Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 43
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 41
Tölur Pikettys um miklu ójafnari tekjudreifingu
í Bandaríkjunum vegna skattalækkana
Ronalds Reagans virðast líka vera mælinga-
skekkjur. Þegar skattar lækka, flyst fjármagn
úr óskattlögðum farvegi í skattlagðan: Það
verður allt í einu sýnilegt, en var auðvitað
raunverulegt áður. Árið 1981 var jaðarskattur
á fjármagnstekjur lækkaður í Bandaríkjunum
úr 70% í 50%. Þá losuðu fjármagnseigendur
sig við skattfrjáls verðbréf á lágum vöxtum,
til dæmis skuldabréf bæjarfélaga, og keyptu
þess í stað arðbærari verðbréf og aðrar eignir.
En þótt tekjudreifingin hefði ekki breyst,
svo að heitið gæti, mældist hún þess vegna
ójafnari. Árið 1986 var jaðarskattur á tekjur
síðan lækkaður úr 50% í 28%. Þetta hvatti
hátekjufólk eins og lækna og lögfræðinga
til að vinna meira og til að greiða sér frekar
út laun beint í stað þess að taka tekjurnar út
í fríðindum eins og kaupréttar- og lífeyris-
samningum. Enn þarf ekki að vera, að tekju-
dreifingin hefði breyst, þótt hún mældist
ójafnari. Piketty notar líka tölur um tekjur fyrir
skatt, en tekjudreifingin er vitanlega miklu
jafnari eftir skatt.24
Margt fleira mætti nefna,25 en megin-
niðurstaðan er sú, að boðskapur Pikettys
um ofurskatta á efnafólk í því skyni að jafna
eigna- og tekjudreifingu í heiminum sé lítt
ígrundaður.
Höfundur er stjórnmálafræðiprófessor við
Háskóla Íslands.
Heimildir:
1. John Rawls, A Theory of Justice (Cambridge MA: Belknap
Press, 1971); Thomas Piketty, Capital in the Twenty-First
Century (Cambridge MA: Belknap Press, 2014).
2. Hannes H. Gissurarson, Spending Other People’s Money:
A Critique of Rawls, Piketty, and Other Redistributionists
(Brussel: New Direction, 2018).
3. Pension Funds in Figures (Paris: OECD, 2018), 1. bls.
4. Jeffrey Miron, The Role of Government in Creating
Inequality, Anti-Piketty: Capital for the 21st Century
(Washington DC: Cato Institute, 2017), 193.–202. bls.
5. Hannes H. Gissurarson, Lessons for Europe from the 2008
Icelandic Bank Collapse (Brüssel: New Direction, 2017).
6. Poverty and Shared Prosperity 2018: Piecing Together the
Poverty Puzzle (Washington DC: World Bank, 2018).
7. Heimasíða Alþjóðabankans, GDP per capita, current
US$, nema fyrir Taívan Directorate-General of Budget,
Accounting and Statistics, Executive Yuan, og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn.
8. Frank Dikötter, Mao’s Great Famine: The History of China’s
Most Devastating Catastrophe, 1958–62
(London: Bloomsbury, 2010).
9. Matt Ridley, Heimur batnandi fer
(Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2014), 27. bls.
10. Human Mortality Database, Max Planck Institute for
Demographic Research og University of California,
Berkeley, og INED, París. https://www.mortality.org
11. Nicholas Eberstadt, Longevity, Education, and the
Huge New Worldwide Increases in Equality, Anti-Piketty,
19.–28. bls.
12. Piketty, Capital, 180. og 367. bls.
13. Jonah Goldberg, Mr. Piketty’s Big Book of Marxiness,
Commentary (July, 2014). https://www.commentarymaga-
zine.com/articles/mr-pikettys-big-book- of-marxiness/
14. Juan Ramón Rallo, Where are the ‘Super-Rich’ of 1987,
Anti-Piketty, 31.–35. bls.
15. Kerry A. Dolan og Louisa Kroll, Forbes Billionaires 2018:
Meet the Richest People on the Planet, Forbes 6. mars
2018; Louisa Kroll, The Forbes 400 Self-Made Score: From
Silver Spooners to Bootstrappers, Forbes 3. október 2018.
16. Robert Watts, The Rich List: At last, the self-made
triumph over old money, Sunday Times 13. maí 2018.
17. Honoré de Balzac, Faðir Goriot, þýð. Sigurjón Björnsson
(Reykjavík: Skrudda, 2017 [1834–1835]).
18. Balzac, Goriot, 116. bls.
19. Mario Puzo, Guðfaðirinn, þýð. Hersteinn Pálsson
(Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar, 1973), 5. bls.
Jane Austen, Sense and Sensibility (Ware, Hertfordshire:
Wordsworth, 1992 [1811]).
21. Á þetta benti Adam Smith, Rannsókn á eðli og orsökum
auðlegðar þjóðanna, þýð. Þorbergur Þórsson (Reykjavík:
Bókafélagið, 1997 [1776]), III. bók, II. k., 295. bls.
22. Sbr. Ragnar Árnason, Ævitekjur og tekjudreifing,
Tekjudreifing og skattar, ritstj. Ragnar Árnason og Birgir
Þór Runólfsson (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2014),
25.–44. bls.
23. Henri Lepage, Is Housing Capital? Anti-Piketty, 81.–84.
bls.
24. Martin Feldstein, Piketty’s Numbers Don’t Add Up,
Anti-Piketty, 73.–76. bls.
25. Sjá m. a. Richard Sutch, The One Percent across Two
Centuries: A Replication of Thomas Piketty’s Data on the
Concentration of Wealth in the United States,
Social Science History, 41. árg. (2017), 587.–613. bls.