráðsfundar fyrir
afgreiðslu þriðja orkupakkans 2. september
til að taka flokksforystuna á beinið og jafnvel
skipta um hana.
Ótti forystumannanna við slíkan fund eða
kröfur um hann hafi verið svo miklar að með
hraði hafi verið boðað til flokksráðsfundar
14. september 2019 og þar yrði því fagnað
að 25. maí 2019 voru 90 ár liðin frá því að
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður.
Jakob Bjarnar lætur eins og í því felist sérstök
klókindi flokksforystunnar að boða þennan
flokksráðsfund í skyndi á þessum tíma. Þessi
skýring hans stenst ekki. Sérstök afmælisnefnd
starfaði á vegum flokksins og í tilkynningu
frá henni í vor sagði að 7. september væri
fyrirhugað að sjálfstæðismenn af landinu öllu
fögnuðu 90 ára afmæli flokksins saman með
málþingi, formannafundi, flokksráðsfundi og
kvöldskemmtun.
Að þessum viðburði sé frestað um viku
markar engin pólitísk þáttaskil og er ekki
neinn „krókur á móti bragði“ af hálfu flokks-
forystunnar eins og Jakob Bjarnar segir.
Dýpt rannsókna blaðamannsins birtist í
þessum orðum:
„Gremjan [innan Sjálfstæðisflokksins]
beinist þannig fyrst og fremst að Bjarna og
með því að færa áðurnefndan flokksráðs-
fund aftur fyrir þingumræðuna, og svo með
samþykkt orkupakkans sem að er stefnt, þá
leggur hann allt undir. Þrýstingur á hann
hefur aukist jafnt og þétt og þetta með að
tímasetja flokkráðsfund eftir umræðuna
á þingi, blanda honum saman við kvöld-
skemmtun og afmælisfögnuð, er ekki til
þess fallið að gera hann óumdeildari.“
Að setja þetta upp á þennan hátt og kalla
ögurstund innan Sjálfstæðisflokksins er ekki
fréttaskýring heldur dæmi um hve orku-
pakkinn kallar fram öfgafullan málflutning.