Þjóðmál - 01.06.2019, Page 50

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 50
48 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 2. Vera Bandaríkjamanna í Evrópu Í seinni heimsstyrjöldinni komu Bandaríkja- menn sér upp herstöðvum víða í Evrópu og eru sumar þeirra enn starfræktar í dag. Við stríðslok sáu Bandaríkjamenn ekki ástæðu til að yfirgefa stöðvarnar og fara með lið sitt heim. Þess í stað lögðu þeir mikið á sig til að aðstoða við uppbyggingu Vestur-Evrópu á ný og vegur Marshall-aðstoðin þar þyngst. Ekkert ríki sem þáði þá aðstoð sá ástæðu til að vísa Bandaríkjaher úr landi. Ógnin í austri var að sama skapi stór ástæða þess að Bandaríkin drógu herlið sitt ekki alfarið til baka frá Evrópu. Næstu ár á eftir snerist utanríkisstefna Bandaríkjanna að miklu leyti um að vernda Vestur-Evrópu og þannig er það að hluta til enn í dag. Sem fyrr segir var ólíklegt að nokkurt ríki Evrópu hefði burði til að ráðast á annað land. Við það bætist að engum datt í hug að ráðast á land þar sem Bandaríkjamenn voru þegar með herstöð. Í efnahagslegum skilningi hefðu Bandaríkjamenn, í miðri uppbyggingu, ekki sætt sig við vopnuð átök í álfunni. Öflug hernaðarleg návist Bandaríkjamanna hafði því mikið um friðarferlið að segja. Bandaríkjamenn hafa í gegnum tíðina hvatt til ákveðins Evrópusamruna en fyrst og fremst hafa þeir haft hag af því að efnahags- hjól Evrópu gengi sem skyldi. 3. Hlutverk Atlantshafsbandalagsins Í framhaldi þess að hafa fjallað um sameigin- legan óvin í austri og veru öflugs herliðs Bandaríkjamanna í Evrópu er nauðsynlegt að líta á hlutverk Atlantshafsbandalagsins (NATO) í því að tryggja að friður haldist í Evrópu. Atlantshafsbandalagið var fyrst og fremst varnarbandalag vesturveldanna gegn ógninni í austri. Hins vegar undirrituðu öll aðildarríki bandalagsins sáttmálann með það að leiðarljósi að sameinast um varnir ríkjanna ef til þess kæmi. Skýrt kemur fram í 5. grein sáttmálans að litið sé á árás á eitt ríki sambandsins sem árás á þau öll. Rétt er að rifja upp að það þjónaði heldur ekki hagsmunum nokkurs ríkis á megin- landi Evrópu að ráðast á annað ríki í álfunni. Varnarbandalag sem þetta hafði ekki verið myndað áður með eins sterkum hætti, enda tíðarandinn orðinn annar. Ekki er heldur hægt að líta framhjá hlutverki Breta í því að tryggja frið í Evrópu. Bretland var eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins en kom nokkru síðar inn í Evrópubandalagið (sem síðar varð Evrópusambandið).

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.