Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 23
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 21 Hörður var óhræddur við að leita ráðgjafar við breytingar. Ráðgjafar kostuðu sitt, en það var mat Harðar að hann kæmist hraðar yfir og tæki fleiri réttar ákvarðanir með þeim hætti. Ef of margar rangar ákvarðanir eru teknar tefur það fyrir þróun og kostnaður hækkar. Þetta viðhorf hafði hann alla tíð; það var betra að vinna málin í hópi og fá til liðs við hópinn sérfræðinga sem tóku þátt í að hraða framförunum. Allar þessar breytingar skiluðu sér í hærra þjónustustigi og góðri afkomu. Þó svo að auðvitað megi benda á ákvarðanir sem ekki skiluðu jákvæðri niðurstöðu var það einnig hans skoðun að ef menn tækju ekki áhættu yrði framþróun hægari. Hægt er að fullyrða að árið 1985, rúmum fimm árum eftir að Hörður tók við sem forstjóri, var Eimskipafélagið allt annað félag en það var þegar hann tók við; alhliða flutninga- þjónustufyrirtæki sem gat tekist á við enn fleiri verkefni og áskoranir. Um þær mundir var Hörður einnig kominn í stjórn Flugleiða, en þar markaði hann einnig djúp spor. Hörður nýtti vel þessa stöðu sem hann hafði sjálfur skapað. Fleiri komu inn í stjórnendahópinn. Við vorum t.d. nokkur sem vorum ráðin beint úr skóla og okkur voru falin mikilvæg verkefni. Það traust sem við nutum og sá framgangur sem við náðum í starfi nýttust báðum. Stjórnendahópurinn stækkaði með auknum verkefnum. Ráðnir voru inn karlar og konur með breiðan bakgrunn, ekki einungis viðskiptafræðingar heldur einnig verk- fræðingar og fólk með húmanískan bakgrunn. Þessi blanda af fólki skapaði frjótt andrúmsloft og félagið stækkaði með því. Um tíma var allt að 30% breyting á forstöðu- mannahópnum á ári, því að aðilar í viðskipta- lífinu sáu hvernig stjórnunaraðferðir Harðar skiluðu sér í hæfu fólki með mikilvæga reynslu og sóttu í þann hóp sem vann hjá Eimskip. Eitt sinn var ég spurður af blaða- manni hvernig nám mitt hefði nýst mér í starfi. Svar mitt var einfalt, það sem ég lærði í háskóla hefur nýst vel alla daga en sennilega hef ég lært mest í stjórnendaskóla Harðar Sigurgestssonar. Það á við um fleiri, enda er samstarfsfólk Harðar áberandi í íslensku viðskiptalífi enn í dag. Aldrei var slakað á í framþróun. Markmiðs- áætlanir voru gerðar á hverju ári, og þá til 3-5 ára. Þar voru næstu skref vörðuð. Þessar áætlanir voru enginn fagurgali um að efla, bæta og kæta. Þetta voru áætlanir sem voru eyrnamerktar, tímasettar og reiknaðar út kostnaðar- og tekjulega. Ég stýrði í 10 ár starfsemi Eimskips erlendis, Utanlandssviði. Þar voru sett fram markmið um vöxt og hvernig ná ætti þeim vexti fram. Hluti starfsins var nátengdur flutningakerfi Eimskips, en annar hluti var ótengdur því. Það er alltaf áhætta að fara út fyrir rammann, en Hörður hvatti okkur sífellt áfram í nýjum landvinningum. Hann treysti fólki til góðra starfa. Hörður var ekki maður smáatriðanna. Hann hafði stóru myndina alltaf ljósa fyrir sér. Spurði mikið og kom með athugasemdir en þegar línan var lögð var verkefnið þess sem á því bar ábyrgð. Hann fylgdist vel með og var ferðast mjög reglulega um starfsstöðvar félagsins til að fá kynningar á því hvað væri að gerast og hvernig það væri að skila sér í rekstrar- og efnahagsreikning Eimskips sam- stæðunnar. Verkefnin urðu að sjálfsögðu að metast út frá þeirri afkomu sem þau skiluðu. Eitt sinn var ég spurður af blaðamanni hvernig nám mitt hefði nýst mér í starfi. Svar mitt var einfalt, það sem ég lærði í háskóla hefur nýst vel alla daga en sennilega hef ég lært mest í stjórnendaskóla Harðar Sigurgestssonar. Það á við um fleiri, enda er samstarfsfólk Harðar áberandi í íslensku viðskiptalífi enn í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.