Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 49
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 47
Það er þó dálítil einföldun að tala um algjöran
frið. Fyrrnefnd átök í Júgóslavíu leiddu til
þess að landið var brotið upp í það sem nú
eru sjö ríki og flestum eru kunnug átök á
milli mótmælenda og kaþólikka á Norður-
Írlandi, sem leitt hafa af sér hroðalega atburði
á köflum. Loks ber að nefna að framin hafa
verið hryðjuverk í hinum ýmsu Evrópuríkjum á
liðnum árum. Allt eru þetta átök sem kostað
hafa mannslíf. Það gerðu líka voðaverk
kommúnista í Austur-Evrópu á tímum járn-
tjaldsins, svo sem í Prag, Austur-Berlín og á
fleiri stöðum.
Það hefur þó ríkt friður í þeim skilningi að
ekkert ríki í Evrópu hefur lýst yfir stríði við
annað ríki (að undanskildum átökunum á
Balkanskaga). Það er af þeirri ástæðu sem
menn tala um að ríkt hafi friður frá lokum
seinni heimsstyrjaldar. Ekkert bendir heldur
til þess að stríð muni brjótast út í Evrópu í
náinni framtíð. Reyndar er það afar ólíklegt
og svo gæti farið að árið 2045 muni menn
fagna því að friður hafi ríkt í Evrópu í 100 ár
– líklega í fyrsta sinn frá því að menn hófu að
skrá sögu Evrópu.
Sem fyrr segir er þetta langur tími í sögulegu
samhengi. Það eru nokkrar ástæður fyrir
því að Evrópubúar, sem í gegnum aldirnar
hafa ítrekað og aftur barist á banaspjótum,
friðmælast í nær 75 ár og jafnvel heila öld að
öllu óbreyttu. Því er oft haldið fram að helst
megi þakka Evrópusambandinu fyrir þetta
friðsæla ástand. Það er að hluta til rétt, en
skýringin er ekki alveg svo einföld. Evrópu-
sambandið gat til að mynda lítið aðhafst
vegna fyrrnefndra átaka á Balkanskaga.
Þó svo að hugmyndin að auknum Evrópu-
samruna hafi að einhverju leyti falið í sér að
koma í veg fyrir frekari átök í Evrópu er ekki
þar með sagt að sameiningarferli það sem
átt hefur sér stað hafi haldið friðinn. Rétt
er að taka inn í myndina nokkur atriði sem
eiga mikinn þátt í því að ekki hafa brotist út
vopnuð átök í álfunni.
Það má með einföldum hætti telja upp fjórar
veigamiklar ástæður fyrir því að friður hefur
haldist í Evrópu frá lokum seinni heims-
styrjaldar.
1. Kalda stríðið – sameiginlegur óvinur
og sameiginlegir hagsmunir
Um leið og byssurnar kólnuðu eftir seinni
heimsstyrjöldina skall á annað stríð. Á milli
vesturveldanna (með Bandaríkin í fararbroddi)
og Sovétríkjanna myndaðist kalt stríð, sem
var að mestu laust við vopnuð átök. Svokallað
járntjald myndaðist um Evrópu miðja og
engin þjóð hafði í raun tækifæri á að vera
hlutlaus í þessu kalda stríði. Þess má geta að
því hefur jafnframt verið haldið fram að sú
spenna sem myndaðist á milli vesturveldanna
og Sovétríkjanna, með ótta um notkun
kjarnorkuvopna (sem leitt hefði til gereyðingar)
hafi að hluta til haldið friðinn allt fram til 1989.
Frá upphafi kalda stríðsins áttu stórveldin tvö,
Bandaríkin og Sovétríkin, í vopnakapphlaupi
á meðan ríki Evrópu voru enn að sleikja sárin
eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Ekkert ríki í
Vestur-Evrópu hafði í raun hernaðarlega eða
efnahagslega getu til að hefja stríð við annað
ríki. Að sama skapi hafði ekkert þeirra getu
til að verjast mögulegri innrás Sovétríkjanna
án aðstoðar Bandaríkjanna. Þannig áttu ríki
Evrópu, ásamt Bandaríkjunum, sér sameigin-
legan óvin austan járntjaldsins.
Þessu til viðbótar áttu ríki Vestur-Evrópu
sameiginlegra hagsmuna að gæta; að byggja
sig upp að nýju. Allir áttu sameiginlega
hagsmuni í því halda friðinn og leysa frekar
ágreining og deilur á vettvangi stjórnmála
og viðskipta. Allir lögðust á eitt við að sinna
sama markmiðinu.