Þjóðmál - 01.06.2019, Page 31

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 31
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 29 mótun í gegnum finnska þingið. Það var því alltaf ákveðin sátt um grunnviðmið. Þess vegna er mikilvægt að fara þessa leið. Við þurfum að vera sammála um að fjárfesting í menntun sé ein arðbærasta fjárfesting sem við förum í. Við þurfum með sambærilegum hætti að ná samstöðu um þennan málaflokk og því mun ég leggja menntastefnuna fram á Alþingi.“ Lilja víkur því næst að námslánakerfinu, sem mun taka miklum breytingum á næstunni. Hún segir að það sé einnig liður í því að efla menntakerfið. „Þær tillögur sem lagðar eru fram í frumvarpi um stuðningssjóð fyrir námsmenn eru róttækar,“ segir Lilja. „Við höfum í gegnum tíðina verið að niður- greiða námslánin en nú stendur til að það verði 30% niðurfelling á námsláninu og við erum að gera styrkinn gagnsærri. Við erum einnig að setja inn hvata til að klára námið á ákveðnum tíma. Áður var það þannig að þeir sem fóru seint í nám og voru lengi í námi fengu mesta afsláttinn af námsláninu. Nú erum við að gera þetta framhlaðnara og meira í takt við það sem er að gerast í hinum Norðurlandaríkjunum. Við erum líka að einblína á barnafólk og þannig að takast á við lýðfræðilegar breytingar á samfélaginu, þ.e. að fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og fólk hefur verið að eignast börn á síðar á æviskeiðinu. Loks er mikilvægt að huga að þessum málum til að koma í veg fyrir speki- leka. Íslenskir námsmenn í framhaldsnámi á Norðurlöndunum taka gjarnan lán hjá norrænum lánasjóðum, sem verður til þess að þeir setjast þar að á meðan þeir hafa kost á því að vinna og greiða það lán til baka í þeirri mynt sem það er tekið. Við erum þá búin að fjárfesta í menntun einstaklings á öllum skólastigum en missum viðkomandi á síðustu stigum í framhaldsnám erlendis.“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.