Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 59

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 59
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 57 „nei-manna“ lýsa algjöru metnaðarleysi fyrir hönd skákarinnar. Heimsmeistarinn greip til þess að stofna nýtt skákfélag, Offerspill, og bauðst til að borga meðlimagjaldið til norska skáksambandsins fyrir fyrstu 1.000 félags- mennina, sem hann og gerði. Það samsvarar um átta milljónum íslenskra króna. Allt fór gjörsamlega á annan endann í Noregi. Fjölmiðlar fjölluðu lítið um mótið í Zagreb en því meira um átökin í skákhreyfingunni og afskipti Magnúsar. Sakaður um tilraun til valdaráns Heimsmeistarinn var sakaður um tilraun til valdaráns og var hart gagnrýndur. Hann hafði líka leyft sér að vera ósáttur við að norska skáksambandið valdi Stafangur sem vettvang fyrir heimsmeistaraeinvígið 2020 en ekki Ósló eða Bærum, sem Magnús vildi miklu frekar. Stafangur dró að lokum tilboð sitt til baka vegna andstöðu Magnúsar. Á þessari stundu er óljóst hvort Norðmenn bjóði í einvígið, en FIDE framlengdi frestinn til að sækja um einvígið 2020 um tvo mánuði fram í september – sennilega til að gefa Norð- mönnum annan möguleika á að sækja um. Deilt var um hvort félag Magnúsar ætti að hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum og blönduðu virtir norskir lögmenn sér í málið. Magnús var einnig sakaður um að njóta persónulegs ávinnings en neitaði því stað- fastlega. Sagðist hann bara hafa hagsmuni skákarinnar að leiðarljósi, sem ég trúi að sé rétt. Svo fór að samkomulag náðist um að félagið fengi aðeins sex fulltrúa á aðalfundinum en ekki 41 eins og meðlimafjöldinn sagði til um. Samningurinn kolfelldur Þegar kom að fundinum var metaðsókn og hann stóð í sex tíma. Tillagan um samninginn við Kindred var kolfelld 44-132 og ljóst var að atkvæði félags Magnúsar hefðu engu máli skipt. Forseti Skáksambandsins, Morten L. Madsen, sem var eindreginn stuðningsmaður samningsins, var hins vegar endurkjörinn forseti sambandsins. Málið allt hefur hins vegar vakið mikla umræðu í Noregi. Íþróttamálaráðherrann þar hefur léð máls á því að skákin fái stuðning í gegnum Norsk Tipping þrátt fyrir að vera ekki í Íþróttasambandi Noregs eða mögulega beinan aukinn stuðning frá ríkinu. Kindred náði tilgangi sínum að miklu leyti og það án þess að borga 50 milljónir norska króna. Þrýstingur á að einokun Norsk Tipping á norskum veðmálamarkaði verði afnumin hefur aukist. Mun Kindred reyna það sama í öðrum löndum? Höfundur er forseti Skáksambands Íslands. Magnús Carlsen var kampakátur með sigurlaunin í Zagreb - en væntanlega ekki jafn ánægður með niðurstöðu aðal- fundar norska skáksambandsins. Magnús og gamli þjálfarinn Agdestein litu Kindred- samninginn misjöfnum augum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.