Þjóðmál - 01.06.2019, Side 30

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 30
28 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Góð efnahagsstefna Þrátt fyrir að ríkið beri ekki ábyrgð á leik- og grunnskólum segist Lilja hafa mikinn áhuga á þeim og að mikilvægt sé að tryggja að fjölbreytt námsúrval sé í boði á þessum mikil- vægu skólastigum. „Ríki sem fjárfesta í leikskólakerfinu eru með meiri hagvöxt, meiri þátttöku kvenna í atvinnu- lífinu og þannig mætti áfram telja. Þetta er staðfest í hagrannsóknum, eins og til að mynda hjá Efnahags- og framfarastofnuninni. Eins er hagrannsóknum James J. Heckmann, nóbels- verðlaunahafa í hagfræði, beint á mikilvægi leikskólastigins. Mjög spennandi rannsóknir og sýna fram á hvernig við getum bætt sam- félagið okkar með eflingu þessa skólastigs,“ segir Lilja. „Við erum að setja í grunnskóla okkar svipaðar fjárhæðir og Noregur. Við getum þó nýtt fjármagnið betur en við gerum í dag með því að setja aukið fjármagn í það sem kallað er snemmtæk íhlutun, til dæmis fyrir nemendur sem eiga erfitt með lestur eða glíma við önnur vandamál. Við erum í mörgum tilvikum að greina börn of seint og verjum miklum fjármunum í að tryggja þeim rétta aðstoð en hefðum getað gripið inn í miklu fyrr. Það er góð efnahagsstefna að setja fjármagn í þessa þætti. Við mótun menntastefnu til ársins 2030 höfum við farið í fundaröð um allt land og eitt af því sem kemur fram hjá skólafólki er að það verður að forgangsraða fjármunum betur og kerfin þurfa að vinna betur saman, þ.e. skólakerfið, félagskerfið og heilbrigðiskerfið. Þess vegna höfum við ráðherrar þessara málaflokka sett á laggirnar sérstakan stýrihóp “ Í þessu samhengi segir Lilja að einnig sé mikilvægt að huga snemma að því börn með annað móðurmál en íslensku fái sömu tækifæri og íslensk börn í skólakerfinu og standi jafnfætis þeim að námi loknu. „Fólk kemur hingað til að vinna, það eykur hagvöxt og þjóðartekjur. Það er skylda okkar að tryggja það að börnin þess fái sömu tækifæri og þau íslensku. Hér þurfum við virkilega að bæta aðgengi og styrkja íslensku- kennslu. Brotthvarf barna með annað móður- mál en íslensku er mun meira en barna með íslensku sem móðurmál,“ segir Lilja. „Þetta þýðir á einfaldri íslensku að tækifæri þeirra í lífinu eru ekki eins mörg, og það getur skapað stéttskiptingu byggt á færni. Skólakerfið sér strax á leikskólastiginu umfang þessa vanda og við erum með tæki sem mæla þetta, eins og Hljóm, sem er aldurs- bundin skimun sem metur hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leik- skólans. Þetta er gert til að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Rannsóknir sem dr. Jóhanna Th. Einarsdóttir talmeinafræðingur hefur unnið eru stórmerkilegar. Það má vinna miklu meira með þessar niðurstöður til að efla færni barna. Það er vinnuhópur í ráðuneytinu undir forystu Jóhönnu Einarsdóttur, prófessors í menntunarfræðum ungra barna, sem mun skila tillögum um hvernig eigi að efla umhverfi barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu okkar.“ Þú talar um fjárfestingar og efnahagsstefnu í þessu samhengi. Þarf ekki þverpólitískan stuðning ef ætlunin er að byggja upp það sem þú kallar framúrskarandi menntakerfi? „Jú, vissulega. Við getum tekið Finnland sem dæmi hvað þetta varðar,“ segir Lilja. „Finnar eru ríkir af náttúruauðlindum eins og við en líf þeirra mótaðist að miklu leyti af sambúð við Sovétríkin, stríðsátökum og fleira. Þeir sáu að þeir gátu ekki bara verið háðir útflutningi og sambúð við Sovétríkin. Þeir sáu þörfina til að virkja hugvitið og bæta menntakerfið, fóru að vinna í þessu með skipulögðum hætti og höfðu alla stefnu-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.