Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 35
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 33 Íslensk hagsmunagæsla í EES Víkjum nú að allt öðru. Nú eru liðin tíu ár frá því að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Lesendum Þjóðmála er vel kunnugt um það ferli en allan þennan tíma, og lengra aftur, hefur verið deilt um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að ESB og á síðustu misserum eru jafnvel uppi áhöld um það hvort við eigum yfir höfuð að vera hluti af EES-samstarfinu. „EES-samstarfið, og fjórfrelsið sem því fylgir, hefur knúið fram margar góðar breytingar. Þetta er mikilvægasti alþjóðasamningur okkar og við þrífumst auðvitað á utanríkis- verslun. Hagsæld hér á landi er grundvölluð á því að íslenskar vörur og þjónusta eigi greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Árið 2016 fóru um 80% af vörum okkar og þjónustu inn á EES-svæðið, þannig að samningurinn er mjög mikilvægur. Að sama skapi skulum við líka horfa til þess að 27% útflutnings okkar eru í Bandaríkjadölum og um 25% í evrum,“ segir Lilja aðspurð. „Það sem við þurfum þó að gera, og það brást varðandi þriðja orkupakkann, er að gæta þess nógu snemma í ferlinu að sækja um undanþágur frá þeim atriðum sem við teljum að eigi ekki heima hér á landi. Það er alþekkt í þessu samstarfi. Danir fengu undanþágur frá jarðakaupum og þeir eru í ESB. Við þurfum að vera vakandi yfir hagsmunagæslu á fyrri stigum. Við sem erum í stjórnmálum þurfum að taka það til okkar og standa okkar vakt. Vandinn sem við er að etja er heimatilbúinn.“ En er það ekki helst hlutverk embættismanna að gera það, til dæmis í utanríkisráðuneytinu? „Jú, en það er líka hlutverk fagráðuneytanna og stjórnmálamanna. Ég þarf, sem ráðherra mennta- og menningarmála, að kalla inn á mitt borð upplýsingar um það hvaða breytingar eru í farvatninu. Ekki bara þennan þingvetur, heldur næstu tíu ár því þetta ferli byrjar mjög snemma,“ segir Lilja. „Við þurfum að breyta því hvernig við hugsum og nálgumst þetta samstarf. Við þurfum að hafa á hreinu hvar hagsmunir okkar liggja og við þurfum að gæta þeirra vel. Ríki ganga út frá því að gæta hagsmuna borgara sinna og við eigum að sinna því. Við eigum auðvelt með menntastefnuna sem við höfum fjallað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.