Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 36

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 36
34 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 hér um, því það er innanríkismál sem ég hef kynnt mér vel og er með mikið af sér- fræðingum í kringum mig. Það sem gerist hins vegar oft með EES-mál er að nefndir og stjórnmálamenn hafa ekki vaktað ferlið og þar af leiðandi ekki hugsað út í það hvaða áhrif það hefur á samfélagið til lengri tíma. Ég tel að farsælast sé fyrir þjóðir að annast sín eigin mál sjálf, sem er einkenni frjálsar þjóðar.“ Lilja segir að hagsæld Vesturlanda á 20. og 21. öldinni hafi grundvallast á þessari hugsun. „Við lifum í samfélagi þjóða og við þurfum að bera gæfu til þess að leggja okkar að mörkum í alþjóðasamstarfi byggðu á okkar eigin þekkingu og sérstöðu, þar horfi ég til dæmis til umhverfismála og á Ísland sem leiðandi í sjálfbærri orkunýtingu. Kína horfir til að mynda til okkar á þessum vettvangi. Við eigum bæði að flytja út og inn þekkingu til að bæta samfélög,“ segir Lilja. „Þjóðir horfa til sérstöðu hver annarrar. Ísland hefur mikla sérstöðu er varðar náttúru auðlindir, heilnæm matvæli, loftslag og landfræðilega stöðu. Við eigum að gæta að sérstöðunni en um leið nýta hana á sjálfbæran hátt. Vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar norður- skautsins aukast líkurnar á heilsársopnun siglingaleiða norðurskautsins. Þetta mun þýða minni kostnað fyrir verslun og viðskipti en um leið aukna umferð um þetta viðkvæma svæði. Vegna landfræðilegrar stöðu Íslands er sú mikla áhersla sem við leggjum á norður- skautsmál hárrétt. Vísinda málaráðherrar norðurskautaríkjanna funda reglulega og við munum halda næsta fund í samstarfi við Japan árið 2020. Áhugi Asíu á þessum málaflokki hefur stóraukist og Ísland á í samstarfi við þessi ríki á sviðum vísinda og menntamála. Nýverið hef ég undirritað sam- starfssamninga vegna þessa og hvet ég ungt fólk til að sækja sér menntun á þetta svæði. Stóra breytan í alþjóðaviðskiptum verður Kína, en aldrei í mannkynssögunni höfum við séð jafnmarga rísa úr fátækt í millistétt á jafn skömmum tíma og þar.“ Evran var mistök Hefur umræðan um aðild að ESB verið of einföld eða yfirborðskennd hér á landi? „Já, við sjáum til dæmis að Viðreisn telur að við eigum að fara í Evrópusambandið af því að við þurfum stöðugri gjaldmiðil. Mér finnst umræðan ekki byggð á því hvað er sjálfbært fyrir íslenskt hagkerfi. Umræðan einkennist oft af fyrirsögnum og það vantar dýpt,“ segir Lilja. „Færustu hagfræðingar veraldar færa fyrir því góð rök að evran hafi verið mistök fyrir þau hagkerfi þar sem samleitni hagsveifla er ekki nægjanleg. Ábatinn af þátttöku í sameigin- legu myntsvæði verður að vera meiri en kostnaðurinn. Barry Eichengreen nefnir að ábatinn sem fólginn er í því að lækka viðskipta kostnað vegna sameiginlegrar myntar sé lítill og hægt sé að kaupa varnir á gjaldeyrismörkuðum gegn slíku. Milton Friedman sagði á sínum tíma að slæm fram- kvæmd á peningastefnu væri til þess fallin að skaða hagkerfið og hagvaxtarmöguleika til framtíðar. Paul Krugman og Joseph Stiglitz eru á sama máli. Í mjög áhugaverðri bók eftir Ashoka Mody, Euro Tragedy, er rakið vel hvernig evran varð til í pólitískum hrossa- kaupum Frakka og Þjóðverja. Evran var draumur franska forsetans Pompidou og taldi hann að með stofnun hennar myndu Frakkar standa Þjóðverjum meira jafnfætis. Það verður svo ekki fyrr en í stjórnartíð Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands, að evran verður að veruleika þvert á vilja þýska seðla- bankans og fjármálaráðuneytisins. Ráðgjafar Kohl sáu að hann var harðákveðinn í þessu, þetta átti að vera arfleifð hans, en þá var hann bara beðinn um að sleppa Ítalíu, því að ríkisfjármálin þar myndu aldrei ráða við að vera á sameiginlegu myntsvæði. Það er mjög vanda samt að vera með sameiginlega mynt án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum og sameiginlega skuldabréfa- útgáfu. Wolfgang Schäuble, forseti þýska þingsins og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að draga megi í efa hvort þróun Evrópu- sambandsins sé á réttri leið, þar sem ekki var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.