Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 42

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 42
40 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Er sú afdráttarlausa fullyrðing miklu hæpnari en hin, sem Balzac lagði í munn Vautrins. Hvað sem því líður, er skáldsagan Faðir Goriot ekki um auð, heldur andstæður auðs og eklu. Langflestar söguhetjurnar líða fyrir skort á auði. Frumburðarréttur ekki lengur í gildi Piketty vitnar líka í skáldsögu Jane Austen, Visku og viðkvæmni (Sense and Sensibility), sem gerist í lok átjándu aldar.20 En sú saga styður ekki heldur hugmyndir Pikettys. Flestir þekkja hana eflaust af verðlaunamynd Emmu Thompson. Hún er um Dashwood-systurnar þrjár, sem standa skyndilega uppi tekjulágar og eignalitlar, eftir að faðir þeirra fellur frá og eldri hálfbróðir þeirra efnir ekki loforð um að sjá fyrir þeim. Hrekjast þær ásamt móður sinni af óðalinu, þar sem þær höfðu alist upp. En þetta segir okkur ekkert um þá tekju- dreifingu samkvæmt frjálsu vali á markaði, sem Piketty hefur þyngstar áhyggjur af, heldur sýnir aðeins, hversu ranglátur frum- burðarréttur var, þá er elsti sonur erfði ættaróðal óskipt.21 Þetta sýnir líka, hversu ranglátt það var, þegar stúlkur nutu ekki erfða til jafns við syni. Nú á dögum eru báðar þessar ranglátu reglur fallnar úr gildi. Leiða má þetta í ljós með hinum kunna Gini- mælikvarða á tekjudreifingu. Þegar einn aðili í hóp hefur allar tekjurnar, er Gini-stuðullinn 1, en þegar allir í honum hafa sömu tekjur, er hann 0.22 Hefðu Dashwood-systurnar erft sama hlut og hálfbróðir þeirra, eins og verið hefði á okkar dögum, þá hefði Gini-stuðullinn um tekjur þeirra eða eignir verið 0. En af því að hálfbróðirinn erfði allt einn, var stuðullinn 1. Elsta Dashwood-systirin, Elinor, er skynsöm og jarðbundin, en systir hennar, Marianne, lætur iðulega tilfinningarnar ráða. Marianne verður ástfangin af hinum glæsilega John Willoughby, sem lætur fyrst dátt við hana, en kvænist síðan til fjár, eftir að hann hafði sólundað arfi sínum, og er það eitt dæmið af mörgum úr skáldsögum Balzacs og Austen um fallvelti auðsins. Allt fer þó vel að lokum. Marianne lætur skynsemina ráða, og þær Elinor giftast mönnum, sem þær treysta. Nú á dögum hefðu þær haldið út á vinnumarkaðinn og þannig orðið fjárhags- lega sjálfstæðar. Kapítalisminn leysti fólk úr álögum, ekki síst konur. Umdeilanleg talnameðferð Í bók sinni þylur Piketty upp tölur um þróun eigna- og tekjudreifingar í mörgum vest rænum löndum, þar á meðal Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Að baki þeim liggja að hans sögn margra ára rannsóknir hans og samstarfsmanna hans. En sýna gögn, að eigna- og tekjudreifing hafi orðið miklu ójafnari síðustu áratugi? Um það má efast. Sumar tölur Pikettys virðast vera mælingaskekkjur frekar en niðurstöður áreiðanlegra mælinga. Til dæmis er aðal- ástæðan til þess, að eignadreifing mælist nú talsvert ójafnari í Frakklandi og víðar en áður, að fasteignaverð hefur rokið upp. Því veldur aðallega tvennt: Ríkið hefur haldið vöxtum óeðlilega langt niðri, og einstök bæjarfélög hafa skapað lóðaskort á margvíslegan hátt, meðal annars með ströngu bæjarskipulagi. (Við Íslendingar þekkjum þetta hvort tveggja af eigin raun.) Ef hins vegar er litið á arð af því fjármagni, sem bundið er í fasteignum, þá hefur hann ekki aukist síðustu áratugi. Þess vegna er hæpið að tala um, að eignadreifing hafi orðið til muna ójafnari.23 Jane Austen lýsir í skáldsögu sinni, Visku og viðkvæmni, ranglátum erfðareglum í Englandi, sem stuðluðu að ójafnri dreifingu eigna og tekna, en eru löngu fallnar úr gildi. Hér er hún á tíu punda seðlinum breska.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.