Þjóðmál - 01.06.2019, Side 41

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 41
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 39 Síðasti listi Forbes er frá 2018. Nú eru sjö af tíu efstu auðkýfingunum bandarískir, og sköpuðu flestir þeirra auð sinn sjálfur, þar á meðal Jeff Bezos í Amazon, Bill Gates í Microsoft, Mark Zuckerberg í Facebook og fjár festirinn Warren Buffett. Nú eru um tveir þriðju hlutar allra milljarðamæringanna á listanum menn, sem hafa skapað auð sinn sjálfir.15 Þessi þróun er enn skýrari, þegar árlegur listi Lundúnablaðsins Sunday Times um þúsund ríkustu menn Bretlands er skoðaður. Árið 2018 höfðu hvorki meira né minna en 94% þeirra orðið auðugir af eigin rammleik. Þegar sá listi var fyrst birtur 1989, átti það aðeins við um 43% þeirra.16 Þá voru dæmigerðir auðmenn landeigendur, sem skörtuðu aðalstitli. Nú er öldin önnur. Piketty kann að hafa rétt fyrir sér um, að hlutur auðmanna í heildartekjum sé nú stærri en áður, þótt kjör hinna fátækustu hafi vissu- lega um leið stórbatnað. En það er vegna þess, að heimskapítalisminn hefur gert þeim kleift að skapa auð, sem ekki var til áður. Þetta eru framkvæmdamenn og frumkvöðlar, skapendur auðs, ekki erfingjar. Og þótt hinir ríku hafi orðið ríkari, hafa hinir fátæku líka orðið ríkari. Balzac: Auðurinn fallvaltur Piketty heldur því fram, að vegna stjórn- lausrar upphleðslu auðs í fárra höndum sé þjóðskipulagið nú að verða svipað því, sem var á fyrri hluta 19. aldar, þegar dreifing tekna og eigna var mjög ójöfn. Vitnar hann óspart í skáldsögu Honorés de Balzacs, Föður Goriot, máli sínu til stuðnings.17 Þegar sú saga er hins vegar lesin, sést, að hún er ekki um það, að auðurinn festist í höndum einstakra manna, heldur einmitt um hitt, hversu fallvaltur hann sé. Goriot var auðugur kaupmaður, sem elskaði dætur sínar tvær út af lífinu og hafði afhent þeim nær allt sitt fé. Hann er dæmi um mann, sem lætur ástríður ráða, ekki fégirnd. Dætur hans, sem giftust aðals mönnum, eru báðar í fjárhagsvandræðum, því að friðlar þeirra eru þurftafrekir, en eiginmennirnir naumir á fé. Grípur önnur þeirra til þess óyndisúrræðis að hnupla ættardýrgripum eiginmannsins og selja. Aðalsöguhetjan, sem býr á sama fátæklega gistiheimilinu og Goriot gamli, hinn ungi og metnaðargjarni Eugène de Rastignac, lifir langt umfram efni. Piketty vitnar óspart í ræðu, sem dularfullur náungi á gisti heimilinu, Vautrin, heldur yfir Rastignac um, hvernig hann eigi að öðlast frama með því að brjóta öll boðorð. En Vautrin hafði sjálfur fórnað starfsframa sínum fyrir myndarlegan afbrota- mann, sem hann hafði lagt ást á (og er þetta ein fyrsta lýsingin í franskri skáldsögu á sam- kynhneigð). Vautrin er að lokum handtekinn fyrir ýmsa glæpi og getur því varla talist heppi legur kennari um það, hvernig eigi að safna auði og öðlast frama. Í lok ræðu sinnar segir Vautrin, að á bak við illskýranleg auðæfi leynist jafnan einhver óupp lýstur glæpur, sem eigi eftir að gleymast.18 Mario Puzo, höfundur Guðföðurins, einfaldaði síðar þessi orð: „Afbrot eru að baki öllum stórauðæfum.“19 Honoré de Balzac sýnir í skáldsögu sinni, Föður Goriot, fram á fallvelti auðsins frekar en einhverja tilhneigingu hans til að hlaðast upp í höndum einstakra manna.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.