Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 46

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 46
44 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Sykurskattar hafa þó ekki aðeins áhrif á þá sem neyta skattlagðra vara, heldur eru dæmi um að skatturinn hafi óbein áhrif sem gætir víða í samfélaginu. Árið 2016 tilkynnti George Osborne, þá fjármálaráðherra Bretlands, að allir drykkir sem innihéldu meira en fimm grömm af sykri yrðu skattlagðir frá og með apríl 2018. Yfirlýst markmið skattsins var að kljást við vaxandi tíðni offitu í Bretlandi með því að hvetja framleiðendur til að minnka sykurmagn í drykkjum sínum. Ávaxtasafar, mjólkur- og kaffidrykkir voru undanþegnir skattinum. Áætlaður hagnaður af skattinum var um hálfur milljarður punda, eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, á ári. Fljótlega kom í ljós að sú áætlun væri of metnaðarfull, en í fjárhagsáætlun Breta árið 2017 hafði áætlaður hagnaður ríkissjóðs fallið um tæplega helming. Það að auki áætlaði greiningarstofnunin Office for Budget Responsibility að skatturinn myndi auka verðbólgu um rúmlega fjórðung úr prósenti, sem myndi auka vaxtagreiðslur á vísitölutengdum ríkisverðbréfum um einn milljarð punda. Til að forðast skattinn ákváðu margir gosdrykkja framleiðendur að breyta innihaldi drykkja sinna og minnka sykurmagn þeirra, oft með því að skipta út sykri og gervisætu- efnum eins og sakkarín eða aspartam. Stuðningsmenn skattsins hafa hampað þessari þróun sem sigri en aðrir benda á að þótt sætuefni eins og aspartam minnki hitaeiningar í gosdrykkjum geti þau einnig haft neikvæð áhrif á heilsu. Auk þess segja andstæðingar skattsins að gosdrykkir séu einfaldlega verri á bragðið eftir skattinn. Aðdáendur skoska gos- drykkjarins Irn-Bru mótmæltu heiftarlega þegar framleiðandi drykkjarins tilkynnti að skipta ætti út sykri fyrir aspartam í drykknum í kjölfar skattsins. Tóku neytendur þá til ráðs að stofna undirskriftalista og koma upp varabirgðum af sykruðum Irn-Bru, en The Guardian greinir frá hreyfingunni sem tók upp slagorðið „Hands off my Irn-Bru“. Engar vísbendingar um bætta heilsu Þegar áhrif sykurskatts á neyslu almennings eru rædd er eitt sem ekki má gleyma; grund- vallarmarkmið sykurskatts er ekki einungis að minnka neyslu á sykruðum vörum heldur einnig að bæta heilsu almennings og minnka offitu. Þrátt fyrir að sykurskattur hafi gjarnan leitt til smávægilegrar minnkunar á neyslu sykurs þar sem hann hefur verið innleiddur er erfitt að sýna fram á að skatturinn hafi nokkurs staðar haft áhrif á heilsu eða tíðni offitu. Þar sem sykurskattur hefur verið innleiddur í Bandaríkjunum, þar á meðal í Berkley, San Francisco og Philadelphiu, hafði hann engin mælanleg áhrif á offitu. Jafnvel í umdæmum þar sem verð á sykruðum matvörum hækkaði og neysla dróst töluvert saman hafði skatturinn engin áhrif á heilsu. Enn fremur eru engar vísbendingar um að sykurskatturinn í Bretlandi hafi haft áhrif á heilsu eða offitu, en skýrsla Institute of Economic Affairs bendir á að tíðni offitu hafi haldist nær óbreytt frá árinu 2006. Vanhugsaður skattur Þegar litið er á tilfelli þar sem sykurskattur hefur verið innleiddur verður að teljast ólíklegt að sykurskatturinn sem stungið er upp á í aðgerðaráætlun Landlæknis- embættisins muni hafa mikil áhrif á heilsu Íslendinga. Það sem er frábrugðið við tillöguna nú er að skatturinn mun ná yfir sykurlausa gosdrykki jafnt sem sykraða gosdrykki, verði hann að veruleika. Þar sem eitt yfirlýstra markmiða sykurskatta í öðrum löndum, meðal annars í Bretlandi, var að hvetja framleiðendur til að bjóða upp á breiðara úrval sykurlausra gosdrykkja virðist þessi ákvörðun taktlaus. Sérstaklega í ljósi þess að sykruð jógúrt, sem inniheldur oft mikið magn af sykri, fellur til dæmis ekki undir skattinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.