Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 9
Þá sagði hann:
„[H]ér [er] um að ræða í efnisatriðum mjög
stórt mál sem á yfirborðinu, hugsanlega,
varðar ekki með beinum hætti íslenska
raforkumarkaðinn vegna þess að boðvald
viðkomandi sameiginlegrar stofnunar
[ACER] virkjast ekki fyrr en íslenski
markaðurinn tengist þeim evrópska.“
Þarna sló Bjarni strax varnagla vegna
sæstrengsins. Athuganir lögfræðinga og álit
hafa síðan áréttað þennan grundvallarþátt.
Það verði ekkert framsal án sæstrengs og
þrátt fyrir strenginn telja sumir ekki um
neitt framsal að ræða. Komi ósk um streng
vill þingflokkur sjálfstæðismanna að alþingi
samþykki heimild til að svara henni og innan
þingflokksins fjölgar röddum um að þjóðin
greiði atkvæði um hvort heimila beri rafstreng
í hafinu milli Íslands og annarra landa.
Þorsteinn Víglundsson spurði enn:
„Styður Sjálfstæðisflokkurinn áframhaldandi
gildi EES-samningsins hér á landi? Styður
Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn sem hann
á sæti í sem leggur einmitt mikla áherslu á
vandaða framkvæmd EES-samningsins?“
Bjarni Benediktsson svaraði:
„Auðvitað styðjum við EES-samninginn,
aðild okkar að honum og betri framkvæmd
hans. [...]
Það sem ég á svo erfitt með að skilja
er áhugi hv. þingmanns og sumra hér
á þinginu á að komast undir boðvald
samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum
liggur mönnum á að komast undir
sameiginlega raforkustofnun Evrópu á
okkar einangraða landi með okkar eigið
raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum
hafa menn áhuga á því að komast undir
boðvald þessara stofnana? (ÞorstV: Við
erum þegar undir því.) Ja, vegna þess að
við erum þegar undir því? Eru það rök,
hæstv. forseti? Eru það rök að þar sem
Evrópusambandinu hefur þegar tekist að
koma Íslandi undir einhverja samevrópska
stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“
Frammíkall Þorsteins Víglundssonar er rangt.
Ísland sætir engu boðvaldi frá ACER og gerði
raunar ekki heldur yrði lagður sæstrengur,
sem er enn ólíklegra nú en fyrir áratug eða
tveimur. Þorsteinn hafði engin rök fyrir máli
sínu, hann gekk erinda flokks síns, Viðreisnar,
sem vill Ísland undir ACER með aðild að ESB.
Þetta svar Bjarna Benediktssonar hafa
andstæðingar þriðja orkupakkans afflutt.
Þeir láta þess jafnan ógetið að hann á þarna
orðastað við Þorstein Víglundsson, þingmann
Viðreisnar, sem vill fara inn í ESB og undir
boðvald stofnana sambandsins. Bjarni spyr
hann ítrekað: Hvers vegna í ósköpunum?
Svarið sem Þorsteinn gefur er rangt en
endurspeglar óskhyggju hans.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.