Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 21
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 19
Hörður lét snemma að sér kveða og sýndi fljótt
hæfileika til forystu. Hann var starfs maður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1959-1961 og
formaður þess 1960-1962. Á árunum 1965-
1966 var Hörður fulltrúi framkvæmdastjóra
hjá Almenna bókafélaginu. Að MBA-náminu
loknu 1968 var Hörður ráðinn til fjárlaga- og
hagsýslustofnunar í fjármálaráðuneytinu og
starfaði þar til 1974. Þá réðst Hörður til Flug-
leiða sem framkvæmdastjóri fjármála sviðs,
en hann hafði setið sem fulltrúi fjármála-
ráðuneytisins í nefnd um sameiningu
Flugfélags Íslands og Loftleiða 1972-1973.
Árið 1979 var Hörður ráðinn forstjóri
Eimskipa félags Íslands og gegndi hann
því starfi til ársins 2000. Hörður sat í stjórn
Flugleiða 1984-2004 og var þar stjórnar-
formaður 1991-2004.
Auk ofangreindra starfa tók Hörður virkan
þátt í ýmsum félagsmálum, bæði innan
atvinnulífs og menningarlífs. Hann lét sér
mjög annt um málefni Háskóla Íslands, sat
í háskólaráði og í stjórn Landsbókasafns-
Háskólabókasafns. Hörður var sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands í nóvember 2008. Hann
var víðförull heimsborgari og hafði brennandi
áhuga á tónlist af ýmsu tagi, einkum óperum,
og var afar vel að sér á því sviði. Hann og
Áslaug Ottesen, eiginkona hans, nutu þess að
fylgjast með flutningi á óperum víða um
heim með þekktustu stjörnum í þeirri listgrein.
Af framansögðu er ljóst að Hörður kom víða
við og hafði áhuga á margvíslegum málum
og var duglegur við að styðja við þau mál
sem fönguðu áhuga hans. Hans verður þó
helst minnst sem leiðtoga í atvinnulífi, manns
sem breytti því hvernig tekist var á við nýjar
áskoranir.
Hörður Sigurgestsson var formfastur maður.
Öll vinnubrögð voru mjög eindregin og flest
allt sem unnið var, var skráð niður á minnis-
blöð sem voru vistuð á mjög ákveðinn hátt.
Þannig var hægt að rekja ákvarðanir og meta
hvaða rök voru færð fyrir því sem ákveðið var.
Eimskipafélag Íslands
Þegar Hörður kom að Eimskipafélagi Íslands
stóð félagið á tímamótum. Frá stofnárinu
1914 höfðu aðeins þrír menn verið forstjórar
félagsins; þeir Emil Nielsen, Guðmundur
Vilhjálmsson og Óttarr Möller. Félagið var
skipafélag sem rak fjölda skipa, aðallega til
og frá Evrópu, en einnig til Bandaríkjanna.
Skipulag félagsins var til þess að gera einfalt.
Margir starfsmenn áttu að baki langan starfs-
aldur hjá félaginu og fáir háskólamenntaðir
starfsmenn voru í þeim hópi. Skiparekstrar-
deildin var skipuð verkfræðingum og tækni-
mönnum en aðeins einn viðskiptafræðingur
var starfandi hjá félaginu.
Það var mikil gerjun í flutningamálum á
heimsvísu á þessum tíma. Gámavæðingin var
á hraðri leið, ekjuskip voru á styttri leiðum
í Evrópu og flutningsmiðlun farin að skipta
verulegu máli.
Breytingin fólst helst í því í að stað þess að
taka við vöru á hafnarbakka og flytja milli
landa var vörðuð leið að uppruna vörunnar
til endanlegs viðskiptavinar, hvort heldur var
um útflutning eða innflutning að ræða.
Þessi staða útheimti mikla hugsun og vanda-
sama ákvarðanatöku um bestu leiðir fyrir
Eimskip. Hér staldraði Hörður við og einbeitti
sér að því að ákveða hvernig hann vildi
bregðast við þessari stöðu.
Hörður réð norska ráðgjafa til að fara yfir
þessi mál með sér; bæði til að meta skipu-
lagið og hvernig bregðast ætti við þeim
tæknibreytingum sem þurfti að innleiða.
Hann byrjaði á því að ráða til sín unga menn
sem hann hafði kynnst áður; Þórð Magnússon
sem hann þekkti frá störfum hans í Fríhöfn-
inni, Þórð Sverrisson sem hann þekkti úr
Stjórnunarfélagi Íslands og Þorkel Sigurlaugs-
son sem var eini viðskiptafræðingurinn innan
Eimskip. Hann nýtti einnig þá þekkingu sem
fyrir var í félaginu og fékk Valtý Hákonarson
til starfa í framkvæmdastjórninni.