Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 19
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 17
Mest kaupmáttaraukning á Íslandi
meðal OECD-ríkja 1997-2017
Kaupmáttur launatekna jókst meira á Íslandi
en í öðrum aðildarríkjum OECD á tímabilinu
1997-2017. Mælikvarði OECD kallast Com-
pensation per employee in the total economy,
sem þýða má sem launatekjur á hvern
starfsmann í hagkerfinu. Þessi hagfellda
niðurstaða fyrir íslenskt launafólk átti sér
stað þrátt fyrir banka hrunið á miðju tíma-
bilinu. Jafnframt styttist vinnutími Íslendinga
verulega á þessum tveimur áratugum
þar sem meðalvinnuvikan styttist um 3,5
stundir, eða 8%. Á móti jókst hlutur launa
í verðmætasköpuninni úr 57% í 63% og er
orðinn einna hæstur meðal OECD-ríkjanna.
Samandregið sýna þessar tölur magnaða
frammistöðu íslensks efnahagslífs og mikinn
viðnámsþrótt þegar á móti hefur blásið.
Lífskjarasamningurinn,
framleiðniaukning og sveiflujöfnun
Í Lífskjarasamningnum 2019 eru launa-
hækkanir tengdar við framleiðniaukningu
og jafnframt er í honum viðleitni til jöfnunar
kjara sveiflna. Samkvæmt ákvæði samningsins
um hagvaxtarauka munu launaliðir
samningsins hækka á samningstímanum
ef framleiðni (skilgreind sem hagvöxtur
á hvern íbúa) vex meira en 1%. Þá munu
kaup taxtar hækka ef launaskrið á markaði
verður umfram tiltekin mörk samkvæmt
ákvæði um kauptaxtaauka. Þannig er ætlunin
að koma í veg fyrir spennu við gerð næstu
kjarasamninga ef kauptaxtar dragast aftur
úr almennri launaþróun vegna launaskriðs.
Þessi ákvæði ættu að öðru óbreyttu að stuðla
að auknum stöðugleika, lægri vöxtum og
betri lífskjörum. Það er til mikils að vinna að
vel takist til.
Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
7,1%
7,7% 7,7%
5,3%
6,8%
7,2%
3,2%
6,2%
2,9%
3,8%
1,4%
4,7%
2,0%
0,6%
4,2%
1990-2000 2010-20182000-2010
Breytingar launa, verðlags og kaupmáttar launa að jafnaði árlega eftir
áratugum frá 1990
Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlun höfundar
Aukning kaupmáttar skv. launavísitölu
Hækkun lágmarkslauna
Hækkun launavísitölu
Verðbólga
Aukning kaupmáttar lágmarkslauna