Þjóðmál - 01.06.2019, Page 17

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 17
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 15 Samspil kaupmáttar og framleiðni Það er áhugavert að bera saman þróun framleiðni vinnuafls og kaupmáttar launa. Hagstofan hefur birt vísitölur launa í atvinnu- greinunum sem hér er fjallað um, þ.e. framleiðslu, byggingarstarfsemi, verslun og flutningum, fyrir tímabilið 2005-2018. Á súluritinu hér að ofan er sjávarútvegi bætt við og launaþróun þar áætluð út frá þróun meðallauna fiskvinnslufólks, en ekki liggja fyrir opinberar tölur um launaþróun sjómanna. Í meðfylgjandi samanburði hefur launaþróun á almennum vinnumarkaði í heild verið skeytt framan við talnaraðir atvinnugreinanna á tímabilinu 1997-2005 og hagkerfisins í heild. Á þessum tveimur áratugum, 1997-2017, óx kaupmáttur launa og framleiðni vinnuafls álíka mikið í efnahagslífinu í heild, eða um 2,4-2,8% árlega að jafnaði. Það felur í sér að framleiðni vinnuafls og kaupmáttur launa var 60-70% hærri árið 2017 en tveimur áratugum fyrr. Framangreindur samanburður sýnir að kaupmáttur launa og framleiðni vinnuafls haldast í hendur til langs tíma, með tilteknum frávikum sem eiga sér yfirleitt einfaldar skýringar. Hófsemd stuðlar að meiri velferð Kaupmáttur launa jókst meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum á árunum 1997-2017. Kaupmáttur jókst um 2,4% árlega að jafnaði á Íslandi, 2,1% í Noregi, 1,7% í Svíþjóð og 1,1% í Danmörku. Miklu munar um hverja prósentu þegar litið er yfir langt tímabil. Þannig var kaupmáttaraukningin í heild 61% á Íslandi, 50% í Noregi, 39% í Svíþjóð og 23% í Danmörku á þessu tímabili. Þetta segir þó ekki alla söguna. Árlegur vöxtur framleiðni vinnuafls og kaupmáttar launa 1997-2017 Hlutfallsleg breyting Heimildir: Hagstofa Íslands fyrir 2008-2017, áætlun höfundar fyrir 1997-2007 2,6% 2,2% 2,0% 3,0% 3,3% 2,8% 3,1% 2,3% 2,3% 2,3% 2,6% 2,4% Heild- og smásöluverslun Flutningar Sjávarútvegur Byggingarstarfsemi Iðnaður Hagkerfið alls Framleiðni Kaupmáttur

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.