Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 53

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 53
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 51 Til að ræða hvaða löggjöf er nauðsynleg á leigumarkaði þurfa nokkur atriði að liggja ljós fyrir. Í fyrsta lagi þarf að vera ljóst hvaða hlutverki leigumarkaður á að gegna. Í öðru lagi þarf að skýra hlutverk löggjafar á virkum leigumarkaði. Því má bæta við að virkur leigumarkaður er markaður með eðlilegu framboði á húsnæði. Hvert er þá hlutverk leigumarkaðar? Að mínu mati ætti leigumarkaður einkum að uppfylla þarfir tveggja hópa. Fyrri hópurinn samanstendur af einstaklingum sem þurfa skammtímalausnir. Þar sem kostnaður við að eignast íbúð er hár hentar leigumarkaður slíkum einstaklingum vel. Mest áberandi einstaklingar í þessum hópi eru ungt fólk (sem býr hugsanlega tímabundið í húsnæði sem tengist námi eða vinnu), innflytjendur og aðrir sem eru í skammtímavinnu og búa í skammtímahúsnæði. Þessi hópur þarf leigu- markað sem gerir honum kleift að finna íbúð með stuttum fyrirvara og vita að hann getur búið í henni í þann stutta tíma sem hann þarf á því að halda. Þarfir þessa hóps er hægt að uppfylla á virkum leigumarkaði. Annar hópurinn samanstendur af einstak- lingum sem hugsa til lengri tíma. Húsnæði er varanleg vara og byggingarkostnaður tiltölulega hár. Þetta felur í sér að þótt allur kostnaður við að byggja hús kunni að vera hár dreifist hann á langan tíma þannig að mánaðarlegur kostnaður getur verið lágur. Í samfélaginu verða alltaf til einstaklingar sem hafa lágar tekjur og eiga litlar eignir. Að öllum líkindum eru þarna líka einstaklingar sem kjósa að leigja húsnæði fremur en að eiga það. Þessir einstaklingar hafa áhuga á leigumarkaði með aðgengilegu húsnæði en fyrst og fremst samningum sem tryggja þeim möguleika á að búa í íbúðinni sem þeir völdu í langan tíma. Til að svo megi verða er þörf á löggjöf sem tryggir langtímasamninga. Leigumarkaðurinn á að höfða til þessara tveggja hópa. Það þýðir að löggjöf um leigu og leigusamninga þarf að tryggja að leigu- markaðurinn sé aðgengilegur og tryggur. Ég mun lýsa því hér á eftir að þetta er ekki einfalt. Segja mætti að hlutverk löggjafar um virkan leigumarkað sé að tryggja valdajafnvægi milli mismunandi hópa á leigumarkaði. Til að gera þetta einfalt getum við sagt að þarna sé um þrjá hópa að ræða. Í fyrsta lagi leigusala. Leigusalar vilja hámarka arð sinn með því að setja upp leiguverð sem leiðir til þess að allar íbúðir þeirra séu í útleigu, þ.e. að engar standi auðar. Í öðru lagi leigjendurnir. Leigjendur vilja bestu fáanlega íbúð fyrir sem allra lægst verð. Flestar umræður um löggjöf um leigumarkað snúast um þessa tvo hópa. Umræðurnar snúast oft mest um gróðapungaleigusala sem krefja vanmáttuga leigjendur um ofurleigu. Þið kunnið að heyra suma vinstri- sinnaða stjórnmálamenn segja: „Þess vegna þurfum við reglur um leigu.“ Í þessum umræðum er litið framhjá mikilvægum hópi, leigjendum framtíðarinnar. Snúum okkur nú að valdajafnvæginu. Á virkum leigumarkaði, það er að segja markaði sem býður upp á lausar leiguíbúðir, vega vald leigusala og framtíðar leigjenda salt. Ef framtíðarleigjandi sættir sig ekki við það sem leigusalinn býður upp á, svo sem tíðni hækkana á leiguverði eða eitthvað sem varðar íbúðina, getur hann einfaldlega snúið sér til annars leigusala. Á virkum leigu- markaði er erfitt að sjá hvers vegna löggjafinn ætti að skipta sér af leiguverði þegar nýir leigjendur koma í húsnæðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.