Þjóðmál - 01.06.2019, Side 15
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 13
Viðspyrnan frá síðustu efnahagslægð
Á síðasta ári hóf Hagstofan birtingu talna um
framleiðni vinnuafls eftir atvinnugreinum.
Talnaröðin nær þó aðeins til áranna 2008-2017,
en fyrirhugað er að birta tölur um lengra
tímabil á næstu misserum. Þó að erfitt sé
að draga marktækar ályktanir af svo stuttu
tímabili, auk þess sem það hefst í djúpri
efnahagslægð, er margt sem vekur athygli.
Áhugavert er að skoða hvar viðspyrnan hefur
verið mest í formi aukinnar framleiðni, eins
og sést á súluritinu hér fyrir ofan.
Fyrst er að nefna að framleiðniaukning í
öllu hagkerfinu á þessu tímabili var 1,3%
á ári að jafnaði, sem er í takti við áætlað
langtíma meðaltal hennar á Íslandi, sem er að
framleiðni vinnuafls hafi aukist um 1,5% að
meðaltali á ári undanfarna áratugi. Aukningin
var langmest í atvinnugreininni upplýsingum
og fjarskiptum, 5,1% á ári að jafnaði, en þar á
eftir komu atvinnugreinar sem búa við mesta
samkeppni, annaðhvort á alþjóðamarkaði
eða keppa við innflutta vöru og þjónustu, en
aukningin í þeim var 2,7-3,9% á ári að jafnaði.
Engum vafa er undirorpið að mikil og ör
framþróun í upplýsingatækni og fjarskiptum
hefur stuðlað að mikilli framleiðniaukningu í
öllum greinum atvinnulífsins.
Fiskveiðar, fiskeldi og landbúnaður eru
flokkaðar saman, en þar vegur landbúnaður
um fimmtung. Athygli vekur hversu lítil fram-
leiðniaukning var í þessum flokki, eða
einungis 0,6% á ári að jafnaði. Það er bagalegt
að útgerð og fiskvinnsla flokkist ekki
saman í sjávarútveg í framleiðnigögnum
Hagstofunnar. Fiskvinnsla flokkast sem
iðnaður, en talsverð fjárfesting var í greininni
á þessu tímabili sem fækkaði störfum með
aukinni sjálfvirkni og leiddi til aukinnar
Árlegur vöxtur framleiðni vinnuafls 2008-2017 eftir atvinnugreinum
Hlutfallsleg breyting
Heimild: Hagstofa Íslands
1,6%
0,5%
1,1%
1,9%
1,5%
-4,4%
5,1%
3,9%
3,2%
3,4%
3,4%
2,7%
0,6%
Upplýsingar og fjarskipti
Gististaðir og veitingarekstur
Sérfræðileg starfsemi
Önnur starfsemi
Opinber stjórnsýsla, menntun, heilbrigðismál
Ýmis sérhæfð þjónusta
Leigustarfsemi o.fl.
Fjármál og tryggingar
Flutningar
Heild- og smásöluverslun
Byggingarsarfsemi
Iðnaður
Fiskveiðar, fiskeldi, landbúnaður
Hagkerfið í heild: 1,3%