Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 16
14 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
framleiðni vinnuafls. Þá kemur ekki á óvart
ör framleiðniþróun í atvinnugreininni
upplýsingar og fjarskipti á þessu tímabili vegna
stöðugra og mikilla framfara í upplýsinga-
tækni, né heldur framleiðniminnkun í
fjármálakerfinu, því í upphafi tímabilsins var
stærð bankanna í hámarki og þeir skruppu
síðan saman í bankahruninu haustið 2008.
Þróunin síðustu tvo áratugi áætluð
Gagnlegt væri fyrir upplýsta umræðu um
kjara- og velferðarmál að framleiðnitölur
næðu yfir lengra tímabil. Þó má gera grófa
áætlun um framleiðniþróun eftir atvinnu-
greinum á árabilinu 1997-2007 á grundvelli
talna Hagstofunnar um vinnsluvirði skv.
framleiðslu uppgjöri og áætluðum fjölda
vinnustunda samkvæmt vinnumarkaðs-
rannsókn stofunnar.
Niðurstaða þeirrar áætlunar sést á súluritinu
hér að ofan, en þar kemur fram árleg
framleiðni aukning fimm atvinnugreina og
hagkerfisins í heild.
Framleiðniaukning vinnuafls í efnahagslífinu
öllu, þ.m.t. hinu opinbera, var 2,8% á
tímabilinu 1997-2017 samkvæmt þessum
útreikningum og var þannig mun meiri á fyrri
hluta tímabilsins en því síðara.
Framleiðniaukningin var mest í sjávarútvegi,
3,3% árlega að jafnaði, sem skýrist fyrst og
fremst af mjög mikilli fækkun vinnustunda,
bæði í fiskvinnslu og útgerð. Framleiðni-
aukningin var einnig mikil í iðnaði, 3,0%
árlega að jafnaði, sem skýrist að hluta af
álveri Fjarðaáls sem hóf rekstur árið 2007.
Framleiðniaukningin var álíka mikil í öðrum
samkeppnisgreinum atvinnulífsins og
hagkerfisins í heild, eða á bilinu 2,0-2,6%.
Árlegur vöxtur framleiðni í 5 atvinnugreinum og hagkerfinu alls 1997-2017
Hlutfallsleg breyting
Heimildir: Hagstofa Íslands fyrir 2008-2017, áætlun höfundar fyrir 1997-2007
2,6%
2,2%
2,0%
3,0%
3,3%
2,8%
Heild- og smásöluverslun
Iðnaður
Byggingarstarfsemi
Flutningar
Hagkerfið alls
Sjávarútvegur