Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 17

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 17
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 15 Samspil kaupmáttar og framleiðni Það er áhugavert að bera saman þróun framleiðni vinnuafls og kaupmáttar launa. Hagstofan hefur birt vísitölur launa í atvinnu- greinunum sem hér er fjallað um, þ.e. framleiðslu, byggingarstarfsemi, verslun og flutningum, fyrir tímabilið 2005-2018. Á súluritinu hér að ofan er sjávarútvegi bætt við og launaþróun þar áætluð út frá þróun meðallauna fiskvinnslufólks, en ekki liggja fyrir opinberar tölur um launaþróun sjómanna. Í meðfylgjandi samanburði hefur launaþróun á almennum vinnumarkaði í heild verið skeytt framan við talnaraðir atvinnugreinanna á tímabilinu 1997-2005 og hagkerfisins í heild. Á þessum tveimur áratugum, 1997-2017, óx kaupmáttur launa og framleiðni vinnuafls álíka mikið í efnahagslífinu í heild, eða um 2,4-2,8% árlega að jafnaði. Það felur í sér að framleiðni vinnuafls og kaupmáttur launa var 60-70% hærri árið 2017 en tveimur áratugum fyrr. Framangreindur samanburður sýnir að kaupmáttur launa og framleiðni vinnuafls haldast í hendur til langs tíma, með tilteknum frávikum sem eiga sér yfirleitt einfaldar skýringar. Hófsemd stuðlar að meiri velferð Kaupmáttur launa jókst meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum á árunum 1997-2017. Kaupmáttur jókst um 2,4% árlega að jafnaði á Íslandi, 2,1% í Noregi, 1,7% í Svíþjóð og 1,1% í Danmörku. Miklu munar um hverja prósentu þegar litið er yfir langt tímabil. Þannig var kaupmáttaraukningin í heild 61% á Íslandi, 50% í Noregi, 39% í Svíþjóð og 23% í Danmörku á þessu tímabili. Þetta segir þó ekki alla söguna. Árlegur vöxtur framleiðni vinnuafls og kaupmáttar launa 1997-2017 Hlutfallsleg breyting Heimildir: Hagstofa Íslands fyrir 2008-2017, áætlun höfundar fyrir 1997-2007 2,6% 2,2% 2,0% 3,0% 3,3% 2,8% 3,1% 2,3% 2,3% 2,3% 2,6% 2,4% Heild- og smásöluverslun Flutningar Sjávarútvegur Byggingarstarfsemi Iðnaður Hagkerfið alls Framleiðni Kaupmáttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.