Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 24

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 24
22 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Þegar nýir markaðir voru kannaðir tók Hörður þátt í að skoða þá til að geta tekið ákvörðun um hvort farið yrði í landvinninga eða ekki. Því ferðaðist hann mikið til að sjá með eigin augum hvernig allar aðstæður voru. Til dæmis var Norður-Atlantshafið markaður Eimskips. Starfsstöðvar á Nýfundnalandi og í Færeyjum unnu að því að fá fiskafurðir og aðrar vörur til flutnings og nýta þar með þá þekkingu sem Eimskip bjó yfir í flutningum á frystum og kældum afurðum í gámum. Eðlilegt framhald var að auka flutninganetið til Noregs. Þá var aftur farið í að blanda saman frystiskipum og gámum, en Eimskip hætti um tíma rekstri frystiskipa og var alfarið með frystigáma. Þarna þurfti að taka ákvarðanir um breytingar því með auknum uppsjávarafla á Norður-Atlantshafi og löngum flutningaleiðum til Norður-Noregs þurfti að breyta og nota frystiskip aftur á ákveðnum leiðum. Þar sem Hörður hafði farið um allt markaðs- svæðið, hitt viðskiptamenn og metið tækni- stig flutninga var hann fljótur að sjá að þetta var rétt leið. Í dag er Eimskip eitt öflugasta flutningafyrirtækið á norsku ströndinni, í Færeyjum og á Nýfundnalandi. Hann stóð líka með sínu fólki þegar á móti blés. Árið 1998 hafði félagið mikið flutninga- net til, frá og innan Eystrasaltslandanna og Rússlands. Rússneska rúblan var látin fljóta, sem hafði mjög mikil áhrif til hins verra á starfsemi Eimskips þar. Teknar voru erfiðar ákvarðanir um samdrátt í starfseminni á skömmum tíma. Kostnaður var nokkur, en á næsta aðalfundi á eftir var upplýst um þann kostnað. Engu var sópað undir teppi heldur voru staðreyndir kynntar hluthöfum. Þannig var afstaða hans til þess sem vel gekk og ekki eins vel; hluthafar voru upplýstir því hann var sem forstjóri í vinnu hjá þeim. Hörður Sigurgestsson skildi að breytingar eru drifkraftur. Það að nýta sér breytingar og framþróun til að stækka og bæta rekstur Eimskips jók verðmæti hluthafanna. Þetta skildu bæði stjórnarmenn, almennir hluthafar og starfsmenn. Ef engar breytingar eru, þá er stöðnun. Flugleiðir Hörður beitti svipuðum aðferðum sem stjórnarmaður og síðar stjórnarformaður Flug leiða og hann beitti hjá Eimskip. Sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Flug- leiðum innleiddi hann áætlanagerð og ný bókhaldskerfi þannig að hann lagði strax grunn að bættum starfsháttum innan félagsins. Flugleiðir stóðu einnig frammi fyrir mikilli uppbyggingu sem var kostnaðarsöm. Þá var lagður grundvöllur að því kerfi sem í raun er enn í gangi í íslenskri ferðaþjónustu. Hann stóð þétt við bakið á stjórnendum Flug leiða og sem stjórnarformaður fylgdist hann mjög vel með öllum rekstrarþáttum. Hörður var mjög áhugasamur um flug og rekstur flugfélaga á heimsvísu. Æskustöðvar hans voru í kringum flugvöllinn í Vatnsmýri þar sem sá áhugi var vakinn. Hann var vel inni í öllu sem við kom getu og kostnaði við mismunandi gerða flugvéla. Hann skynjaði Þegar farið er yfir feril Harðar Sigurgests sonar má draga þá ályktun að hann hefði náð árangri í hvaða rekstri sem er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.