Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 34
32 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Pólitískur stöðugleiki En víkjum þá að ríkisstjórnarsamstarfinu, samstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hugmyndafræðilegur ágreiningur VG og Sjálfstæðisflokks er öllum kunnur og jafnvel þó svo að traust ríki á milli leiðtoga flokkanna er ekki þar með sagt að jafn mikið traust ríki á milli þingflokkanna. Um það hefur verið fjallað en minna fer fyrir mögulegum ágreiningi Framsóknarflokksins við hina stjórnarflokkana. Aðspurð segir Lilja að ríkisstjórnarsamstarfið gangi vel. Hún hafi sjálf verið þeirrar skoðunar að mynda ætti þessa ríkisstjórn strax eftir kosningarnar 2016. „Það þarf að vera hér pólitískur stöðugleiki og myndun þessarar ríkisstjórnar var liður í því. Ríkjum sem búa við pólitískan stöðug- leika vegnar almennt betur, þar ríkir traust og ef það er fyrir hendi aukast fjárfestingar. Stjórnmálafólk ber ábyrgð hvað það varðar,“ segir Lilja. „Við erum búin að klára lífskjarasamningana, við erum að fara að sameinina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, við erum að fara í öflugar innviðafjárfestingar, við erum að fjárfesta í börnum, við kláruðum hvítbók um fjármála- kerfið, erum að móta stefnu í menntamálum, nýsköpun, orkumálum og fleiri þáttum og stór skref hafa verið í loftslagsmálum. Þessi ríkisstjórn er að gera mikið og það er mikill samvinnuhugur í þeim sem sitja við ríkis- stjórnarborðið þrátt fyrir að þetta séu ólíkir flokkar.“ Þú nefnir pólitískan stöðugleika. Næst hann bara með samvinnu þvert yfir hina hefðbundnu ása? „Á þessum tímapunkti þurfti þess, en það er ekki sjálfgefið að þannig verði það alltaf. Við sjáum til að mynda að nýja ríkisstjórnin undir forystu Mette Frederiksen í Danmörku er minnihlutastjórn jafnaðarmanna en þar var ekki farin sú leið að mynda stóra samsteypu- stjórn þvert á hið pólitíska litróf,“ segir Lilja. „Það sem skiptir mestu máli er að formenn þessara þriggja flokka ná vel saman. Ef við lítum á stjórnmálasöguna hér á landi skiptir mestu máli að það ríki traust á milli leiðtoga flokka innan ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Þannig gengur þeim vel.“ Og líður Framsóknarflokknum vel í þessu ríkisstjórnarsamstarfi? Eruð þið að ná að þeim markmiðum sem þið hafið sett ykkur? „Já, samstarfið gengur mjög vel og lands- menn vita fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur. Framsóknarflokkurinn hefur verið mótandi afl í sögu þjóðarinnar og velsæld síðustu ára ber þess merki,“ segir Lilja. „Við viljum vinna samfélaginu okkar gagn og gera umbætur. Okkur er annt um að halda öflugri byggð um allt land. Sem fyrr segir höfum við lagt mikla áherslu á innviða- fjárfestingar og formaður Framsóknar- flokksins spilar þar stórt hlutverk sem samgöngumálaráðherra. En samvinnan skiptir mestu máli og ástæðan fyrir því að við höfum náð langt sem þjóð er sú að við höfum getað unnið saman. Við erum með hugsandi stjórnmálamenn sem sjá að við stöndum frammi fyrir miklum breytingum. Það má nefna sem dæmi að ríkisstjórnin lét nýlega vinna skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna og það er nokkuð sem við munum einbeita okkur að enda um krefjandi verkefni að ræða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.