Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 25

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 25
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 23 einnig mjög vel þá árstíðasveiflu sem var í íslenskri flugþjónustu. Fjárhagsleg staða að hausti varð að vera mjög sterk til að félagið lifði af veturinn. Hann vissi að ef ekki væri nægjanlegt fé fyrir hendi til mögru mánaðanna lenti félagið í erfiðri stöðu. Lausnin var m.a. að lengja ferðamanna- tímann – verkefni sem er langhlaup og enn í gangi. Samstarf Harðar og Sigurðar Helgasonar, yngri forstjóra Flugleiða, var gott og unnu þeir eins og einn maður að framgangi félagsins, svo sem um stórar ákvarðanir um flugflota félagsins. Hörður sat sem formaður Flugleiða í krafti stórs eignarhluta Eimskips í Flugleiðum. Sú vegferð sem félögin fóru saman á þessum árum var báðum til góðs. Eimskip var góður kjölfestufjárfestir í Flugleiðum. Lokaorð Hörður Sigurgestsson var ekki skoðanalaus maður. Hann stóð ekki á torgum og sagði sína skoðun, heldur gerði hann það í smærri hópum. Þar var hlustað á það sem hann hafði fram að færa, hvort heldur var á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða menningarmála. Eftir því var tekið hvað Hörður sagði. Menn tóku tillit til þess. Hann var maður framfara og árangurs sem eftir var tekið. Hann gat verið gagnrýninn, jafnt á samherja sem andstæðinga. Sú gagnrýni var byggð á mati hans á stöðunni í stóru sem smáu. Margir sóttu í smiðju hans utan formlegra funda. Hann hitti marga og ræddi hin ýmsu viðfangsefni og var vel inni í mörgum málum. Hörður var fjölskyldumaður. Hann og Áslaug stóðu saman í lífinu sem og börn þeirra. Barnabörnin færðu þeim mikla gleði og það var gott að sjá á síðustu árum hve duglegur stjórnandinn fyrrverandi var að sinna þeim. Þegar farið er yfir feril Harðar Sigurgests sonar má draga þá ályktun að hann hefði náð árangri í hvaða rekstri sem er. Hann beitti aðferðum í rekstri sem nýttust vel og hægt er að heimfæra á nánast hvers kyns rekstur, því með góðum undirbúningi, öguðum vinnubrögðum og skýrri sýn á hvert skal farið eru meiri líkur á að árangur náist. Enda þótt starfið hafi verið fastskipulagt var alltaf gefandi að vinna í slíku umhverfi með framgang Eimskips að leiðarljósi. Það var mér mikilvægt að kynnast Herði Sigurgestssyni og vinna með honum. Hann var kröfuharður yfirmaður og góður félagi. Með okkur þróaðist vinátta sem entist til síðasta dags. Höfundur er er rekstrarhagfræðingur sem starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands í 18 ár, þar af síðustu tvö árin sem framkvæmda­ stjóri Eimskips. Í Hamborg 1994. Frá vinstri; Erlendur Hjaltason, Hörður Sigurgestsson og Indriði Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.