Þjóðmál - 01.06.2019, Side 44

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 44
42 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Pétur Magnússon Svart og sykurlaust Skattar Í nýrri aðgerðaráætlun gegn sykurneyslu Íslendinga, sem unnin var af Landlæknis- embættinu fyrir Heilbrigðisráðuneytið, er mælt með að skattur verði lagður á sykraða og sykurlausa gosdrykki og sælgæti í þeim tilgangi að hækka verð þeirra um að minnsta kosti 20%. Auk sykurskatts leggur áætlunin meðal annars til að sjoppur hætti að bjóða upp á tilboð á óhollum vörum og að verslanir haldi ekki lengur úti svokölluðum nammi- börum. Þrátt fyrir að aðgerðaráætlunin innihaldi margar tillögur um hvernig ríkið ætli að stýra neyslu landsmanna hefur tillagan um 20% sykurskatt fengið mesta athygli, og ekki að ástæðulausu. Ef hugtakið „íslenskur sykurskattur” hljómar kunnuglega í eyrum er ástæðan líklegast sú að ekki eru nema fjögur ár síðan síðasti sykurskattur var afnuminn af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. En eins og trufflusvín hefur Landlæknisembættið grafið sykurskattinn upp á ný og hyggst beita honum í þágu lýðheilsu Íslendinga. Þrátt fyrir að sykurskattur hafi gjarnan leitt til smávægilegrar minnkunar á neyslu sykurs þar sem hann hefur verið innleiddur er erfitt að sýna fram á að skatturinn hafi nokkurs staðar haft áhrif á heilsu eða tíðni offitu.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.