Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 54

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 54
52 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Þetta jafnvægi breytist hins vegar um leið og leigjandinn skrifar undir leigusamninginn. Bæði leigjandinn og leigusalinn leggja mikið undir (að því er varðar íbúðina). Leigusalinn hefur haft kostnað af því að finna leigjandann og hugsanlega af því að lagfæra íbúðina eftir fyrri leigjanda. Leigjandinn hefur á hinn bóginn lagt miklu meira undir. Hann velur skóla fyrir börnin sín, vinnustað og byggir félagsleg samskipti sín upp í kringum íbúðina. Sú staðreynd að leigjandinn leggur (félagslega) svona mikið undir þýðir að þarna eru tækifæri fyrir leigusala til að knýja leigjandann til að greiða ofurverð fyrir íbúðina. Hugsanlegt er að leigjandinn sem er í íbúðinni sé tilbúinn að greiða leigu sem er miklu hærri en sú sem nokkur annar væri tilbúinn að greiða. Af þessum sökum gæti verið þörf fyrir löggjöf um hækkun leiguverðs fyrir þá sem þegar eru með íbúð á leigu. Ég hef borið fram þrjár staðhæfingar. Í fyrsta lagi: Engin þörf er á að hafa eftirlit með breytingum á leiguverði þegar nýir leigjendur taka við húsnæðinu. Í öðru lagi: Þörf gæti verið fyrir löggjöf um öryggi leigjenda. Í þriðja lagi: Þörf gæti verið fyrir löggjöf um leiguverð fyrir leigjendur sem þegar búa í íbúðinni. Önnur og þriðja staðhæfingin eru vitaskuld tengdar. Öryggi leigjenda er ekkert öryggi nema þeir viti að ekki sé hægt að hækka leiguna upp úr öllu valdi. Ef við lítum til Evrópulanda (einkum Austur- ríkis, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Noregs, Svíþjóðar og Bretlands) sjáum við þetta í meiri eða minni mæli. Austurríkis- menn, Danir og Svíar hafa sett reglur um alla þrjá þættina (þrátt fyrir að Austurríkismenn og Danir heimili frjálsa verðlagningu á litlum hluta leigumarkaðarins) og sitja uppi með leigumarkað sem virkar illa. Erfitt er að finna leiguhúsnæði þar sem leiguverð er háð eftirliti. Austurríkismönnum gengur betur, en aðeins vegna hárra niðurgreiðslna við byggingu nýrra íbúða. Bretland sker sig úr vegna löggjafar sem er hliðholl leigusölum. Þess vegna er erfitt að finna öruggt leigu- húsnæði. Sadiq Khan hefur af þeim sökum lofað reglum um leiguverð. Finnar, Þjóðverjar og Norðmenn fara meðalveginn. Löggjöfin gerir leigusölum erfitt fyrir en ekki ókleift að segja leigusamningum upp. Leiguverð er frjálst þegar skipt er um leigjendur en ekki þegar um langtímaleigu (oft til tiltekins tíma) er að ræða. Þjóðverjar hafa hins sett lög sem takmarka hækkun á leiguverði þegar nýir leigjendur taka við húsnæðinu. Við getum lært margt af þessum þjóðum. Eitt er að við ættum ekki að stýra leiguverði um of. Sé það gert verður leigumarkaðurinn óaðgengilegur. Við ættum ekki heldur að hafa of litla stýringu á leigumarkaðnum. Ef það er gert þjónar það aðeins hagsmunum þeirra sem hafa skammtímaþörf fyrir leigu húsnæði. Þetta eru mikilvægir þættir varðandi öryggi leigjenda og hækkun leigu- verðs fyrir þá sem þegar búa í íbúðunum. En ekki er nauðsynlegt að ná þessu fram með löggjöf. Hugsanlega geta leigusalar boðið upp á langtímasamninga með fyrirsjáanlegu leiguverði í samkeppni sín á milli. Í stuttu máli: Sumum þáttum leigu- markaðarins er hægt að stýra. Hins vegar er mikil hætta á að reglur leiði til enn meiri reglna, sem aftur leiða af sér leigumarkað sem ekki virkar. Betra gæti verið fyrir stjórnmálamenn að skipta sér ekki af honum. Höfundur er lektor í fasteignafræðum við Háskólann í Lundi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.