Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 45

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 45
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 43 Málsvarar sykurskattsins benda á að þær verðhækkanir sem skatturinn mun líklegast orsaka hafi þau áhrif að eftirspurn á sykruðum vörum minnki og neysla á slíkum vörum muni dragast saman. Rannsóknir á tilfellum þar sem neyslusköttum hefur verið beitt til að stýra neyslu almennings frá óhollum matvælum sýna fram á að verðhækkanir séu líklegar til að hafa áhrif á eftirspurn, þótt breytingin sé í flestum tilfellum smávægileg. Í Danmörku hækkaði verð á smjöri um 13,1% þegar skattur var lagður á fiturík matvæli árið 2011, en í kjölfarið dróst sala á smjöri saman um 5,5%. Sykurskattur í Finnlandi olli 14,8% verðhækkun á sætindum og 7,3% verðhækkun á gosdrykkjum, en einungis 2,2% minnkun á neyslu sætinda og aukningu í neyslu gosdrykkja. 10% skattur á sykraða drykki í Mexíkó, sem er fátækasta landið sem hefur innleitt slíka skatta, hafði þau áhrif að sala á sykruðum drykkjum dróst saman um 6,6%. Slíkar breytingar á neyslu koma síður en svo á óvart. Ein grunnkenninga hagfræðinnar segir okkur að þegar verð hækkar minnkar eftirspurn, sem er ágætis grundvallarhugmynd, en líkt og með margar alhæfingar um mannlega hegðun felst í henni ákveðin einföldun. Erfitt getur verið að spá fyrir um hversu mikil breytingin verður og ófyrirséðar afleiðingar verðhækkana koma oft seint í ljós. Neyslumynstur einstaklinga er flókin vél með fjölmörg (mis)vel smurð tannhjól, og þótt verðhækkanir hafi vissulega áhrif á eftirspurn eftir ákveðnum vörum er verð ekki það eina sem stýrir neysluvenjum einstaklinga. Einn þeirra þátta sem hafa hvað mest áhrif á hvernig neytandi bregst við verðhækkun á ákveðinni vöru er hversu mikilvæg varan er fyrir neytandann, eða hversu „teygjanleg” eftirspurnin er. Eftirspurn eftir eldspýtum er til dæmis fremur teygjanleg, þar sem ólíklegt er að eldspýtur spili mikilvægan þátt í neyslu- mynstri einstaklinga. Matur og drykkur á sér hins vegar stóran sess í fjárhag heimila og þess vegna eru neytendur ólíklegir til að gera miklar breytingar á neyslumynstri sínu nema verðbreyting sé umfangsmikil. Hands off my Irn-Bru Við þurfum ekki að leita langt til að finna dæmi um afleiðingar sykurskatts, því sem fyrr segir var sykurskattur settur á hér á landi árið 2013 og afnuminn aðeins tveimur árum síðar. Í skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar um áhrif íslenska sykurskattsins á verð og neyslu kemur fram að skatturinn hafi haft afar lítil áhrif á bæði verð og neyslu sykraðra matvæla. Var það helsta ástæða þess að skatturinn stóð í eins skamman tíma og raun ber vitni. Svar Landlæknisembættisins við þessum niðurstöðum var að skatturinn hefði ekki verið nægilega lengi við lýði og ekki verið nægilega hár. Í frétt Ríkisútvarpsins sem birtist hinn 24. júlí þessa árs kom fram að skatturinn hefði ekki gengið nægilega langt og að neytendur hefðu ekki fundið nægilega fyrir honum, sem væri ástæða þess að fyrir- huguð verðhækkun yrði að minnsta kosti 20%, en hækkunin var aðeins verið í kringum 5% árið 2013. Erfitt er að deila um að 20% verðhækkun muni hafa áhrif á neysluhegðun einstaklinga, sér í lagi neysluhegðun lágtekjufólks. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að sykurskattar, og svokallaðir syndaskattar almennt, hafi hlutfallslega meiri áhrif á lágtekjufólk en aðra. Lágtekjufólk er líklegra til að eyða hærra hlutfalli tekna sinna á vörur sem falla undir slíka skatta og er ólíklegra til að gera miklar breytingar á neyslu sinni. Samkvæmt rannsókn bresku hagstofunnar Office for National Statistics á áhrifum skatta á tekjur heimila árið 2018 eru miklar líkur á því að óbeinir skattar, eins og sykurskattur, geti leitt til aukins ójafnaðar, þar sem skatturinn hafi margfalt minni áhrif á hátekjufólk en lágtekjufólk. Samkvæmt rannsókn bresku hugveitunnar Institute of Economic Affairs á sykursköttum er lágtekjufólk einnig líklegt til að skipta yfir í ódýrari sykraðar vörur eða versla í auknum mæli í afsláttarverslunum, sem gæti haft neikvæð áhrif á mataræði þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.