Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 24
22 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
Þegar nýir markaðir voru kannaðir tók Hörður
þátt í að skoða þá til að geta tekið ákvörðun
um hvort farið yrði í landvinninga eða ekki.
Því ferðaðist hann mikið til að sjá með eigin
augum hvernig allar aðstæður voru. Til
dæmis var Norður-Atlantshafið markaður
Eimskips. Starfsstöðvar á Nýfundnalandi og
í Færeyjum unnu að því að fá fiskafurðir og
aðrar vörur til flutnings og nýta þar með þá
þekkingu sem Eimskip bjó yfir í flutningum á
frystum og kældum afurðum í gámum.
Eðlilegt framhald var að auka flutninganetið
til Noregs. Þá var aftur farið í að blanda
saman frystiskipum og gámum, en Eimskip
hætti um tíma rekstri frystiskipa og var
alfarið með frystigáma. Þarna þurfti að taka
ákvarðanir um breytingar því með auknum
uppsjávarafla á Norður-Atlantshafi og löngum
flutningaleiðum til Norður-Noregs þurfti að
breyta og nota frystiskip aftur á ákveðnum
leiðum.
Þar sem Hörður hafði farið um allt markaðs-
svæðið, hitt viðskiptamenn og metið tækni-
stig flutninga var hann fljótur að sjá að þetta
var rétt leið. Í dag er Eimskip eitt öflugasta
flutningafyrirtækið á norsku ströndinni, í
Færeyjum og á Nýfundnalandi.
Hann stóð líka með sínu fólki þegar á móti
blés. Árið 1998 hafði félagið mikið flutninga-
net til, frá og innan Eystrasaltslandanna og
Rússlands. Rússneska rúblan var látin fljóta,
sem hafði mjög mikil áhrif til hins verra á
starfsemi Eimskips þar. Teknar voru erfiðar
ákvarðanir um samdrátt í starfseminni á
skömmum tíma.
Kostnaður var nokkur, en á næsta aðalfundi á
eftir var upplýst um þann kostnað. Engu var
sópað undir teppi heldur voru staðreyndir
kynntar hluthöfum. Þannig var afstaða
hans til þess sem vel gekk og ekki eins vel;
hluthafar voru upplýstir því hann var sem
forstjóri í vinnu hjá þeim.
Hörður Sigurgestsson skildi að breytingar
eru drifkraftur. Það að nýta sér breytingar
og framþróun til að stækka og bæta rekstur
Eimskips jók verðmæti hluthafanna. Þetta
skildu bæði stjórnarmenn, almennir hluthafar
og starfsmenn. Ef engar breytingar eru, þá er
stöðnun.
Flugleiðir
Hörður beitti svipuðum aðferðum sem
stjórnarmaður og síðar stjórnarformaður
Flug leiða og hann beitti hjá Eimskip. Sem
framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Flug-
leiðum innleiddi hann áætlanagerð og ný
bókhaldskerfi þannig að hann lagði strax
grunn að bættum starfsháttum innan
félagsins. Flugleiðir stóðu einnig frammi fyrir
mikilli uppbyggingu sem var kostnaðarsöm.
Þá var lagður grundvöllur að því kerfi sem í
raun er enn í gangi í íslenskri ferðaþjónustu.
Hann stóð þétt við bakið á stjórnendum
Flug leiða og sem stjórnarformaður fylgdist
hann mjög vel með öllum rekstrarþáttum.
Hörður var mjög áhugasamur um flug og
rekstur flugfélaga á heimsvísu. Æskustöðvar
hans voru í kringum flugvöllinn í Vatnsmýri
þar sem sá áhugi var vakinn. Hann var vel
inni í öllu sem við kom getu og kostnaði við
mismunandi gerða flugvéla. Hann skynjaði
Þegar farið er yfir feril Harðar Sigurgests sonar má draga þá
ályktun að hann hefði náð árangri í hvaða rekstri sem er.